Viltu fleiri klukkustundir? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. maí 2018 08:00 Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra? Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi. Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga. Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins. Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum. Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra? Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi. Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga. Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins. Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum. Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun