Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 19:51 Bílar þurfa ekki að standast eins strangar kröfur um útblástur eftir 2020 og til stóð ef tillaga Trump-stjórnarinnar nær fram að ganga. Vísir/EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna skilaði í dag tillögu um að frysta kröfur um sparneytni og útblástur bíla og auka þannig verulega losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Líklegt er að tillagan leiði til harðra átaka á milli alríkisstjórnar Trump og yfirvalda í Kaliforníu sem gætu endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta setti reglur sem hefðu nærri því tvöfaldað kröfur um sparneytni fólksbíla fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur voru andsnúnir reglunum og töldu þær of íþyngjandi.New York Times segir að tillaga Umhverfisstofnunarinnar (EPA) feli í sér að kröfur um sparneytni bíla verði frystar frá 2020. Það myndi auka verulega losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun frá því sem orðið hefði með Obama-reglunum. Ríkisstjórn Trump hefur gripið til markvissra aðgerða til að vinda ofan af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar Obama. Tillaga EPA felur hins vegar einnig í sér að heimild Kaliforníuríkis til þess að setja eigin reglur um útblástur bíla verði í reynd felld úr gildi. Kaliforníu hefur haft þá heimild í tæp fimmtíu ár en nú vill EPA skilyrða þá heimild þannig að ríkið geti ekki sett strangari reglur en alríkisstjórnin. Tólf önnur ríki fylgja fordæmi Kaliforníu í útblásturskröfum bíla og saman mynda þau um þriðjung af bílamarkaði Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að berjast gegn aðgerðum alríkisstjórnar Trump til að slaka á kröfum til bílaframleiðenda. Sú deila gæti endað fyrir Hæstarétti. Hefði Kalifornía sigur þyrftu bílaframleiðendur að framleiða bíla eftir tveimur mismunandi útblástursstöðlum með tilheyrandi óhagræði.Vinna náið með afneiturum loftslagsvísinda Umhverfisstofnunin hefur undir Trump þegar tekið fyrstu skrefin að því að afnema reglur sem stjórn Obama setti sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Scott Pruitt, forstjóri stofnunarinnar, er fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem vann náið með jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og stefndi EPA ítrekað til að hnekkja umhverfisreglum. Tölvupóstar sem gerðir hafa verið opinberir á grundvelli upplýsingalaga sýna að undir Pruitt hefur EPA unnið með hugveitum sem þræta fyrir loftslagsvísindi og berjast gegn hvers kyns aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig unnu starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar með Heartland-stofnuninni, hægrisinnaðri hugveitu sem dreifir rangfærslum um loftslagsmál, að því að koma afneiturum loftslagsbreytinga á opinbera viðburði stofnunarinnar. EPA hefur einnig fjarlægt vísarnir í loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni að skipan Pruitt. Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna skilaði í dag tillögu um að frysta kröfur um sparneytni og útblástur bíla og auka þannig verulega losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Líklegt er að tillagan leiði til harðra átaka á milli alríkisstjórnar Trump og yfirvalda í Kaliforníu sem gætu endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta setti reglur sem hefðu nærri því tvöfaldað kröfur um sparneytni fólksbíla fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur voru andsnúnir reglunum og töldu þær of íþyngjandi.New York Times segir að tillaga Umhverfisstofnunarinnar (EPA) feli í sér að kröfur um sparneytni bíla verði frystar frá 2020. Það myndi auka verulega losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun frá því sem orðið hefði með Obama-reglunum. Ríkisstjórn Trump hefur gripið til markvissra aðgerða til að vinda ofan af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar Obama. Tillaga EPA felur hins vegar einnig í sér að heimild Kaliforníuríkis til þess að setja eigin reglur um útblástur bíla verði í reynd felld úr gildi. Kaliforníu hefur haft þá heimild í tæp fimmtíu ár en nú vill EPA skilyrða þá heimild þannig að ríkið geti ekki sett strangari reglur en alríkisstjórnin. Tólf önnur ríki fylgja fordæmi Kaliforníu í útblásturskröfum bíla og saman mynda þau um þriðjung af bílamarkaði Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að berjast gegn aðgerðum alríkisstjórnar Trump til að slaka á kröfum til bílaframleiðenda. Sú deila gæti endað fyrir Hæstarétti. Hefði Kalifornía sigur þyrftu bílaframleiðendur að framleiða bíla eftir tveimur mismunandi útblástursstöðlum með tilheyrandi óhagræði.Vinna náið með afneiturum loftslagsvísinda Umhverfisstofnunin hefur undir Trump þegar tekið fyrstu skrefin að því að afnema reglur sem stjórn Obama setti sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Scott Pruitt, forstjóri stofnunarinnar, er fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem vann náið með jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og stefndi EPA ítrekað til að hnekkja umhverfisreglum. Tölvupóstar sem gerðir hafa verið opinberir á grundvelli upplýsingalaga sýna að undir Pruitt hefur EPA unnið með hugveitum sem þræta fyrir loftslagsvísindi og berjast gegn hvers kyns aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig unnu starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar með Heartland-stofnuninni, hægrisinnaðri hugveitu sem dreifir rangfærslum um loftslagsmál, að því að koma afneiturum loftslagsbreytinga á opinbera viðburði stofnunarinnar. EPA hefur einnig fjarlægt vísarnir í loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni að skipan Pruitt.
Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46