Bandarískur þingmaður vildi skýra hækkun sjávarstöðu með berghruni Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2018 12:15 Hvítu klettarnir í Dover sem repúblikaninn taldi geta skýrt hvers vegna yfirborð sjávar hækkar nú hratt. Vísir/AFP Einn þingmanna Repúblikanaflokksins í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings varð að athlægi í fyrradag þegar hann beindi því til vísindamanns hvort að hækkun yfirborðs sjávar sem nú á sér stað væri vegna veðrunar og berghruns en ekki hnattrænnar hlýnunar. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,3 millímetra á ári að meðaltali á jörðinni og bætt hefur í hraða hækkunarinnar. Tveir þættir valda hækkunar sjávarstöðunnar. Annars vegar þenst sjórinn út þegar hann hitnar og hins vegar flæða milljarðar tonna af ís út í höfin á hverju ári vegna bráðnunar af völdum hlýnunarinnar. Á fundi þingnefndarinnar á miðvikudag þar sem fjalla átti um hvernig tækni gæti nýst til að aðlagast loftslagsbreytingum reyndi Mo Brooks, þingmaður repúblikana frá Alabama, að setja fram kenningar um að það væri í raun ekki hnattræn hlýnun sem ylli hækkun sjávarstöðu heldur berg og jarðvegur. Þannig vísaði hann til sets sem ár heimsins bæru með sér út í hafið. Setið legðist á hafsbotninn og hækkaði sjávarstöðuna. „Nú er minna pláss í þessum höfum vegna þess að botninn er að færast upp,“ sagði Brooks við Phil Duffy, vísindamann og forseta Woods Hole-rannsóknamiðstöðvarinnar, sem bar vitni fyrir nefndinni.Vitnaði til berghruns úr klettum Englands og Kaliforníu Brooks var ekki hættur heldur gaf í skyn að berghrun úr klettóttum ströndum léku lykilhlutverk í að hækka sjávarstöðuna. „Hvað með Hvítu klettana í Dover og Kaliforníu þar sem öldur skella á strandlengjunni og klettar hrapa í hafið oft og tíðum? Allt þetta ryður burt vatni sem lætur það hækka, ekki satt?“ spurði þingmaðurinn. „Ég er nokkuð viss um að á tímakvarða manna þá séu þetta hverfandi áhrif,“ var svar Duffy. Brooks hélt því einnig fram að íshvelið á Suðurskautslandinu væri að stækka þrátt fyrir að mælingar bandarískra vísindastofnana bendi til þess að hún hafi skroppið saman undanfarin ár. Repúblikanar í Bandaríkjunum hafna almennt loftslagsvísindum. Þeir hafa nú meirihluta í báðum deildum þingsins og Donald Trump forseti kemur úr þeirra röðum. Hafa þeir unnið að því að afnema ýmsar loftslagsaðgerðir og reglur sem var ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun frá því að Trump tók við völdum í fyrra. Lamar Smith, formaður vísinda-, geim- og tækninefndarinnar, lét meðal annars bóka á fundinum skoðanagrein sem birtist í Wall Street Journal í vikunni þar sem fullyrt var að yfirborð sjávar hækkaði ekki vegna loftslagsbreytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökunum. Höfundur greinarinnar tengist hugveitunni Heartland Institute sem hafnar loftslagsvísindum.Mo Brooks er lögfræðimenntaður en virðist engu að síður telja sig færari til að meta orsakir hækkandi sjávarstöðu en sérfræðingar á sviðinu.Vísir/AFPÞyrfti hnött um 13 kílómetra að þvermáliWashington Post hefur tekið saman hversu mikið af jarðvegi þyrfti að hrapa eða renna út í hafið til að hækka yfirborð sjávar jafnmikið og gerst hefur vegna hnattrænnar hlýnunar á einu ári. Rúmmál hans þyrfti að nema um 1,2 milljón milljónum rúmmetrum. Til þess þyrfti hnött sem væri tæplega þrettán kílómetrar að þvermáli. Það væri sambærilegt við það að fjarlægja efstu þrettán sentímetrana af yfirborði Bandaríkjanna allra og henda þeim út í hafið. Bandaríkin Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Viðtal við fyrrverandi fjármálaráðherra braut gegn hlutleysisreglu breskra útvarpslaga. Ráðherrann fullyrti meðal annars ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðasta áratuginn. 9. apríl 2018 15:58 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Einn þingmanna Repúblikanaflokksins í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings varð að athlægi í fyrradag þegar hann beindi því til vísindamanns hvort að hækkun yfirborðs sjávar sem nú á sér stað væri vegna veðrunar og berghruns en ekki hnattrænnar hlýnunar. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,3 millímetra á ári að meðaltali á jörðinni og bætt hefur í hraða hækkunarinnar. Tveir þættir valda hækkunar sjávarstöðunnar. Annars vegar þenst sjórinn út þegar hann hitnar og hins vegar flæða milljarðar tonna af ís út í höfin á hverju ári vegna bráðnunar af völdum hlýnunarinnar. Á fundi þingnefndarinnar á miðvikudag þar sem fjalla átti um hvernig tækni gæti nýst til að aðlagast loftslagsbreytingum reyndi Mo Brooks, þingmaður repúblikana frá Alabama, að setja fram kenningar um að það væri í raun ekki hnattræn hlýnun sem ylli hækkun sjávarstöðu heldur berg og jarðvegur. Þannig vísaði hann til sets sem ár heimsins bæru með sér út í hafið. Setið legðist á hafsbotninn og hækkaði sjávarstöðuna. „Nú er minna pláss í þessum höfum vegna þess að botninn er að færast upp,“ sagði Brooks við Phil Duffy, vísindamann og forseta Woods Hole-rannsóknamiðstöðvarinnar, sem bar vitni fyrir nefndinni.Vitnaði til berghruns úr klettum Englands og Kaliforníu Brooks var ekki hættur heldur gaf í skyn að berghrun úr klettóttum ströndum léku lykilhlutverk í að hækka sjávarstöðuna. „Hvað með Hvítu klettana í Dover og Kaliforníu þar sem öldur skella á strandlengjunni og klettar hrapa í hafið oft og tíðum? Allt þetta ryður burt vatni sem lætur það hækka, ekki satt?“ spurði þingmaðurinn. „Ég er nokkuð viss um að á tímakvarða manna þá séu þetta hverfandi áhrif,“ var svar Duffy. Brooks hélt því einnig fram að íshvelið á Suðurskautslandinu væri að stækka þrátt fyrir að mælingar bandarískra vísindastofnana bendi til þess að hún hafi skroppið saman undanfarin ár. Repúblikanar í Bandaríkjunum hafna almennt loftslagsvísindum. Þeir hafa nú meirihluta í báðum deildum þingsins og Donald Trump forseti kemur úr þeirra röðum. Hafa þeir unnið að því að afnema ýmsar loftslagsaðgerðir og reglur sem var ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun frá því að Trump tók við völdum í fyrra. Lamar Smith, formaður vísinda-, geim- og tækninefndarinnar, lét meðal annars bóka á fundinum skoðanagrein sem birtist í Wall Street Journal í vikunni þar sem fullyrt var að yfirborð sjávar hækkaði ekki vegna loftslagsbreytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökunum. Höfundur greinarinnar tengist hugveitunni Heartland Institute sem hafnar loftslagsvísindum.Mo Brooks er lögfræðimenntaður en virðist engu að síður telja sig færari til að meta orsakir hækkandi sjávarstöðu en sérfræðingar á sviðinu.Vísir/AFPÞyrfti hnött um 13 kílómetra að þvermáliWashington Post hefur tekið saman hversu mikið af jarðvegi þyrfti að hrapa eða renna út í hafið til að hækka yfirborð sjávar jafnmikið og gerst hefur vegna hnattrænnar hlýnunar á einu ári. Rúmmál hans þyrfti að nema um 1,2 milljón milljónum rúmmetrum. Til þess þyrfti hnött sem væri tæplega þrettán kílómetrar að þvermáli. Það væri sambærilegt við það að fjarlægja efstu þrettán sentímetrana af yfirborði Bandaríkjanna allra og henda þeim út í hafið.
Bandaríkin Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Viðtal við fyrrverandi fjármálaráðherra braut gegn hlutleysisreglu breskra útvarpslaga. Ráðherrann fullyrti meðal annars ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðasta áratuginn. 9. apríl 2018 15:58 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15
BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Viðtal við fyrrverandi fjármálaráðherra braut gegn hlutleysisreglu breskra útvarpslaga. Ráðherrann fullyrti meðal annars ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðasta áratuginn. 9. apríl 2018 15:58
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02