Ill nauðsyn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. maí 2018 10:00 „Þökk sé uppgötvun þinni munu kynslóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá forseti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnforsendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkynssögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bóluefnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólusetningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vandræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undanfarin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðarvelferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að framkvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Þökk sé uppgötvun þinni munu kynslóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá forseti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnforsendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkynssögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bóluefnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólusetningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vandræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undanfarin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðarvelferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að framkvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun