Veit af áhuga erlendis en mun ekki stökkva hvert sem er Kristinn Páll skrifar 5. maí 2018 09:00 Lið ársins í Dominos-deild kvenna. vísir/vilhelm Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna í fimmta sinn í gær. Helena hefur heyrt af áhuga erlendra liða en segir að það þurfi að henta henni og fjölskyldunni vel ef hún eigi að skoða það nánar. Aðstæður hafa breyst hjá Helenu eftir að fjölskyldan stækkaði á síðasta ári. Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona úr Haukum, var í gær valin besti leikmaður tímabilsins í Domino’s-deild kvenna í fimmta sinn á ferlinum, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið valin best í úrslitakeppninni. Er þetta í fimmta sinn á ferlinum sem Helena er valin best en aðeins Anna María Sveinsdóttir hefur hlotið þessa nafnbót oftar. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í kvennaflokki á dögunum eftir sigur í oddaleik gegn Val en þetta er þriðji meistaratitill Helenu. Var hún hreint út sagt stórkostleg í einvíginu gegn Val en hún var með þrefalda tvennu að meðaltali í leikjunum fimm, 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar.Fimmti gullboltinn Helenu tókst, ólíkt því sem var fyrir tveimur árum, að ljúka tímabilinu með sigri í úrslitaeinvígi Domino’sdeildarinnar. Hún var skiljanlega í skýjunum með að klára tímabilið af krafti og að taka á móti verðlaununum sem Íslandsmeistari í ár. „Það er alltaf frábært að fá svona viðurkenningar á spilamennskunni hjá manni, þetta er búin að vera frábær vika og endar vel,“ segir Helena sem viðurkennir þó að það hafi verið sérstakt að fagna Íslandsmeistaratitlinum í ljósi þess að systir hennar, Guðbjörg, var í liði andstæðinganna. „Það var auðvitað erfitt og ég fann til með henni því ég vil að hún nái alltaf sem bestum árangri en það var víst ekki hægt þegar við kepptum hvor á móti annarri svo vonandi kemur að henni seinna.“ Helena skrapp í atvinnumennsku í stuttan tíma en sneri aftur í Haukaliðið og leiddi liðið til sigurs. „Þetta var svolítið skrýtið, að fara og spila með öðru liði inn á milli var nýtt en þegar ég lít til baka hjálpaði það mér þegar ég kom til baka til Haukanna. Þá kem ég aftur í frábæran hóp, ég hef þekkt margar af þessum stelpum síðan þær voru litlar og það var frábært að vinna þann stóra með þeim.“Skoðum það ef tilboðið er rétt Helena segir að það sé erfitt að segja til um hvort hún verði áfram á Íslandi á næsta tímabili. Hún sé komin með fjölskyldu og þau þurfi að taka sameiginlega ákvörðun. „Þegar þú ert komin með lítið barn eru breyttar forsendur, ég get ekki leyft mér að stökkva á hvað sem er. Ég er ekki búin að loka á neitt og ef eitthvað spennandi kemur upp munum við skoða það,“ segir Helena sem hefur heyrt af áhuga hjá umboðsmanni sínum. „Ég heyrði af áhuga, bæði fyrir og á meðan á úrslitakeppninni stóð. Tímabilin eru að klárast í Evrópu og liðin eru farin að skoða málin fyrir næsta tímabil en umboðsmaðurinn minn þekkir mig vel og er ekkert að segja mér frá einhverju sem uppfyllir ekki það sem ég þarf,“ segir Helena og bætir við: „Hann veit alveg hvar við stöndum en ég fer ekki ein út. Við fjölskyldan erum einn pakki og förum þá út saman en eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að við verðum áfram í Haukum,“ segir Helena en maður hennar, Finnur Atli Magnússon, leikur fyrir Hauka í Domino’s-deild karla. „Gott dæmi er þegar ég fór til Good Angels í janúar, ég þekkti klúbbinn og að hverju ég gengi, ég er ekki að segja að ég sé bara að horfa á Slóvakíu en ég vil vita að ég sé að fara í gott og öruggt umhverfi,“ segir Helena. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Sjá meira
Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna í fimmta sinn í gær. Helena hefur heyrt af áhuga erlendra liða en segir að það þurfi að henta henni og fjölskyldunni vel ef hún eigi að skoða það nánar. Aðstæður hafa breyst hjá Helenu eftir að fjölskyldan stækkaði á síðasta ári. Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona úr Haukum, var í gær valin besti leikmaður tímabilsins í Domino’s-deild kvenna í fimmta sinn á ferlinum, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið valin best í úrslitakeppninni. Er þetta í fimmta sinn á ferlinum sem Helena er valin best en aðeins Anna María Sveinsdóttir hefur hlotið þessa nafnbót oftar. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í kvennaflokki á dögunum eftir sigur í oddaleik gegn Val en þetta er þriðji meistaratitill Helenu. Var hún hreint út sagt stórkostleg í einvíginu gegn Val en hún var með þrefalda tvennu að meðaltali í leikjunum fimm, 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar.Fimmti gullboltinn Helenu tókst, ólíkt því sem var fyrir tveimur árum, að ljúka tímabilinu með sigri í úrslitaeinvígi Domino’sdeildarinnar. Hún var skiljanlega í skýjunum með að klára tímabilið af krafti og að taka á móti verðlaununum sem Íslandsmeistari í ár. „Það er alltaf frábært að fá svona viðurkenningar á spilamennskunni hjá manni, þetta er búin að vera frábær vika og endar vel,“ segir Helena sem viðurkennir þó að það hafi verið sérstakt að fagna Íslandsmeistaratitlinum í ljósi þess að systir hennar, Guðbjörg, var í liði andstæðinganna. „Það var auðvitað erfitt og ég fann til með henni því ég vil að hún nái alltaf sem bestum árangri en það var víst ekki hægt þegar við kepptum hvor á móti annarri svo vonandi kemur að henni seinna.“ Helena skrapp í atvinnumennsku í stuttan tíma en sneri aftur í Haukaliðið og leiddi liðið til sigurs. „Þetta var svolítið skrýtið, að fara og spila með öðru liði inn á milli var nýtt en þegar ég lít til baka hjálpaði það mér þegar ég kom til baka til Haukanna. Þá kem ég aftur í frábæran hóp, ég hef þekkt margar af þessum stelpum síðan þær voru litlar og það var frábært að vinna þann stóra með þeim.“Skoðum það ef tilboðið er rétt Helena segir að það sé erfitt að segja til um hvort hún verði áfram á Íslandi á næsta tímabili. Hún sé komin með fjölskyldu og þau þurfi að taka sameiginlega ákvörðun. „Þegar þú ert komin með lítið barn eru breyttar forsendur, ég get ekki leyft mér að stökkva á hvað sem er. Ég er ekki búin að loka á neitt og ef eitthvað spennandi kemur upp munum við skoða það,“ segir Helena sem hefur heyrt af áhuga hjá umboðsmanni sínum. „Ég heyrði af áhuga, bæði fyrir og á meðan á úrslitakeppninni stóð. Tímabilin eru að klárast í Evrópu og liðin eru farin að skoða málin fyrir næsta tímabil en umboðsmaðurinn minn þekkir mig vel og er ekkert að segja mér frá einhverju sem uppfyllir ekki það sem ég þarf,“ segir Helena og bætir við: „Hann veit alveg hvar við stöndum en ég fer ekki ein út. Við fjölskyldan erum einn pakki og förum þá út saman en eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að við verðum áfram í Haukum,“ segir Helena en maður hennar, Finnur Atli Magnússon, leikur fyrir Hauka í Domino’s-deild karla. „Gott dæmi er þegar ég fór til Good Angels í janúar, ég þekkti klúbbinn og að hverju ég gengi, ég er ekki að segja að ég sé bara að horfa á Slóvakíu en ég vil vita að ég sé að fara í gott og öruggt umhverfi,“ segir Helena.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Sjá meira