Metanlosun frá ferskvötnum gæti stóraukist samfara hlýnun jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 15:00 Allt að fjögur hundruð sinnum meiri metanmyndun varð af völdum sefsins en barrtrjáa í rannsókn vísindamannanna á tilraunastofu. Vísir/AFP Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans frá ferskvötnum á norðurhveli jarðar gæti allt að tvöfaldast á næstu fimmtíu árunum eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram að breyta gróðurfari. Rannsókn vísindamanna við Cambridge-háskóla á Englandi bendir til þess að aukin útbreiðsla sefs við ferskvatn á norðurhveli geti stóraukið myndun metans í vötnunum. Metan er tuttugu og fimm sinnum öflugari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en lifir skemur í lofthjúpi jarðar. Metan myndast í ferskvatni þegar örverur nærast á lífrænu efni úr gróðri sem fellur til botns í þeim. Mismikið metan verður til eftir því hvaða hvers kyns plöntuleifar lenda í vatninu. Áætlað er að um 16% af náttúrulegri losun á metani komi frá stöðuvötnum. Rannsóknin leiddi í ljós að um 400 sinnum meira metan varð til úr sefinu en barrtrjám, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamennirnir telja að efni í barr- og sumargrænum trjám hamli metanmyndun örveranna. Það sama sé hins vegar ekki uppi á teningnum með sefið. „Sefið er ekki með sömu efnin þannig að það stöðvar örverurnar ekki lengur í að mynda metan,“ segir Andrew Tanentzap, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Cambridge-háskóla.Sefið líklegt til landvinninga til norðurs Líkön yfir hvernig gróðurfar er líklegt til að breyta með áframhaldandi hnattrænni hlýnuna benda til þess að sefið haldi áfram að hasla sér völl norðar og norðar þar sem mikið er um stöðuvötn. Útreikningar vísindamannanna benda til þess að sefið gæti hafa breitt úr sér til tvöfalt fleiri vatna en nú um miðja öldina. Við það gæti losun gróðurhúsalofttegunda aukist um að minnsta kosti 73% yfir vaxtartímabilið. Tanentzap varar við því að þessi losun gæti vegið upp á móti bindingu plantna á kolefni. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar birtist í vísindaritinu Nature Communications. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans frá ferskvötnum á norðurhveli jarðar gæti allt að tvöfaldast á næstu fimmtíu árunum eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram að breyta gróðurfari. Rannsókn vísindamanna við Cambridge-háskóla á Englandi bendir til þess að aukin útbreiðsla sefs við ferskvatn á norðurhveli geti stóraukið myndun metans í vötnunum. Metan er tuttugu og fimm sinnum öflugari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en lifir skemur í lofthjúpi jarðar. Metan myndast í ferskvatni þegar örverur nærast á lífrænu efni úr gróðri sem fellur til botns í þeim. Mismikið metan verður til eftir því hvaða hvers kyns plöntuleifar lenda í vatninu. Áætlað er að um 16% af náttúrulegri losun á metani komi frá stöðuvötnum. Rannsóknin leiddi í ljós að um 400 sinnum meira metan varð til úr sefinu en barrtrjám, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamennirnir telja að efni í barr- og sumargrænum trjám hamli metanmyndun örveranna. Það sama sé hins vegar ekki uppi á teningnum með sefið. „Sefið er ekki með sömu efnin þannig að það stöðvar örverurnar ekki lengur í að mynda metan,“ segir Andrew Tanentzap, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Cambridge-háskóla.Sefið líklegt til landvinninga til norðurs Líkön yfir hvernig gróðurfar er líklegt til að breyta með áframhaldandi hnattrænni hlýnuna benda til þess að sefið haldi áfram að hasla sér völl norðar og norðar þar sem mikið er um stöðuvötn. Útreikningar vísindamannanna benda til þess að sefið gæti hafa breitt úr sér til tvöfalt fleiri vatna en nú um miðja öldina. Við það gæti losun gróðurhúsalofttegunda aukist um að minnsta kosti 73% yfir vaxtartímabilið. Tanentzap varar við því að þessi losun gæti vegið upp á móti bindingu plantna á kolefni. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar birtist í vísindaritinu Nature Communications.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15
Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20