Breytingar á fyrirspurnum þingmanna ekki til umræðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon við setningu Alþingis í desember síðastliðnum. Vísir/anton Ekki hefur komið til umræðu að takmarka með nokkrum hætti rétt þingmanna til að beina fyrirspurnum til ráðherra. Fjöldi fyrirspurna hefur hins vegar verið ræddur á vettvangi forsætisnefndar og á fundum forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fyrirspurnagleði ýmissa þingmanna hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og þykir mörgum nóg komið. Frá því að þing kom saman í desember hafa 502 fyrirspurnir verið lagðar fram en þar af eru tæplega þrjár af hverjum fjórum skriflegar. Fjórðungur eru munnlegar fyrirspurnir en inni í þeirri tölu eru óundirbúnar fyrirspurnir. „Þessi réttur þingmanna til svars er mjög vel varinn bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Það er ekki á dagskrá né hefur það borið á góma að takmarka hann á nokkurn hátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Aftur á móti hafa breytingar í skiptingu munnlegra og skriflegra fyrirspurna verið til umræðu. Á undanförnum tveimur þingum hefur hlutfall þeirra fyrrnefndu farið lækkandi. Áður var hátt í helmingur fyrirspurna borinn fram munnlega en undanfarið hafa þær verið um fjórðungur. Þá hefur einnig verið rætt hvort hluti fyrirspurnanna ætti betur heima á borði upplýsingaskrifstofu ráðherra. Sem stendur eru slíkar fyrirspurnir ekki gerðar opinberar en rætt hefur verið hvort rétt væri að breyta því. „Það hefur heldur verið vaxandi bragur á því að ráðuneytin biðji um frest þar sem ekki hefur náðst að svara innan tilskilins tíma. Auðvitað viljum við heldur að ráðuneytin biðji um frest heldur en að svar fáist ekki. Ef það væri svo að stíflur myndu myndast í ráðuneytunum vegna fjölda fyrirspurna væri rétt að setjast yfir málin en það hefur ekki komið til þess,“ segir Steingrímur. Í sumum tilfellum eru fyrirspurnir viðamiklar og í raun svo að þær jaðra við að vera beiðni um skýrslu. Komið hefur verið inn á það hvort rétt sé að skerpa á skilunum milli skriflegra fyrirspurna og skýrslubeiðna. Stundum hafa ráðuneytin látið vinnustundir við svarið fylgja til þingsins en hingað til hafa slíkar upplýsingar ekki fylgt svarinu inn á vefinn. Síðasta stóra breyting á þingsköpum var gerð árið 2012. Hún miðaði að því að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Eftir það var þverpólitískri þingskapanefnd komið á fót en slík hefur ekki verið starfandi undanfarið meðal annars vegna tíðra kosninga. „Ég hef nefnt við þingflokksformenn að setja slíka nefnd af stað á ný með haustinu. Sú nefnd myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir Steingrímur. Ósennilegt er að slík nefnd myndi hrófla við fyrirkomulagi á fyrirspurnum þingmanna til ráðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Ekki hefur komið til umræðu að takmarka með nokkrum hætti rétt þingmanna til að beina fyrirspurnum til ráðherra. Fjöldi fyrirspurna hefur hins vegar verið ræddur á vettvangi forsætisnefndar og á fundum forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fyrirspurnagleði ýmissa þingmanna hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og þykir mörgum nóg komið. Frá því að þing kom saman í desember hafa 502 fyrirspurnir verið lagðar fram en þar af eru tæplega þrjár af hverjum fjórum skriflegar. Fjórðungur eru munnlegar fyrirspurnir en inni í þeirri tölu eru óundirbúnar fyrirspurnir. „Þessi réttur þingmanna til svars er mjög vel varinn bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Það er ekki á dagskrá né hefur það borið á góma að takmarka hann á nokkurn hátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Aftur á móti hafa breytingar í skiptingu munnlegra og skriflegra fyrirspurna verið til umræðu. Á undanförnum tveimur þingum hefur hlutfall þeirra fyrrnefndu farið lækkandi. Áður var hátt í helmingur fyrirspurna borinn fram munnlega en undanfarið hafa þær verið um fjórðungur. Þá hefur einnig verið rætt hvort hluti fyrirspurnanna ætti betur heima á borði upplýsingaskrifstofu ráðherra. Sem stendur eru slíkar fyrirspurnir ekki gerðar opinberar en rætt hefur verið hvort rétt væri að breyta því. „Það hefur heldur verið vaxandi bragur á því að ráðuneytin biðji um frest þar sem ekki hefur náðst að svara innan tilskilins tíma. Auðvitað viljum við heldur að ráðuneytin biðji um frest heldur en að svar fáist ekki. Ef það væri svo að stíflur myndu myndast í ráðuneytunum vegna fjölda fyrirspurna væri rétt að setjast yfir málin en það hefur ekki komið til þess,“ segir Steingrímur. Í sumum tilfellum eru fyrirspurnir viðamiklar og í raun svo að þær jaðra við að vera beiðni um skýrslu. Komið hefur verið inn á það hvort rétt sé að skerpa á skilunum milli skriflegra fyrirspurna og skýrslubeiðna. Stundum hafa ráðuneytin látið vinnustundir við svarið fylgja til þingsins en hingað til hafa slíkar upplýsingar ekki fylgt svarinu inn á vefinn. Síðasta stóra breyting á þingsköpum var gerð árið 2012. Hún miðaði að því að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Eftir það var þverpólitískri þingskapanefnd komið á fót en slík hefur ekki verið starfandi undanfarið meðal annars vegna tíðra kosninga. „Ég hef nefnt við þingflokksformenn að setja slíka nefnd af stað á ný með haustinu. Sú nefnd myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir Steingrímur. Ósennilegt er að slík nefnd myndi hrófla við fyrirkomulagi á fyrirspurnum þingmanna til ráðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04