Körfubolti

Hetjan í Milwaukee fékk ekki borð eftir að hafa tryggt Bucks sigur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giannis er stjarnan í Milwaukee og það á að rúlla út rauða dreglinum er hann mætir.
Giannis er stjarnan í Milwaukee og það á að rúlla út rauða dreglinum er hann mætir. vísir/getty
Veitingastaðurinn BelAir Cantina gaf frá sér opinbera afsökunarbeiðni í gær þar sem veitingastaðurinn var ansi mikið á milli tannanna á fólki.

Stórstjarna NBA-liðs borgarinnar, Giannis Antetokounmpo, hafði þá mætt á veitingastaðinn en fékk enga þjónustu. Eftir að hafa staðið kurteislega í von um þjónustu labbaði hann út.

Veitingastaðurinn baðst innilega afsökunar á þessu. Sagði að sigurkarfa Antetokounmpo fyrir Bucks um kvöldið hefði gert það að verkum að staðurinn fylltist af glöðu fólki. Því miður hefðu þeir ekki getað útvegað honum borð strax eins og eðlilegt hefði verið enda hetja borgarinnar.





Drengurinn sem tísti þessari mynd af gríska fríkinu hér að ofan tísti svo aftur þar sem hann hrósaði stjörnunni fyrir að vera laus við alla stjörnustæla. Hann hefði ekki beðið um neitt og látið sig hverfa hljóðlega eftir tíu mínútna bið.

Stjarnan tók þetta mál ekki nærri sér og kærastan hans tísti fyrir hans hönd eins og sjá má hér að neðan.





Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að Giannis hafi ekki fengið neitt að borða geta andað rólega. Hann endaði á pítsastað nálægt þeim sem hann ætlaði upprunalega að fara á.

Eigendurnir þar voru yfir sig hressir með að fá hann í heimsókn.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×