Hvítasunnuveðrið gæti sett ferðalög í uppnám Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2018 07:21 Fólk sem ætlar að vera á faraldsfæti um helgina gæti þurft að gera ráðstafanir. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Veðurstofan gerir ráð fyrir „óvenjulega hvössum vind“ um hvítasunnuhelgina. Gangi spár eftir sé því ljóst að veður getur raskað ýmsum áætlunum sem Íslendingar kunna að hafa gert fyrir helgina, til dæmis varðandi útilegur eða fjallaferðir. Það er þó útlit fyrir suðvestan kalda með vætu í dag, en þurrt og bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Það getur hitinn orðið allt að 12-13 stigum. Það tekur svo að hvessa á morgun af suðri og suðaustri, allhvass vindur síðdegis og talsverð rigning ásamt snörpum hviðum við fjöll. Hins vegar verður hægari vindur og þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi og þar gæti hiti náð 15-16 stigum í hnjúkaþey á morgun. Þegar kemur fram á föstudag er svo útlit fyrir svala suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en þurrt á austurhelmingi landins. Föstudagurinn telst vera stund milli stríða, því á laugardag og sunnudag, hvítasunnudag, er gert ráð fyrir að hvöss suðlæg átt verði þrálát með talsverðri rigningu. Það getur haft fyrrnefndar afleiðingar fyrir hvers kyns áætlanir um þessa miklu ferðahelgi.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s síðdegis og talsverð rigning, en heldur hægari og þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustantil á landinu. Snýst í suðvestan 8-13 vestanlands þegar líður á kvöldið með skúrum og kólnandi veðri. Á föstudag:Suðvestan 5-13 m/s og dálitlir skúrir eða slydduél, en þurrt og bjart á austurhelmingi landins. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands. Á laugardag:Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnantil á landinu. Hiti 5 til 10 stig. Á sunnudag (hvítasunnudagur):Útlit fyrir hvassa suðvestanátt og rigningu með köflum, en þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 8 stig. Á mánudag (annar í hvítasunnu):Útlit fyrir að lægi á landinu og stytti upp að mestu. Hiti 3 til 9 stig. Á þriðjudag:Líklega suðaustanátt með rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Veður Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Veðurstofan gerir ráð fyrir „óvenjulega hvössum vind“ um hvítasunnuhelgina. Gangi spár eftir sé því ljóst að veður getur raskað ýmsum áætlunum sem Íslendingar kunna að hafa gert fyrir helgina, til dæmis varðandi útilegur eða fjallaferðir. Það er þó útlit fyrir suðvestan kalda með vætu í dag, en þurrt og bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Það getur hitinn orðið allt að 12-13 stigum. Það tekur svo að hvessa á morgun af suðri og suðaustri, allhvass vindur síðdegis og talsverð rigning ásamt snörpum hviðum við fjöll. Hins vegar verður hægari vindur og þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi og þar gæti hiti náð 15-16 stigum í hnjúkaþey á morgun. Þegar kemur fram á föstudag er svo útlit fyrir svala suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en þurrt á austurhelmingi landins. Föstudagurinn telst vera stund milli stríða, því á laugardag og sunnudag, hvítasunnudag, er gert ráð fyrir að hvöss suðlæg átt verði þrálát með talsverðri rigningu. Það getur haft fyrrnefndar afleiðingar fyrir hvers kyns áætlanir um þessa miklu ferðahelgi.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s síðdegis og talsverð rigning, en heldur hægari og þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustantil á landinu. Snýst í suðvestan 8-13 vestanlands þegar líður á kvöldið með skúrum og kólnandi veðri. Á föstudag:Suðvestan 5-13 m/s og dálitlir skúrir eða slydduél, en þurrt og bjart á austurhelmingi landins. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands. Á laugardag:Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnantil á landinu. Hiti 5 til 10 stig. Á sunnudag (hvítasunnudagur):Útlit fyrir hvassa suðvestanátt og rigningu með köflum, en þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 8 stig. Á mánudag (annar í hvítasunnu):Útlit fyrir að lægi á landinu og stytti upp að mestu. Hiti 3 til 9 stig. Á þriðjudag:Líklega suðaustanátt með rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi.
Veður Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira