Glóð varð að báli Kolbrún Baldursdóttir skrifar 13. maí 2018 14:44 Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð segir Hildur Jana Gísladóttir í Helgarblaði Fréttablaðsins en þar er fjallað um vanda dóttur hennar í einlægu viðtali við þær mæðgur. Hildur og dóttir hennar segja frá hversu litla hjálp var að fá þrátt fyrir alla fallegu umræðuna um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stóru báli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þau sóttu sjálf aðstoð sálfræðings og voru heppin að eiga fyrir henni segir Hildur. En svo heppnar eru ekki allar fjölskyldur. Saga þeirra mæðgna er saga margra annarra fjölskyldna. Fátækar og efnaminni fjölskyldur sem eiga börn í alvarlegum vanda hafa þurft að horfa á eftir barni sínu sökkva æ dýpra í neyslu án þess að fá rönd við reist. Fjölmargir foreldrar hafa lýst þrautagöngu sinni í leit að aðstoð fyrir börnin sín sem komin eru í vanda. Efnaminni og fátækar fjölskyldur hafa ekki ráð á að kaupa sálfræðiþjónustu út í bæ. Biðlisti í viðtöl til skólasálfræðings er langur. Segja má að snemmtæk íhlutun sé einungis í orði en ekki á borði. Um snemmtæka íhlutun eru haldin metnaðarfull þing og fundir og skrifaðar lærðar greinar. Snemmtæk íhlutun er hins vegar sjaldnast raunveruleiki í Reykjavík. ÞETTA ER Í RAUNINNI AÐ MESTU BARA PLAT. Biðlistar drepa Staðreyndin er sú að það eru endalausir biðlistar í alla faglega aðstoð fyrir börn á vegum borgarinnar. Barn sem vegna andlegrar vanlíðan þyrfti að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild fær ekki greiningar- og meðferðarþjónustu nema búið sé að gera svokallaða frumgreiningu. Slíkar greiningar eru einungis gerðar af sálfræðingum. Biðlistar í greiningu til skólasálfræðings eru margir mánuðir, jafnvel ár. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að vera í betri efnum geta vissulega sótt þessa þjónustu til sjálfstætt starfandi sálfræðinga en efnaminni og fátækir foreldrar þurfa að bíða og á meðan þau bíða sekkur barn þeirra jafnvel en dýpra. Barn sem komið er í neyslu, djúpstætt þunglyndi, sjálfsskaða og gælir við sjálfsvíg er í stórkostlegri lífshættu hvern einasta dag. Barn í þessari stöðu þarf hjálp STRAX og það mikla. Ef gripið er inn í strax er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að glóð verði að báli. Í það minnsta er öruggt að snemmtæk íhlutun lágmarkar skaðann og mildar vandann. Með viðeigandi aðstoð og eftirfylgni má leiða sterkar líkur á að mörg þeirra barna sem svo djúpt voru sokkin hefðu náð sér fyrr út úr vandanum, lifað af. Flokkur fólksins, undir kjörorðinu FÓLKIÐ FYRST, vill að umsvifalaust verði sett fjármagn í þjónustumiðstöðvar og að hver einasti grunnskóli skuli fá sálfræðing sem sinnir einungis einum skóla. Í borgarsjóð koma árlega á annað hundrað milljarðar. Að nískupúkast með fjármagn þegar kemur að börnunum okkar er hneisa. Þessi málaflokkur hefur fengið að drabbast niður árum saman á meðan hægt er að verja ómældu fé í aðra hluti, dauða hluti sem vel mega bíða. Flokkur fólksins vill fjárfesta í framtíðinni, framtíðin er BÖRNIN OKKAR Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heppin að eiga fyrir sálfræðimeðferð segir Hildur Jana Gísladóttir í Helgarblaði Fréttablaðsins en þar er fjallað um vanda dóttur hennar í einlægu viðtali við þær mæðgur. Hildur og dóttir hennar segja frá hversu litla hjálp var að fá þrátt fyrir alla fallegu umræðuna um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stóru báli áður en eitthvað er gert af fullum þunga. Þau sóttu sjálf aðstoð sálfræðings og voru heppin að eiga fyrir henni segir Hildur. En svo heppnar eru ekki allar fjölskyldur. Saga þeirra mæðgna er saga margra annarra fjölskyldna. Fátækar og efnaminni fjölskyldur sem eiga börn í alvarlegum vanda hafa þurft að horfa á eftir barni sínu sökkva æ dýpra í neyslu án þess að fá rönd við reist. Fjölmargir foreldrar hafa lýst þrautagöngu sinni í leit að aðstoð fyrir börnin sín sem komin eru í vanda. Efnaminni og fátækar fjölskyldur hafa ekki ráð á að kaupa sálfræðiþjónustu út í bæ. Biðlisti í viðtöl til skólasálfræðings er langur. Segja má að snemmtæk íhlutun sé einungis í orði en ekki á borði. Um snemmtæka íhlutun eru haldin metnaðarfull þing og fundir og skrifaðar lærðar greinar. Snemmtæk íhlutun er hins vegar sjaldnast raunveruleiki í Reykjavík. ÞETTA ER Í RAUNINNI AÐ MESTU BARA PLAT. Biðlistar drepa Staðreyndin er sú að það eru endalausir biðlistar í alla faglega aðstoð fyrir börn á vegum borgarinnar. Barn sem vegna andlegrar vanlíðan þyrfti að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild fær ekki greiningar- og meðferðarþjónustu nema búið sé að gera svokallaða frumgreiningu. Slíkar greiningar eru einungis gerðar af sálfræðingum. Biðlistar í greiningu til skólasálfræðings eru margir mánuðir, jafnvel ár. Þeir foreldrar sem eru svo heppnir að vera í betri efnum geta vissulega sótt þessa þjónustu til sjálfstætt starfandi sálfræðinga en efnaminni og fátækir foreldrar þurfa að bíða og á meðan þau bíða sekkur barn þeirra jafnvel en dýpra. Barn sem komið er í neyslu, djúpstætt þunglyndi, sjálfsskaða og gælir við sjálfsvíg er í stórkostlegri lífshættu hvern einasta dag. Barn í þessari stöðu þarf hjálp STRAX og það mikla. Ef gripið er inn í strax er í mörgum tilfellum hægt að koma í veg fyrir að glóð verði að báli. Í það minnsta er öruggt að snemmtæk íhlutun lágmarkar skaðann og mildar vandann. Með viðeigandi aðstoð og eftirfylgni má leiða sterkar líkur á að mörg þeirra barna sem svo djúpt voru sokkin hefðu náð sér fyrr út úr vandanum, lifað af. Flokkur fólksins, undir kjörorðinu FÓLKIÐ FYRST, vill að umsvifalaust verði sett fjármagn í þjónustumiðstöðvar og að hver einasti grunnskóli skuli fá sálfræðing sem sinnir einungis einum skóla. Í borgarsjóð koma árlega á annað hundrað milljarðar. Að nískupúkast með fjármagn þegar kemur að börnunum okkar er hneisa. Þessi málaflokkur hefur fengið að drabbast niður árum saman á meðan hægt er að verja ómældu fé í aðra hluti, dauða hluti sem vel mega bíða. Flokkur fólksins vill fjárfesta í framtíðinni, framtíðin er BÖRNIN OKKAR Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar