Körfubolti

Metfjöldi erlendra leikmanna í úrslitakeppni NBA í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það ætla sér margir að vinna NBA-titilinn í ár þar á meðal 62 erlendir leikmenn. Tony Paker reynir nú í sautjánda sinn.
Það ætla sér margir að vinna NBA-titilinn í ár þar á meðal 62 erlendir leikmenn. Tony Paker reynir nú í sautjánda sinn. Vísir/Getty
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst á morgun og félögin sextán hafa nú tilkynnt inn leikmannahópa sína.

Þar kemur í ljós að aldrei áður hafa svo margir erlendir leikmenn, leikmenn frá löndum utan Bandaríkjanna, tekið þátt í úrslitakeppninni í NBA-deildinni.

Alls munu 62 erlendir leikmenn frá 33 þjóðum taka þátt í úrslitakeppninni í ár. Reuters segir frá.

Öll sextán félögin í úrslitakeppninni í áru eru með að minnsta kosti einn erlendan leikmenn en það eru Utah Jazz og Philadelphia 76ers sem eru með flesta eða sjö hvor. Boston Celtics, Toronto Raptors og San Antonio Spurs eru síðan öll með sex erlenda leikmenn.

Þjóðirnar sem skera sig út úr eru Frakkland og Ástralía en þau eru með sjö leikmenn hvor þjóð í úrslitakeppninni og þá koma fjórir leikmenn frá Kanada og Spáni.

Einn erlendur leikmaður hefur verið fastagestur í úrslitakeppninni undanfarin ár og það er engin breyting á því. Frakkinn Tony Parker er að fara að spila í sautjándu úrslitakeppninni í röð með liði San Antonio Spurs. Parker hefur fjórum sinnum orðið NBA-meistari eða 2003, 2005, 2007 og 2014.

NBA-deildin setti líka áhorfendamet fjórða árið í röð en yfir 22 milljónir áhorfenda komu á leikina í deildarkeppninni (22.124.559) eða 17.987 að meðaltali í leik. Það var alls uppselt á 741 leik á tímabilinu.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×