Glóð varð að báli Kolbrún Baldursdóttir skrifar 13. maí 2018 14:44 Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð segir Hildur Jana Gísladóttir í Helgarblaði Fréttablaðsins en þar er fjallað um vanda dóttur hennar í einlægu viðtali við þær mæðgur. Hildur og dóttir hennar segja frá hversu litla hjálp var að fá þrátt fyrir alla fallegu umræðuna um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stóru báli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þau sóttu sjálf aðstoð sálfræðings og voru heppin að eiga fyrir henni segir Hildur. En svo heppnar eru ekki allar fjölskyldur. Saga þeirra mæðgna er saga margra annarra fjölskyldna. Fátækar og efnaminni fjölskyldur sem eiga börn í alvarlegum vanda hafa þurft að horfa á eftir barni sínu sökkva æ dýpra í neyslu án þess að fá rönd við reist. Fjölmargir foreldrar hafa lýst þrautagöngu sinni í leit að aðstoð fyrir börnin sín sem komin eru í vanda. Efnaminni og fátækar fjölskyldur hafa ekki ráð á að kaupa sálfræðiþjónustu út í bæ. Biðlisti í viðtöl til skólasálfræðings er langur. Segja má að snemmtæk íhlutun sé einungis í orði en ekki á borði. Um snemmtæka íhlutun eru haldin metnaðarfull þing og fundir og skrifaðar lærðar greinar. Snemmtæk íhlutun er hins vegar sjaldnast raunveruleiki í Reykjavík. ÞETTA ER Í RAUNINNI AÐ MESTU BARA PLAT. Biðlistar drepa Staðreyndin er sú að það eru endalausir biðlistar í alla faglega aðstoð fyrir börn á vegum borgarinnar. Barn sem vegna andlegrar vanlíðan þyrfti að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild fær ekki greiningar- og meðferðarþjónustu nema búið sé að gera svokallaða frumgreiningu. Slíkar greiningar eru einungis gerðar af sálfræðingum. Biðlistar í greiningu til skólasálfræðings eru margir mánuðir, jafnvel ár. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að vera í betri efnum geta vissulega sótt þessa þjónustu til sjálfstætt starfandi sálfræðinga en efnaminni og fátækir foreldrar þurfa að bíða og á meðan þau bíða sekkur barn þeirra jafnvel en dýpra. Barn sem komið er í neyslu, djúpstætt þunglyndi, sjálfsskaða og gælir við sjálfsvíg er í stórkostlegri lífshættu hvern einasta dag. Barn í þessari stöðu þarf hjálp STRAX og það mikla. Ef gripið er inn í strax er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að glóð verði að báli. Í það minnsta er öruggt að snemmtæk íhlutun lágmarkar skaðann og mildar vandann. Með viðeigandi aðstoð og eftirfylgni má leiða sterkar líkur á að mörg þeirra barna sem svo djúpt voru sokkin hefðu náð sér fyrr út úr vandanum, lifað af. Flokkur fólksins, undir kjörorðinu FÓLKIÐ FYRST, vill að umsvifalaust verði sett fjármagn í þjónustumiðstöðvar og að hver einasti grunnskóli skuli fá sálfræðing sem sinnir einungis einum skóla. Í borgarsjóð koma árlega á annað hundrað milljarðar. Að nískupúkast með fjármagn þegar kemur að börnunum okkar er hneisa. Þessi málaflokkur hefur fengið að drabbast niður árum saman á meðan hægt er að verja ómældu fé í aðra hluti, dauða hluti sem vel mega bíða. Flokkur fólksins vill fjárfesta í framtíðinni, framtíðin er BÖRNIN OKKAR Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð segir Hildur Jana Gísladóttir í Helgarblaði Fréttablaðsins en þar er fjallað um vanda dóttur hennar í einlægu viðtali við þær mæðgur. Hildur og dóttir hennar segja frá hversu litla hjálp var að fá þrátt fyrir alla fallegu umræðuna um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stóru báli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þau sóttu sjálf aðstoð sálfræðings og voru heppin að eiga fyrir henni segir Hildur. En svo heppnar eru ekki allar fjölskyldur. Saga þeirra mæðgna er saga margra annarra fjölskyldna. Fátækar og efnaminni fjölskyldur sem eiga börn í alvarlegum vanda hafa þurft að horfa á eftir barni sínu sökkva æ dýpra í neyslu án þess að fá rönd við reist. Fjölmargir foreldrar hafa lýst þrautagöngu sinni í leit að aðstoð fyrir börnin sín sem komin eru í vanda. Efnaminni og fátækar fjölskyldur hafa ekki ráð á að kaupa sálfræðiþjónustu út í bæ. Biðlisti í viðtöl til skólasálfræðings er langur. Segja má að snemmtæk íhlutun sé einungis í orði en ekki á borði. Um snemmtæka íhlutun eru haldin metnaðarfull þing og fundir og skrifaðar lærðar greinar. Snemmtæk íhlutun er hins vegar sjaldnast raunveruleiki í Reykjavík. ÞETTA ER Í RAUNINNI AÐ MESTU BARA PLAT. Biðlistar drepa Staðreyndin er sú að það eru endalausir biðlistar í alla faglega aðstoð fyrir börn á vegum borgarinnar. Barn sem vegna andlegrar vanlíðan þyrfti að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild fær ekki greiningar- og meðferðarþjónustu nema búið sé að gera svokallaða frumgreiningu. Slíkar greiningar eru einungis gerðar af sálfræðingum. Biðlistar í greiningu til skólasálfræðings eru margir mánuðir, jafnvel ár. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að vera í betri efnum geta vissulega sótt þessa þjónustu til sjálfstætt starfandi sálfræðinga en efnaminni og fátækir foreldrar þurfa að bíða og á meðan þau bíða sekkur barn þeirra jafnvel en dýpra. Barn sem komið er í neyslu, djúpstætt þunglyndi, sjálfsskaða og gælir við sjálfsvíg er í stórkostlegri lífshættu hvern einasta dag. Barn í þessari stöðu þarf hjálp STRAX og það mikla. Ef gripið er inn í strax er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að glóð verði að báli. Í það minnsta er öruggt að snemmtæk íhlutun lágmarkar skaðann og mildar vandann. Með viðeigandi aðstoð og eftirfylgni má leiða sterkar líkur á að mörg þeirra barna sem svo djúpt voru sokkin hefðu náð sér fyrr út úr vandanum, lifað af. Flokkur fólksins, undir kjörorðinu FÓLKIÐ FYRST, vill að umsvifalaust verði sett fjármagn í þjónustumiðstöðvar og að hver einasti grunnskóli skuli fá sálfræðing sem sinnir einungis einum skóla. Í borgarsjóð koma árlega á annað hundrað milljarðar. Að nískupúkast með fjármagn þegar kemur að börnunum okkar er hneisa. Þessi málaflokkur hefur fengið að drabbast niður árum saman á meðan hægt er að verja ómældu fé í aðra hluti, dauða hluti sem vel mega bíða. Flokkur fólksins vill fjárfesta í framtíðinni, framtíðin er BÖRNIN OKKAR Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun