Falleinkunn Hörður Ægisson skrifar 11. maí 2018 10:00 Stærstu sveitarfélög landsins hafa ekki farið varhluta af uppsveiflu í efnahagslífinu á undanförnum árum. Hagstætt ytra umhverfi, sem hefur meðal annars einkennst af hækkandi fasteignaverði og gengisstyrkingu krónunnar samhliða uppgangi í ferðaþjónustu, hefur skilað sér í stórauknum tekjum og lækkandi skuldahlutfalli sveitarfélaganna. Þessi mynd gæti hins vegar nú verið að breytast með vaxandi vísbendingum um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Þá er hætt við því að mörg sveitarfélög verði í aðþrengdri stöðu til að standa undir tugmilljarða uppsafnaðri fjárfestingaþörf. Í umræðu um opinber fjármál og hagstjórn fá málefni sveitarfélaganna, sem taka til sín um fimmtung af öllum tekjum hins opinbera, oft minna vægi en efni standa til. Í greiningu, sem Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í vikunni um fjárhagsstöðu tólf stærstu sveitarfélaganna, kemur fram að frá 2011 hafi tekjur A-hluta þeirra, sem eru einkum útsvar og fasteignaskattar, aukist um nærri 300 milljarða á föstu verðlagi. Þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í launakostnað. Þá vekur það eftirtekt að þrátt fyrir þennan mikla tekjuvöxt, sem fyrirséð er að fari núna minnkandi, hafi aðeins tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bætti afkomu sveitarfélaganna. Það veldur vonbrigðum, ekki hvað síst í tilfelli stærsta sveitarfélagsins, að fordæmalaus uppgangur síðustu ára hafi ekki verið nýttur í meira mæli til að búa í haginn fyrir mögru árin þegar tekjustofnar munu skreppa saman. Reykjavíkurborg er með næstverstu fjárhagsstöðuna af tólf stærstu sveitarfélögunum, samkvæmt greiningu SA. Þar munar mestu um slæma skuldastöðu borgarinnar en sem hlutfall af tekjum eru skuldirnar 169 prósent – aðeins Reykjanesbær er með verra skuldahlutfall – og í krónum talið hafa þær aukist um 35 milljarða á síðustu fjórum árum. Skuldir á hvern íbúa eru rúmlega 2,4 milljónir. Með hliðsjón af lélegum rekstri Reykjavíkurborgar ætti ekki að koma á óvart að íbúarnir búa við hlutfallslega hæstu álögurnar en um 10,9 prósent af tekjum þeirra renna til sveitarfélagsins á meðan hlutfallið er 7,4 prósent hjá íbúum á Seltjarnarnesi. Höfuðborgin sker sig einnig um margt úr þegar litið er til fjölgunar íbúa á kjörtímabilinu. Þannig hefur íbúum í Reykjavík aðeins fjölgað um tæplega 3,5 prósent á meðan landsmönnum hefur á sama tíma fjölgað um sex prósent. Lítil fólksfjölgun í Reykjavík er sumpart heimatilbúinn vandi. Sökum lóðaskorts og þunglamalegs skipulags hefur uppbygging nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið í lágmarki. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Fasteignaverð hefur hækkað verulega og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Þessi staða hefur þýtt að íbúum í stærstu nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hefur fjölgað mun meira. Það stafar meðal annars af því að fasteignaverð þar hefur hækkað minna og uppbygging nýrra íbúða verið hraðari. Fjármál Reykjavíkurborgar og húsnæðismál eru ein stærstu málefni kosninganna. Þar ber flest að sama brunni. Núverandi meirihluti ber ábyrgð á lausatökum í rekstri borgarinnar, sem hefur skilað sér í slæmri skuldastöðu og skattheimtu í hæstu hæðum, og miklum húsnæðisskorti. Kjósendur hljóta að taka mið af þeim staðreyndum í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Stærstu sveitarfélög landsins hafa ekki farið varhluta af uppsveiflu í efnahagslífinu á undanförnum árum. Hagstætt ytra umhverfi, sem hefur meðal annars einkennst af hækkandi fasteignaverði og gengisstyrkingu krónunnar samhliða uppgangi í ferðaþjónustu, hefur skilað sér í stórauknum tekjum og lækkandi skuldahlutfalli sveitarfélaganna. Þessi mynd gæti hins vegar nú verið að breytast með vaxandi vísbendingum um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Þá er hætt við því að mörg sveitarfélög verði í aðþrengdri stöðu til að standa undir tugmilljarða uppsafnaðri fjárfestingaþörf. Í umræðu um opinber fjármál og hagstjórn fá málefni sveitarfélaganna, sem taka til sín um fimmtung af öllum tekjum hins opinbera, oft minna vægi en efni standa til. Í greiningu, sem Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í vikunni um fjárhagsstöðu tólf stærstu sveitarfélaganna, kemur fram að frá 2011 hafi tekjur A-hluta þeirra, sem eru einkum útsvar og fasteignaskattar, aukist um nærri 300 milljarða á föstu verðlagi. Þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í launakostnað. Þá vekur það eftirtekt að þrátt fyrir þennan mikla tekjuvöxt, sem fyrirséð er að fari núna minnkandi, hafi aðeins tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bætti afkomu sveitarfélaganna. Það veldur vonbrigðum, ekki hvað síst í tilfelli stærsta sveitarfélagsins, að fordæmalaus uppgangur síðustu ára hafi ekki verið nýttur í meira mæli til að búa í haginn fyrir mögru árin þegar tekjustofnar munu skreppa saman. Reykjavíkurborg er með næstverstu fjárhagsstöðuna af tólf stærstu sveitarfélögunum, samkvæmt greiningu SA. Þar munar mestu um slæma skuldastöðu borgarinnar en sem hlutfall af tekjum eru skuldirnar 169 prósent – aðeins Reykjanesbær er með verra skuldahlutfall – og í krónum talið hafa þær aukist um 35 milljarða á síðustu fjórum árum. Skuldir á hvern íbúa eru rúmlega 2,4 milljónir. Með hliðsjón af lélegum rekstri Reykjavíkurborgar ætti ekki að koma á óvart að íbúarnir búa við hlutfallslega hæstu álögurnar en um 10,9 prósent af tekjum þeirra renna til sveitarfélagsins á meðan hlutfallið er 7,4 prósent hjá íbúum á Seltjarnarnesi. Höfuðborgin sker sig einnig um margt úr þegar litið er til fjölgunar íbúa á kjörtímabilinu. Þannig hefur íbúum í Reykjavík aðeins fjölgað um tæplega 3,5 prósent á meðan landsmönnum hefur á sama tíma fjölgað um sex prósent. Lítil fólksfjölgun í Reykjavík er sumpart heimatilbúinn vandi. Sökum lóðaskorts og þunglamalegs skipulags hefur uppbygging nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið í lágmarki. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Fasteignaverð hefur hækkað verulega og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Þessi staða hefur þýtt að íbúum í stærstu nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hefur fjölgað mun meira. Það stafar meðal annars af því að fasteignaverð þar hefur hækkað minna og uppbygging nýrra íbúða verið hraðari. Fjármál Reykjavíkurborgar og húsnæðismál eru ein stærstu málefni kosninganna. Þar ber flest að sama brunni. Núverandi meirihluti ber ábyrgð á lausatökum í rekstri borgarinnar, sem hefur skilað sér í slæmri skuldastöðu og skattheimtu í hæstu hæðum, og miklum húsnæðisskorti. Kjósendur hljóta að taka mið af þeim staðreyndum í komandi kosningum.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun