Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2018 22:15 Hálslón við Kárahnjúka. Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn sé nokkuð í það að virkjunin verði uppgreidd. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tíu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun komst í fullan rekstur en hún er langstærsta virkjun landsins. Opinbert heiti hennar er Fljótsdalsstöð en uppsett afl hennar er 690 megavött. Raforkuframleiðslan á síðasta ári nam 5.065 gígavattstundum, eða 37 prósentum af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.Frá stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið nýlega hafa fengið alþjóðlega aðila til að gera úttekt á virkjuninni. „Og það var mjög ánægjulegt að hún hefur verið að koma mjög vel út, á flesta mælikvarða rekstrarlega séð bara mjög vel. Við erum bara mjög ánægð með hvernig hún hefur gengið.“Er hún að skila meiri orku en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, hún er að skila meiri orku,“ svarar Hörður. Hún skilar raunar ellefu prósentum meiri raforku en upphaflega var áætlað en viðbótin stafar af auknu rennsli. Raforkan er seld til Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en hvorki Landsvirkjun né álfyrirtækið gefa upp orkuverðið né heildarverðmæti raforkukaupanna.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkugeirann, hefur þó reynt að áætla þær fjárhæðir sem um ræðir. Ketill áætlar að tekjur Landsvirkjunar frá Alcoa-Fjarðaáli á árinu 2017 hafi verið um 11,5 milljarðar króna, með fimm prósenta vikmörkum, eða milli ellefu og tólf milljarðar króna. Ketill tekur fram að tekjurnar sveiflist mjög því raforkuverðið sé tengt álverði auk þess sem raforkumagnið sé breytilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er kostnaður við Fljótsdalsstöð ásamt flutningsmannvirkjum metinn á um 2,3 milljarða dollara, á gengi þess tíma. En hvenær má búast að tekjurnar frá álverinu verði búnar að greiða upp virkjunina? „Við höfum nú ekki gert virkjanirnar upp á þennan hátt. Virkjanirnar styðja hver aðra þannig að við höfum ekki gert það upp á þann hátt. En mikilvægt er að virkjunin hefur gengið mjög vel og raun og veru framleitt meira en gert var ráð fyrir.“En fer að styttast í að hún verði uppgreidd miðað við tekjur sem þið fáið frá Fjarðaáli? „Nei, það er nú ennþá nokkuð í það, - alveg eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er nokkuð í það,“ svarar forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn sé nokkuð í það að virkjunin verði uppgreidd. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tíu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun komst í fullan rekstur en hún er langstærsta virkjun landsins. Opinbert heiti hennar er Fljótsdalsstöð en uppsett afl hennar er 690 megavött. Raforkuframleiðslan á síðasta ári nam 5.065 gígavattstundum, eða 37 prósentum af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.Frá stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið nýlega hafa fengið alþjóðlega aðila til að gera úttekt á virkjuninni. „Og það var mjög ánægjulegt að hún hefur verið að koma mjög vel út, á flesta mælikvarða rekstrarlega séð bara mjög vel. Við erum bara mjög ánægð með hvernig hún hefur gengið.“Er hún að skila meiri orku en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, hún er að skila meiri orku,“ svarar Hörður. Hún skilar raunar ellefu prósentum meiri raforku en upphaflega var áætlað en viðbótin stafar af auknu rennsli. Raforkan er seld til Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en hvorki Landsvirkjun né álfyrirtækið gefa upp orkuverðið né heildarverðmæti raforkukaupanna.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkugeirann, hefur þó reynt að áætla þær fjárhæðir sem um ræðir. Ketill áætlar að tekjur Landsvirkjunar frá Alcoa-Fjarðaáli á árinu 2017 hafi verið um 11,5 milljarðar króna, með fimm prósenta vikmörkum, eða milli ellefu og tólf milljarðar króna. Ketill tekur fram að tekjurnar sveiflist mjög því raforkuverðið sé tengt álverði auk þess sem raforkumagnið sé breytilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er kostnaður við Fljótsdalsstöð ásamt flutningsmannvirkjum metinn á um 2,3 milljarða dollara, á gengi þess tíma. En hvenær má búast að tekjurnar frá álverinu verði búnar að greiða upp virkjunina? „Við höfum nú ekki gert virkjanirnar upp á þennan hátt. Virkjanirnar styðja hver aðra þannig að við höfum ekki gert það upp á þann hátt. En mikilvægt er að virkjunin hefur gengið mjög vel og raun og veru framleitt meira en gert var ráð fyrir.“En fer að styttast í að hún verði uppgreidd miðað við tekjur sem þið fáið frá Fjarðaáli? „Nei, það er nú ennþá nokkuð í það, - alveg eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er nokkuð í það,“ svarar forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45