Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2018 18:45 Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. Atvinnuveganefnd Alþingis hafði í dag til umfjöllunar á fundi sínum frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Með frumvarpinu, sem var unnið af atvinnuvegaráðuneytinu og meirihluta nefndarinnar, eru veiðigjöld á landaðan afla næsta fiskveiðiárs lækkaðar. Ráðist er í endurskoðun gjaldsins með hliðsjón af áliti veiðigjaldsnefndar um verulegan samdrátt í afkomu við veiðar. Veiðigjöld á flestar tegundir lækkar. Sem dæmi verður veiðigjald af kílói óslægðs afla af kolmunna rúmlega 1 króna nái frumvarpið fram að ganga. Í Færeyjum er viðhöfð svokölluð uppboðsleið á þeim tegundum sem eru bundnar aflamarki. Í tveimur nýlegum uppboðum aflaheimilda á kolmunna fengust 6 krónur fyrir kílóið af þessari tegund. Annars vegar er um að ræða uppboð frá 26. apríl síðastliðnum og hins vegar uppboð frá 2. maí. Þar fór kílóið af kolmunna eða „svartkjafti“ eins og hann heitir á færeysku á verði á bilinu 0,37 færeyskar (danskar) eða 6 krónur íslenskar á kílóið upp í 0,58 danskar krónur eða rúmlega 9 íslenskar krónur kílóið. Þetta þýðir að nái frumvarp um breytingar á veiðigjöldum fram að ganga í óbreyttri mynd fær íslenska ríkið 83 prósent lægra verð fyrir kílóið af kolmunna en fékkst í þessum uppboðum í Færeyjum ef við miðum við lægsta verðið sem fékkst. Þess má geta að þetta er kolmunni af nákvæmlega sama stofni.„Gríðarlega stór pólitísk ákvörðun“ í lok þings Albertína Friðbjörg Elíasdóttir situr í atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Hún telur það mjög gagnrýnivert af stjórnarmeirihlutanum að leggja til svo víðtækar breytingar á veiðigjöldum rétt fyrir þingfrestun. „Það er verið að lækka langflestar tegundir og það er verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna og það nær þvert til allra útgerða. Þannig að þetta er gríðarlega stór pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin er að leggja til í lok þingsins. Eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við,“ segir Albertína. Meirihluti atvinnuveganefndar afgreiddi frumvarpið úr nefndinni í dag. „Við vorum þrjú sem greiddum atkvæði á móti því að þetta frumvarp væri afgreitt úr nefndinni. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða umfjöllun þetta fær í framhaldinu. Við munum allavega mótmæla þessu harðlega og höfum gert það,“ segir Albertína. Ekki náðist í Lilju Rafney Magnúsdóttir formann atvinnuveganefndar vegna málsins. Þá vildi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekki tjá sig um frumvarpið á þessu stigi og vísaði í formann nefndarinnar. Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. Atvinnuveganefnd Alþingis hafði í dag til umfjöllunar á fundi sínum frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Með frumvarpinu, sem var unnið af atvinnuvegaráðuneytinu og meirihluta nefndarinnar, eru veiðigjöld á landaðan afla næsta fiskveiðiárs lækkaðar. Ráðist er í endurskoðun gjaldsins með hliðsjón af áliti veiðigjaldsnefndar um verulegan samdrátt í afkomu við veiðar. Veiðigjöld á flestar tegundir lækkar. Sem dæmi verður veiðigjald af kílói óslægðs afla af kolmunna rúmlega 1 króna nái frumvarpið fram að ganga. Í Færeyjum er viðhöfð svokölluð uppboðsleið á þeim tegundum sem eru bundnar aflamarki. Í tveimur nýlegum uppboðum aflaheimilda á kolmunna fengust 6 krónur fyrir kílóið af þessari tegund. Annars vegar er um að ræða uppboð frá 26. apríl síðastliðnum og hins vegar uppboð frá 2. maí. Þar fór kílóið af kolmunna eða „svartkjafti“ eins og hann heitir á færeysku á verði á bilinu 0,37 færeyskar (danskar) eða 6 krónur íslenskar á kílóið upp í 0,58 danskar krónur eða rúmlega 9 íslenskar krónur kílóið. Þetta þýðir að nái frumvarp um breytingar á veiðigjöldum fram að ganga í óbreyttri mynd fær íslenska ríkið 83 prósent lægra verð fyrir kílóið af kolmunna en fékkst í þessum uppboðum í Færeyjum ef við miðum við lægsta verðið sem fékkst. Þess má geta að þetta er kolmunni af nákvæmlega sama stofni.„Gríðarlega stór pólitísk ákvörðun“ í lok þings Albertína Friðbjörg Elíasdóttir situr í atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Hún telur það mjög gagnrýnivert af stjórnarmeirihlutanum að leggja til svo víðtækar breytingar á veiðigjöldum rétt fyrir þingfrestun. „Það er verið að lækka langflestar tegundir og það er verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna og það nær þvert til allra útgerða. Þannig að þetta er gríðarlega stór pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin er að leggja til í lok þingsins. Eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við,“ segir Albertína. Meirihluti atvinnuveganefndar afgreiddi frumvarpið úr nefndinni í dag. „Við vorum þrjú sem greiddum atkvæði á móti því að þetta frumvarp væri afgreitt úr nefndinni. Það verður mjög áhugavert að sjá hvaða umfjöllun þetta fær í framhaldinu. Við munum allavega mótmæla þessu harðlega og höfum gert það,“ segir Albertína. Ekki náðist í Lilju Rafney Magnúsdóttir formann atvinnuveganefndar vegna málsins. Þá vildi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ekki tjá sig um frumvarpið á þessu stigi og vísaði í formann nefndarinnar.
Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur