Verður að fara rétt með hinn brottfellda bókstaf Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2018 07:00 Z-an sést æ sjaldnar á prenti. Vísir/GVA Stafurinn z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekinn út árið 1973 vegna þess að z er í íslensku borið fram eins og s og þótti því ástæða til að einfalda stafsetningu. Samtímis var rætt um að fella út y og ý en ekki náðist samstaða um það. Ekki var einhugur um málið á Alþingi og flutti Sverrir Hermannsson þrumuræðu þar sem hann kom bókstafnum til varnar. Sagði hann meðal annars; „Það er nauðsynlegt að fá sem gleggstar upplýsingar um alla þætti þessa máls, því að greinilega er með því vegið að íslensku ritmáli og úr launsátri.“ Þá benti Sverrir á að nokkrir sem hefðu komið að því að reyna að útrýma bókstafnum myndu sjálfir ætla að rita z þegar það ætti við. „Nú á að gera tilraun á Íslendingum. Nú hyggja launsátursmenn, að kunni að vera lag, og því skal róið. Könnuð skulu viðbrögð almennings í velferðarþjóðfélaginu. Kanna skal, hvort hann er ekki daufdumbur orðinn fyrir öllu öðru en brauði og leikjum, einnig hvort t.d. alþm. hafa ekki áreiðanlega asklokið fyrir himin. Z hefur aldrei verið og er ekki heldur þessum mönnum neitt aðalatriði. Þeir verða að fikra sig áfram að þeirri aðferð, að ritað skuli eftir framburði. Og þá er feitari gelti að flá en z, og þar á ég t.d. við y. Ef þessi tilraun með z heppnast vel, þá er að snúa sér að stóru verkefnunum og þá fyrst og fremst að y. Meðan þrætan stóð um íslenskar ritreglur í 150 ár eða þ.u.b., var endurskoðunarsinnum öllum miklu meira í nöp við y en z.“Ólafur Stephensen.Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og núverandi framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn af þeim sem nota z-una. „Mér finnst rétt að nota hana,“ segir Ólafur. „Hún er aflögð rétt áður en ég byrja í Ísaksskóla. Ég las mikið af bókum sem krakki sem voru stafsettar upp á z. Sem unglingur fór ég að velta fyrir mér reglunum og myndaði mér þá skoðun að þetta hefði verið misráðið hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni, þáverandi menntamálaráðherra, sem lagði til afnám z. Reglurnar eru einfaldar og rökréttar og í menntaskóla fór ég að prófa mig áfram en íslenskukennarar mínir sögðu að ég fengi villu fyrir að nota bókstafinn, þó sumir hvísluðu að mér að þetta væri gott hjá mér. En þeir vildu ekki að ég notaði z í ritgerðum og stílum. Þegar ég var sloppinn úr menntaskóla fór ég að nota bókstafinn í skrifum mínum,“ segir Ólafur. Hann segir að nokkrir aðrir noti enn hinn bannaða bókstaf en þeir séu þó ekki margir. „Menn þurfa að vanda sig. Það fer í taugarnar á mér þegar fólk skrifar z en fer ekki rétt með bókstafinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Stafurinn z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekinn út árið 1973 vegna þess að z er í íslensku borið fram eins og s og þótti því ástæða til að einfalda stafsetningu. Samtímis var rætt um að fella út y og ý en ekki náðist samstaða um það. Ekki var einhugur um málið á Alþingi og flutti Sverrir Hermannsson þrumuræðu þar sem hann kom bókstafnum til varnar. Sagði hann meðal annars; „Það er nauðsynlegt að fá sem gleggstar upplýsingar um alla þætti þessa máls, því að greinilega er með því vegið að íslensku ritmáli og úr launsátri.“ Þá benti Sverrir á að nokkrir sem hefðu komið að því að reyna að útrýma bókstafnum myndu sjálfir ætla að rita z þegar það ætti við. „Nú á að gera tilraun á Íslendingum. Nú hyggja launsátursmenn, að kunni að vera lag, og því skal róið. Könnuð skulu viðbrögð almennings í velferðarþjóðfélaginu. Kanna skal, hvort hann er ekki daufdumbur orðinn fyrir öllu öðru en brauði og leikjum, einnig hvort t.d. alþm. hafa ekki áreiðanlega asklokið fyrir himin. Z hefur aldrei verið og er ekki heldur þessum mönnum neitt aðalatriði. Þeir verða að fikra sig áfram að þeirri aðferð, að ritað skuli eftir framburði. Og þá er feitari gelti að flá en z, og þar á ég t.d. við y. Ef þessi tilraun með z heppnast vel, þá er að snúa sér að stóru verkefnunum og þá fyrst og fremst að y. Meðan þrætan stóð um íslenskar ritreglur í 150 ár eða þ.u.b., var endurskoðunarsinnum öllum miklu meira í nöp við y en z.“Ólafur Stephensen.Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og núverandi framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn af þeim sem nota z-una. „Mér finnst rétt að nota hana,“ segir Ólafur. „Hún er aflögð rétt áður en ég byrja í Ísaksskóla. Ég las mikið af bókum sem krakki sem voru stafsettar upp á z. Sem unglingur fór ég að velta fyrir mér reglunum og myndaði mér þá skoðun að þetta hefði verið misráðið hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni, þáverandi menntamálaráðherra, sem lagði til afnám z. Reglurnar eru einfaldar og rökréttar og í menntaskóla fór ég að prófa mig áfram en íslenskukennarar mínir sögðu að ég fengi villu fyrir að nota bókstafinn, þó sumir hvísluðu að mér að þetta væri gott hjá mér. En þeir vildu ekki að ég notaði z í ritgerðum og stílum. Þegar ég var sloppinn úr menntaskóla fór ég að nota bókstafinn í skrifum mínum,“ segir Ólafur. Hann segir að nokkrir aðrir noti enn hinn bannaða bókstaf en þeir séu þó ekki margir. „Menn þurfa að vanda sig. Það fer í taugarnar á mér þegar fólk skrifar z en fer ekki rétt með bókstafinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira