Ráðherrar Norðurlandanna sameinast gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir Vísir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði í gær sameiginlega yfirlýsingu um aðgerðir vegna #metoo-byltingarinnar, ásamt öðrum menningarmálaráðherrum Norðurlanda. Lilja er stödd á fundi þeirra í Malmö í Svíþjóð og greindi meðal annars frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kjölfar frásagna kvenna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á fundinum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að norræna upplýsingaveitan um kynjafræði hafi kortlagt lagaumhverfi kynferðislegrar áreitni og vernd gegn henni í atvinnulífinu. Í grunninn sé viðfangsefnið einfalt; kynferðisleg áreitni sé ólögleg og hvarvetna á Norðurlöndum hvíli sú skylda á vinnuveitendum að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegri áreitni. Löggjöf Norðurlanda sé skýr en ljóst sé að eftirfylgni með lögunum hafi víða verið ábótavant. „Norrænu menningarmálaráðherrarnir eru ákveðnir í að stuðla að breytingum í þessum efnum. Jafnrétti er ein af forsendunum þeirrar velgengni sem Norðurlöndin njóta og við í norrænu ráðherranefndinni um menningarmál tökum mið af jafnréttissjónarmiðum í öllu okkar starfi. Ég er þeirrar skoðunar að við getum dregið lærdóm hvert af öðru og yfirlýsingin er liður í að auka samstarf á þessu sviði,“ segir Lilja. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir að fela skrifstofu ráðherranefndarinnar að undirbúa áframhaldandi aðgerðir sem feli meðal annars í sér vernd gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og aukið öryggi á starfsvettvangi menningar, íþrótta og fjölmiðla. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Stj.mál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði í gær sameiginlega yfirlýsingu um aðgerðir vegna #metoo-byltingarinnar, ásamt öðrum menningarmálaráðherrum Norðurlanda. Lilja er stödd á fundi þeirra í Malmö í Svíþjóð og greindi meðal annars frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kjölfar frásagna kvenna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á fundinum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að norræna upplýsingaveitan um kynjafræði hafi kortlagt lagaumhverfi kynferðislegrar áreitni og vernd gegn henni í atvinnulífinu. Í grunninn sé viðfangsefnið einfalt; kynferðisleg áreitni sé ólögleg og hvarvetna á Norðurlöndum hvíli sú skylda á vinnuveitendum að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegri áreitni. Löggjöf Norðurlanda sé skýr en ljóst sé að eftirfylgni með lögunum hafi víða verið ábótavant. „Norrænu menningarmálaráðherrarnir eru ákveðnir í að stuðla að breytingum í þessum efnum. Jafnrétti er ein af forsendunum þeirrar velgengni sem Norðurlöndin njóta og við í norrænu ráðherranefndinni um menningarmál tökum mið af jafnréttissjónarmiðum í öllu okkar starfi. Ég er þeirrar skoðunar að við getum dregið lærdóm hvert af öðru og yfirlýsingin er liður í að auka samstarf á þessu sviði,“ segir Lilja. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir að fela skrifstofu ráðherranefndarinnar að undirbúa áframhaldandi aðgerðir sem feli meðal annars í sér vernd gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og aukið öryggi á starfsvettvangi menningar, íþrótta og fjölmiðla.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Stj.mál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira