Rauði baróninn berst við Parkinson og gefur út nýjan slagara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2018 11:00 Garðar Örn var frábær dómari en harður í horn að taka og óspar á spjöldin ef svo bar undir. vísir/arnþór Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Garðar Örn Hinriksson, er farinn að láta til sín taka í tónlistarheiminum á nýjan leik en veikindi sem hann er að glíma við hafa vakið hann upp í þeim efnum. Garðar gengur undir listamannsnafninu G Hinriksson á Facebook og fyrir nokkrum dögum síðan opnaði hann sig varðandi veikindi sín en hann er með Parkinson. „Eftir að Parkinsoninn bankaði á mínar dyr hugsa ég ekki um annað, sérstaklega í ljósi þess að núna er minn síðasti séns á að gera eitthvað. Maður yngist ekkert og ekki hjálpar það heldur til að Parkinsoninn gæti tekið frá mér röddina einn daginn,“ skrifar Garðar, sem oftast gekk undir nafninu Rauði baróninnn, meðal annars í pistli sínum á Facebook. „Þetta lag kom til mín í draumi. Það vildi ekki yfirgefa mig og var ég sönglandi þetta í einhverjar örfáar vikur áður en ég kláraði svo lagið. En það kom bara einn texti til greina... texti um veikindin mín. Lagið hreinlega öskraði á það. Þó að ég sé stoltur af þessu lagi er þetta samt eina lagið sem ég vildi óska þess að ég hefði ekki þurft að semja.“Lagið persónulega má heyra hér að ofan og er óhætt að mæla með því. Hörkuslagari sem á eflaust eftir að hljóma á öldum ljósvakans næstu vikur. „Ég ákvað að koma út úr skápnum með þessi veikindi með lagi. Það er léttir að vera búinn að því,“ segir Garðar Örn en hann greindist með sjúkdóminn fyrir um tveimur árum síðan. Færslu Garðars í heild sinni má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Garðar Örn Hinriksson, er farinn að láta til sín taka í tónlistarheiminum á nýjan leik en veikindi sem hann er að glíma við hafa vakið hann upp í þeim efnum. Garðar gengur undir listamannsnafninu G Hinriksson á Facebook og fyrir nokkrum dögum síðan opnaði hann sig varðandi veikindi sín en hann er með Parkinson. „Eftir að Parkinsoninn bankaði á mínar dyr hugsa ég ekki um annað, sérstaklega í ljósi þess að núna er minn síðasti séns á að gera eitthvað. Maður yngist ekkert og ekki hjálpar það heldur til að Parkinsoninn gæti tekið frá mér röddina einn daginn,“ skrifar Garðar, sem oftast gekk undir nafninu Rauði baróninnn, meðal annars í pistli sínum á Facebook. „Þetta lag kom til mín í draumi. Það vildi ekki yfirgefa mig og var ég sönglandi þetta í einhverjar örfáar vikur áður en ég kláraði svo lagið. En það kom bara einn texti til greina... texti um veikindin mín. Lagið hreinlega öskraði á það. Þó að ég sé stoltur af þessu lagi er þetta samt eina lagið sem ég vildi óska þess að ég hefði ekki þurft að semja.“Lagið persónulega má heyra hér að ofan og er óhætt að mæla með því. Hörkuslagari sem á eflaust eftir að hljóma á öldum ljósvakans næstu vikur. „Ég ákvað að koma út úr skápnum með þessi veikindi með lagi. Það er léttir að vera búinn að því,“ segir Garðar Örn en hann greindist með sjúkdóminn fyrir um tveimur árum síðan. Færslu Garðars í heild sinni má sjá hér að neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira