Samkvæmt skilgreiningu keppninnar er þjóðlegur réttur sprottinn úr íslensku hráefni og má vera byggður á gömlum hefðum eða innblásinn af samtímanum.
Baldur Garðarsson, sem átti uppskriftina að áðurnefndri súpu, tók við verðlaunum í dag og sagðist hann hafa fengið hugmyndina þegar hann var að borða harðfisk. Hann hafi sett leifar sem yfirleitt fara í ruslið ofan í knorr-bollasúpu.
„Þetta var reyndar frekar vont fyrst og svo þurfti að bragðbæta þetta. En það hafðist,“ segir Baldur.
Hér að neðan má sjá kynningarmyndband um keppnina og hvernig hún fór fram.