Tvísýnt hvort úrkomumet maímánaðar verði slegið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 12:28 Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði svo úrkomumetið stendur tæpt. vísir/sigtryggur ari Það er ekki loku fyrir það skotið að úrkomumet maímánuðar í Reykjavík falli nú í ár en það er tvísýnt. Metið er 126 millimetrar og er frá árinu 1989. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að úrkomumetið gæti fallið en í dag vekur hann máls á því á sama vettvangi að það sé alls ekkert víst að metið falli, sé rýnt í rigningarspár. Einar segir að fyrir helgi hafi stefnt í úrkomumet en á laugardag hafi svo rignt talsvert minna en spáð hafði verið. Í gær og nótt reyndist úrkoman svo heldur meiri. „Kl. 18 í gær voru skráðir 116,2 mm. 8,3 mm bættust í nótt og þá á eftir að taka tillit til úrkomu að kvöldi 30. apríl sem telst til maí (sennilega 0,8 mm). Niðurstaðan úr þessum reiknikúnstum gefur 125,3 mm. Það má því segja að metið hafi verið nánast jafnað lítillega vanti upp á. Veðurstofan hefur þó alla yfirsýn, þar eru bækurnar sem mælingarnar eru færðar í. Þá er það spurningin, koma nokkrir dropar til viðbótar fram að síðusta álestri á fimmtudag, 31. maí kl. 18 ? Það er alls ekkert víst ef rýnt er í rigningarspár. Það er eins og nú hafi verið skrúfað fyrir í bili,“ segir Einar. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í dag og út mánuðinn eru þessar:Hæg breytileg átt eftir hádegi og bjartviðri. Hvessir í kvöld, suðaustan 8-15 í nótt og á morgun og rigning eða súld af og til. Hiti 7 til 12 stig.Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig.Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til. Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Það er ekki loku fyrir það skotið að úrkomumet maímánuðar í Reykjavík falli nú í ár en það er tvísýnt. Metið er 126 millimetrar og er frá árinu 1989. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að úrkomumetið gæti fallið en í dag vekur hann máls á því á sama vettvangi að það sé alls ekkert víst að metið falli, sé rýnt í rigningarspár. Einar segir að fyrir helgi hafi stefnt í úrkomumet en á laugardag hafi svo rignt talsvert minna en spáð hafði verið. Í gær og nótt reyndist úrkoman svo heldur meiri. „Kl. 18 í gær voru skráðir 116,2 mm. 8,3 mm bættust í nótt og þá á eftir að taka tillit til úrkomu að kvöldi 30. apríl sem telst til maí (sennilega 0,8 mm). Niðurstaðan úr þessum reiknikúnstum gefur 125,3 mm. Það má því segja að metið hafi verið nánast jafnað lítillega vanti upp á. Veðurstofan hefur þó alla yfirsýn, þar eru bækurnar sem mælingarnar eru færðar í. Þá er það spurningin, koma nokkrir dropar til viðbótar fram að síðusta álestri á fimmtudag, 31. maí kl. 18 ? Það er alls ekkert víst ef rýnt er í rigningarspár. Það er eins og nú hafi verið skrúfað fyrir í bili,“ segir Einar. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í dag og út mánuðinn eru þessar:Hæg breytileg átt eftir hádegi og bjartviðri. Hvessir í kvöld, suðaustan 8-15 í nótt og á morgun og rigning eða súld af og til. Hiti 7 til 12 stig.Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig.Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til.
Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira