Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2018 11:46 Svanhildur og Harpa en hressilega blæs um starfsemina þar nú um stundir. Þjónustufulltrúar Hörpu, sem sagt hafa upp störfum, hafa ekkert heyrt frá Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, né stjórn hússins. Vísir ræddi við þjónustufulltrúa sem segir að einu skilaboðin, frá því þau sögðu upp í mótmælaskyni, væri yfirlýsingin frá því því gær þar sem þeim var óskað velfarnaðar og þökkuð góð störf. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nánast allir þjónustufulltrúar hússins sagt upp störfum, en þeir eru 27 talsins. Viðmælendur Vísis telja ljóst að stjórnendur geri sér varla grein fyrir því hvað í starfi þjónustufulltrúa felst, með brotthvarfi þeirra þurrkist út áralöng reynsla og dýrt muni reynast að þjálfa nýtt fólk upp í að sinna fjölbreyttu starfinu.Þjónustufulltrúarnir telja sig greina talsverða stéttarskiptingu við lýði innan hússins.Stjórnarformaður svarar fullum hálsiSvanhildur boðaði í gær, á Facebooksíðu sinni, að hún hefði farið fram á afturvirka launalækkun við stjórn. Hún talaði um að friður um húsið væri ofar öðru. Stjórnarformaður Hörpu, Þórður Sverrisson, sagði í viðtölum í gær að mikilvægt væri að friður væri um húsið.Þórður Sverrisson formaður stjórnar segir mikilvægt að friður ríkir um Hörpu og svarar gagnrýnendum fullum hálsi.visir/gvaEn svaraði gagnrýnendum fullum hálsi; talaði um falsfréttir í tengslum við launahækkanir Svanhildar og beindi spjótum að VR, en stéttarfélagið ætlar að hætta viðskiptum við húsið, að það væri mótsagnakennt að þeir hjá VR gagnrýndu laun Svanhildar meðan framkvæmdastjórar félagsins væru á svipuðum launum. Þá vildi Þórður meina að stórmannlegt væri af Svanhildi að fara fram á að laun hennar verði lækkuð.Ragnar Þór telur málflutning stjórnarformanns skrítinnRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þetta sérkennilegan málflutning. „Hvort er stórmannlegra að lækka launin sín eða leiðrétta kjör þeirra sem málið snýst um?“ spyr Ragnar Þór á Facebooksíðu sinni. „Til að friður náist um starfsemi Hörpu er aðeins ein lausn. Að koma fram við starfsfólkið af virðingu og auðmýkt, biðjast afsökunar, og leiðrétta þá kjaraskerðingu sem þau urðu fyrir. Þá næst friður um starfsemi Hörpu og við í VR munum endurskoða ákvörðun okkar um að hætta þar viðskiptum.“Ragnar Þór segir of seint um rassinn gripið.Fjölmargir gagnrýnt HörpuÝmsir hafa gagnrýnt það hvernig að málum hefur verið staðið í Hörpu; Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur telur þetta ekki forsvaranlegt, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur boðað að hún muni ekki stíga fæti þar á svið fyrr en mál við þjónustufulltrúana hafa verið færð í skaplegt horf og menningarvinurinn Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, segist ekki ætla í Hörpu aftur við óbreytta stöðu. Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu, sem sagt hafa upp störfum, hafa ekkert heyrt frá Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, né stjórn hússins. Vísir ræddi við þjónustufulltrúa sem segir að einu skilaboðin, frá því þau sögðu upp í mótmælaskyni, væri yfirlýsingin frá því því gær þar sem þeim var óskað velfarnaðar og þökkuð góð störf. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nánast allir þjónustufulltrúar hússins sagt upp störfum, en þeir eru 27 talsins. Viðmælendur Vísis telja ljóst að stjórnendur geri sér varla grein fyrir því hvað í starfi þjónustufulltrúa felst, með brotthvarfi þeirra þurrkist út áralöng reynsla og dýrt muni reynast að þjálfa nýtt fólk upp í að sinna fjölbreyttu starfinu.Þjónustufulltrúarnir telja sig greina talsverða stéttarskiptingu við lýði innan hússins.Stjórnarformaður svarar fullum hálsiSvanhildur boðaði í gær, á Facebooksíðu sinni, að hún hefði farið fram á afturvirka launalækkun við stjórn. Hún talaði um að friður um húsið væri ofar öðru. Stjórnarformaður Hörpu, Þórður Sverrisson, sagði í viðtölum í gær að mikilvægt væri að friður væri um húsið.Þórður Sverrisson formaður stjórnar segir mikilvægt að friður ríkir um Hörpu og svarar gagnrýnendum fullum hálsi.visir/gvaEn svaraði gagnrýnendum fullum hálsi; talaði um falsfréttir í tengslum við launahækkanir Svanhildar og beindi spjótum að VR, en stéttarfélagið ætlar að hætta viðskiptum við húsið, að það væri mótsagnakennt að þeir hjá VR gagnrýndu laun Svanhildar meðan framkvæmdastjórar félagsins væru á svipuðum launum. Þá vildi Þórður meina að stórmannlegt væri af Svanhildi að fara fram á að laun hennar verði lækkuð.Ragnar Þór telur málflutning stjórnarformanns skrítinnRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þetta sérkennilegan málflutning. „Hvort er stórmannlegra að lækka launin sín eða leiðrétta kjör þeirra sem málið snýst um?“ spyr Ragnar Þór á Facebooksíðu sinni. „Til að friður náist um starfsemi Hörpu er aðeins ein lausn. Að koma fram við starfsfólkið af virðingu og auðmýkt, biðjast afsökunar, og leiðrétta þá kjaraskerðingu sem þau urðu fyrir. Þá næst friður um starfsemi Hörpu og við í VR munum endurskoða ákvörðun okkar um að hætta þar viðskiptum.“Ragnar Þór segir of seint um rassinn gripið.Fjölmargir gagnrýnt HörpuÝmsir hafa gagnrýnt það hvernig að málum hefur verið staðið í Hörpu; Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur telur þetta ekki forsvaranlegt, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur boðað að hún muni ekki stíga fæti þar á svið fyrr en mál við þjónustufulltrúana hafa verið færð í skaplegt horf og menningarvinurinn Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, segist ekki ætla í Hörpu aftur við óbreytta stöðu.
Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55