Segir alla umræðu Pírata ganga út á að gera þorpara úr öðrum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. apríl 2018 13:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók upp mál úr skýrslu GRECO varðandi tengsl lögreglunnar og Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að Píratar ættu að verja tíma sínum í annað en að tortryggja andstæðinga. Mynd/samsett Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Pírata harðlega í umræðum um störf þingsins í morgun. Tilefnið var umræða um niðurstöður skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Kom þar meðal annars fram að lögreglan sé sérlega berskjölduð fyrir áhrifum stjórnmálamanna. „Komið hafi fram hjá rannsóknarnefnd samtakanna að lögreglan eigi sér langa hefð fyrir tengslum við tiltekinn stjórnmálaflokk og að flokksaðild og pólitísk sjónarmið geti stundum haft áhrif á stöðu hennar. Nú held ég að það sé augljóst um hvaða flokk ræðir,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og vísaði þar til Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að í skýrslunni er lagt til að það verði komið á fót miðlægum stofnunum sem fáist við innra eftirlit og rannsóknir á hugsanlegum brotum í starfi lögreglunnar. „Pólitísk afskipti af lögreglustörfum eru algjörlega ólíðandi. Það að það sé einhver pólitískur kúltúr sem stjórni því, stjórni nokkrum sköpuðum hlut innan lögreglunnar, er algjörlega ólíðandi og við eigum ekki nokkurn tímann að leyfa svona orðum að birtast aftur í skýrslu frá GRECO um okkur,“ sagði Helgi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom skömmu síðar í pontu og sagði ræðu Helga Hrafns hluta af óuppbyggilegri orðræðuhefð Pírata. „Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Brynjar. „Öll pólitísk umræða þeirra [þingmanna Pírata] snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir.“ Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar mættu einnig taka þetta til sín. Heldur ættu þessir þingmenn að verja tíma sínum í að ræða alvöru stjórnmál og um framtíðina. Til dæmis með því að tala um atvinnuvegina og uppbyggingu þeirra. „Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur og svo framvegis. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum. Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma,“ sagði Brynjar. Stj.mál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Pírata harðlega í umræðum um störf þingsins í morgun. Tilefnið var umræða um niðurstöður skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Kom þar meðal annars fram að lögreglan sé sérlega berskjölduð fyrir áhrifum stjórnmálamanna. „Komið hafi fram hjá rannsóknarnefnd samtakanna að lögreglan eigi sér langa hefð fyrir tengslum við tiltekinn stjórnmálaflokk og að flokksaðild og pólitísk sjónarmið geti stundum haft áhrif á stöðu hennar. Nú held ég að það sé augljóst um hvaða flokk ræðir,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og vísaði þar til Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að í skýrslunni er lagt til að það verði komið á fót miðlægum stofnunum sem fáist við innra eftirlit og rannsóknir á hugsanlegum brotum í starfi lögreglunnar. „Pólitísk afskipti af lögreglustörfum eru algjörlega ólíðandi. Það að það sé einhver pólitískur kúltúr sem stjórni því, stjórni nokkrum sköpuðum hlut innan lögreglunnar, er algjörlega ólíðandi og við eigum ekki nokkurn tímann að leyfa svona orðum að birtast aftur í skýrslu frá GRECO um okkur,“ sagði Helgi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom skömmu síðar í pontu og sagði ræðu Helga Hrafns hluta af óuppbyggilegri orðræðuhefð Pírata. „Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Brynjar. „Öll pólitísk umræða þeirra [þingmanna Pírata] snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir.“ Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar mættu einnig taka þetta til sín. Heldur ættu þessir þingmenn að verja tíma sínum í að ræða alvöru stjórnmál og um framtíðina. Til dæmis með því að tala um atvinnuvegina og uppbyggingu þeirra. „Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur og svo framvegis. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum. Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma,“ sagði Brynjar.
Stj.mál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira