Vaskurinn – breytingar Vala Valtýsdóttir skrifar 9. maí 2018 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt.Fjölmiðlar Sú sérkennilega staða hefur verið til langs tíma að sala fréttablaða hefur verið í tveimur skatthlutföllum. Fyrirhugaðar breytingar eru því sérstaklega til höfuðs þeim mismun skattlagningar eftir formi, s.s. sölu fréttablaða á rafrænu formi eða á pappírsformi. Í frumvarpinu segir m.a að gera þurfi skýran greinarmun á þeirri starfsemi fjölmiðla sem sinnir lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og hins vegar á annarri starfsemi þeirra eða annarra aðila sem felst í miðlun efnis í afþreyingarskyni eftir pöntun, svokallaðri VOD-þjónustu (e. Video-on-demand). Síðan segir að tilgangurinn með þessum mismun sé að stuðla eigi að eflingu á fréttum og fréttatengdu efni, verndun íslenskunnar o.fl. Þannig er mismunandi vsk. eftir því hvort þú kaupir íslenska þáttagerð í áskrift eða með VOD. Þessi rökstuðningur er alveg óskiljanlegur þar sem einnig er hægt að kaupa íslenskt efni á VOD-leigum. Innskattur af fólksbifreiðum ferðaþjónustunnar Sanngirnisrök eru fyrir því að heimila þennan innskatt – enda eru þessar bifreiðar notaðar til fólksflutninga á ferðamönnum sem er ávallt virðisaukaskattsskylt. Sala á þjónustu til erlendra aðila Tillagan er sú að sala á þjónustu til erlends fyrirtækis verður óskattskyld. Í dag skiptir máli hvar þjónustan er nýtt sérstaklega hvað varðar óskattskylda kaupendur. Til að skýra þetta frekar myndi breytingin leiða til þess t.d. að ef íslensk lögfræðistofa selur þjónustu til dansks fyrirtækis vegna innheimtu á kröfu á íslenskan aðila yrði slík þjónusta óskattskyld. Í dag skiptir máli hvort kaupandinn gæti talið vsk. af kaupunum til innskatts, en það skiptir þá ekki lengur máli. Þannig verða kaup t.d. erlendra banka, tryggingafélaga og annarra aðila sem eru undanþegnir virðisaukaskatti á þjónustu íslenskra aðila ávallt án virðisaukaskatts. Litið til OECD og ESB Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega minnt á samræmi við OECD og ESB. Síðan segir að lögð sé áhersla á að bregðast við þeim lagabreytingum um virðisaukaskatt sem hafa verið innleiddar undanfarið í helstu viðskiptalöndum okkar. Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með þessum athugasemdum því t.d. hafa Danir farið aðra leið. Samkvæmt dönsku vsk. lögunum ber t.d. danskri lögfræðistofu að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu veittri íslenskum banka vegna kröfu á danskan aðila; þar sem þjónustan er nýtt í Danmörku. Ef aftur á móti kaupandinn er innan ESB er almennt enginn skattur þar sem kaupandinn er ábyrgur. Hér er ólíku saman að jafna við íslenskt umhverfi enda sérreglur í gildi á innri markaði ESB.Höfundur er lögmaður og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt.Fjölmiðlar Sú sérkennilega staða hefur verið til langs tíma að sala fréttablaða hefur verið í tveimur skatthlutföllum. Fyrirhugaðar breytingar eru því sérstaklega til höfuðs þeim mismun skattlagningar eftir formi, s.s. sölu fréttablaða á rafrænu formi eða á pappírsformi. Í frumvarpinu segir m.a að gera þurfi skýran greinarmun á þeirri starfsemi fjölmiðla sem sinnir lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og hins vegar á annarri starfsemi þeirra eða annarra aðila sem felst í miðlun efnis í afþreyingarskyni eftir pöntun, svokallaðri VOD-þjónustu (e. Video-on-demand). Síðan segir að tilgangurinn með þessum mismun sé að stuðla eigi að eflingu á fréttum og fréttatengdu efni, verndun íslenskunnar o.fl. Þannig er mismunandi vsk. eftir því hvort þú kaupir íslenska þáttagerð í áskrift eða með VOD. Þessi rökstuðningur er alveg óskiljanlegur þar sem einnig er hægt að kaupa íslenskt efni á VOD-leigum. Innskattur af fólksbifreiðum ferðaþjónustunnar Sanngirnisrök eru fyrir því að heimila þennan innskatt – enda eru þessar bifreiðar notaðar til fólksflutninga á ferðamönnum sem er ávallt virðisaukaskattsskylt. Sala á þjónustu til erlendra aðila Tillagan er sú að sala á þjónustu til erlends fyrirtækis verður óskattskyld. Í dag skiptir máli hvar þjónustan er nýtt sérstaklega hvað varðar óskattskylda kaupendur. Til að skýra þetta frekar myndi breytingin leiða til þess t.d. að ef íslensk lögfræðistofa selur þjónustu til dansks fyrirtækis vegna innheimtu á kröfu á íslenskan aðila yrði slík þjónusta óskattskyld. Í dag skiptir máli hvort kaupandinn gæti talið vsk. af kaupunum til innskatts, en það skiptir þá ekki lengur máli. Þannig verða kaup t.d. erlendra banka, tryggingafélaga og annarra aðila sem eru undanþegnir virðisaukaskatti á þjónustu íslenskra aðila ávallt án virðisaukaskatts. Litið til OECD og ESB Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega minnt á samræmi við OECD og ESB. Síðan segir að lögð sé áhersla á að bregðast við þeim lagabreytingum um virðisaukaskatt sem hafa verið innleiddar undanfarið í helstu viðskiptalöndum okkar. Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með þessum athugasemdum því t.d. hafa Danir farið aðra leið. Samkvæmt dönsku vsk. lögunum ber t.d. danskri lögfræðistofu að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu veittri íslenskum banka vegna kröfu á danskan aðila; þar sem þjónustan er nýtt í Danmörku. Ef aftur á móti kaupandinn er innan ESB er almennt enginn skattur þar sem kaupandinn er ábyrgur. Hér er ólíku saman að jafna við íslenskt umhverfi enda sérreglur í gildi á innri markaði ESB.Höfundur er lögmaður og FKA-félagskona
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar