Sjö fórust í verstu árásinni í tvo áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 09:00 Árásin var sú hrottalegasta í áratugi í Ástralíu og mun skilja eftir sig djúpt sár í áströlsku samfélagi. Vísir/EPA Sjö, þar af fjögur börn, fundust látin í smábænum Osmington á suðvesturströnd Ástralíu seint á fimmtudagskvöld. Samkvæmt ástralska ABC News var um að ræða þrjá ættliði sömu fjölskyldu, fjögur börn, móður þeirra, ömmu og afa. Tvær byssur fundust á vettvangi og staðfesti Chris Dawson lögreglustjóri að skotsár væru á hinum látnu. Lögregla vildi þó ekki staðfesta hvort árásin flokkaðist sem fjöldaskotárás. Þá staðfesti lögregla ekki heldur að árásarmaðurinn hefði verið einn hinna látnu, líkt og ástralskir fjölmiðlar hafa sumir haldið fram. „Þessi harmleikur mun koma til með að hafa varanleg áhrif á fjölskylduna, samfélagið í kring og reyndar öll samfélög hér á suðvesturströndinni,“ sagði Dawson á blaðamannafundi Ljóst er að samfélagið í Osmington er slegið. Felicity Haynes, vinur fjölskyldunnar, sagði í samtali við 9 News að málið væri hryllilegt. „Manni verður bara óglatt. Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst hér. Þetta var gott fólk. Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Haynes. Washington Post greindi frá því í gær að um væri að ræða verstu fjöldaskotárás í Ástralíu í 22 ár, eða allt frá því 35 voru myrt og 23 særð þegar Martin Bryant hóf skotárás á Port Arthur í Tasmaníu árið 1996. Bryant afplánar nú 35 lífstíðardóma auk 1.035 ára í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Í gegnum tíðina hefur hann gefið mismunandi ástæður fyrir árásinni. Meðal annars sagst hafa gert árásina til þess að eftir honum yrði munað. Bryant skaut á fólk með Colt AR-15, hálfsjálfvirkum riffli, en eftir árásina kom John Howard, þá nýorðinn forsætisráðherra, á strangri byssulöggjöf. Löggjöfin kallast National Firearms Agreement, eða NFA, og felur í sér bann við eign, framleiðslu og sölu allra hálfsjálfvirkra skotvopna og haglabyssna nema í algjörum undantekningartilfellum. Þá þurfa allir sem vilja kaupa skotvopn að bíða í 28 daga eftir leyfi. Þurfa byssukaupendur jafnframt að sækja námskeið um örugga meðferð skotvopna. Mikill einhugur var um löggjöfina í Ástralíu. Í könnun frá sama ári sögðust 95 prósent Ástrala hlynnt löggjöfinni. Þeir fáu sem stóðu gegn henni sögðu lögin ekki til þess fallin að draga úr skotárásum. Glæpirnir yrðu einungis verri þar sem fórnarlömbin hefðu ekki greiðan aðgang að skotvopnum til að verja sig. Á tuttugu ára afmæli löggjafarinnar árið 2016 fjallaði Washington Post um áhrif hennar og tók fram að engin fjöldaskotárás hefði verið gerð frá því löggjöfinni var komið á. Þá hefði sjálfsmorðstíðni lækkað en tíðni morða er framin voru með skotvopni hefði staðið í stað. Rannsókn ástralska dagblaðsins The Age frá sama ári leiddi hins vegar í ljós að byssutengdum glæpum hafði fjölgað á undanförnum fimm árum í Melbourne. Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Sjö, þar af fjögur börn, fundust látin í smábænum Osmington á suðvesturströnd Ástralíu seint á fimmtudagskvöld. Samkvæmt ástralska ABC News var um að ræða þrjá ættliði sömu fjölskyldu, fjögur börn, móður þeirra, ömmu og afa. Tvær byssur fundust á vettvangi og staðfesti Chris Dawson lögreglustjóri að skotsár væru á hinum látnu. Lögregla vildi þó ekki staðfesta hvort árásin flokkaðist sem fjöldaskotárás. Þá staðfesti lögregla ekki heldur að árásarmaðurinn hefði verið einn hinna látnu, líkt og ástralskir fjölmiðlar hafa sumir haldið fram. „Þessi harmleikur mun koma til með að hafa varanleg áhrif á fjölskylduna, samfélagið í kring og reyndar öll samfélög hér á suðvesturströndinni,“ sagði Dawson á blaðamannafundi Ljóst er að samfélagið í Osmington er slegið. Felicity Haynes, vinur fjölskyldunnar, sagði í samtali við 9 News að málið væri hryllilegt. „Manni verður bara óglatt. Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst hér. Þetta var gott fólk. Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Haynes. Washington Post greindi frá því í gær að um væri að ræða verstu fjöldaskotárás í Ástralíu í 22 ár, eða allt frá því 35 voru myrt og 23 særð þegar Martin Bryant hóf skotárás á Port Arthur í Tasmaníu árið 1996. Bryant afplánar nú 35 lífstíðardóma auk 1.035 ára í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Í gegnum tíðina hefur hann gefið mismunandi ástæður fyrir árásinni. Meðal annars sagst hafa gert árásina til þess að eftir honum yrði munað. Bryant skaut á fólk með Colt AR-15, hálfsjálfvirkum riffli, en eftir árásina kom John Howard, þá nýorðinn forsætisráðherra, á strangri byssulöggjöf. Löggjöfin kallast National Firearms Agreement, eða NFA, og felur í sér bann við eign, framleiðslu og sölu allra hálfsjálfvirkra skotvopna og haglabyssna nema í algjörum undantekningartilfellum. Þá þurfa allir sem vilja kaupa skotvopn að bíða í 28 daga eftir leyfi. Þurfa byssukaupendur jafnframt að sækja námskeið um örugga meðferð skotvopna. Mikill einhugur var um löggjöfina í Ástralíu. Í könnun frá sama ári sögðust 95 prósent Ástrala hlynnt löggjöfinni. Þeir fáu sem stóðu gegn henni sögðu lögin ekki til þess fallin að draga úr skotárásum. Glæpirnir yrðu einungis verri þar sem fórnarlömbin hefðu ekki greiðan aðgang að skotvopnum til að verja sig. Á tuttugu ára afmæli löggjafarinnar árið 2016 fjallaði Washington Post um áhrif hennar og tók fram að engin fjöldaskotárás hefði verið gerð frá því löggjöfinni var komið á. Þá hefði sjálfsmorðstíðni lækkað en tíðni morða er framin voru með skotvopni hefði staðið í stað. Rannsókn ástralska dagblaðsins The Age frá sama ári leiddi hins vegar í ljós að byssutengdum glæpum hafði fjölgað á undanförnum fimm árum í Melbourne.
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“