Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júní 2018 06:00 Dagur Hoe Sigurjónsson var leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur að loknu þinghaldi í gær. Aðalmeðferð verður framhaldið í dag. Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember, neitaði sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Klevis með hníf og stungið hann ítrekað, meðal annars tvívegis í bakið, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna. Síðastnefnda atlagan olli banvænu sári en við hana gekk hnífurinn inn í hjarta Klevis og lést hann á spítala fimm dögum eftir árásina. Þá er Dagur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa einnig ráðist að félaga Klevis, Elio Hasani, og veitt honum skurðsár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Elio var útskrifaður af sjúkrahúsi stuttu eftir árásina og eru batahorfur hans góðar.Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í deseember og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula.Vísir/eyþórDagur var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Hann var þá í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu. Hann er 25 ára gamall og hefur ekki hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. Dagur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Hann bar að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og meðal annars veitt sér höfuðhögg. Hann bar fyrir sig minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið. Elio Hasani sem bar einnig vitni í dag sagði þá félaga hafa nálgast Dag í vinsemd og þeir hefðu ekki viljað honum neitt illt. Tvennum sögum fór af því meðal annarra vitna hver átti upptökin en sjónarvottar að atburðinum báru að Dagur hefði haft hníf sem hann beitti gegn mönnunum tveimur. Auk kröfu ákæruvaldsins um að Dagur verði dæmdur til refsingar, eru gerðar einkaréttarlegar kröfur á hendur Degi. Miskabótakröfur foreldra Klevis fyrir sonarmissinn nema samtals 20 milljónum króna og gerir móðir hans einnig kröfu um 870 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við andlát sonar síns. Elio Hasani, sem einnig hlaut áverka við árásina, gerir einnig kröfu um að Dagur greiði honum rúmar 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Aðalmeðferð verður framhaldið eftir hádegi í dag. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49 Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember, neitaði sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Klevis með hníf og stungið hann ítrekað, meðal annars tvívegis í bakið, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna. Síðastnefnda atlagan olli banvænu sári en við hana gekk hnífurinn inn í hjarta Klevis og lést hann á spítala fimm dögum eftir árásina. Þá er Dagur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa einnig ráðist að félaga Klevis, Elio Hasani, og veitt honum skurðsár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Elio var útskrifaður af sjúkrahúsi stuttu eftir árásina og eru batahorfur hans góðar.Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í deseember og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula.Vísir/eyþórDagur var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Hann var þá í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu. Hann er 25 ára gamall og hefur ekki hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. Dagur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Hann bar að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og meðal annars veitt sér höfuðhögg. Hann bar fyrir sig minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið. Elio Hasani sem bar einnig vitni í dag sagði þá félaga hafa nálgast Dag í vinsemd og þeir hefðu ekki viljað honum neitt illt. Tvennum sögum fór af því meðal annarra vitna hver átti upptökin en sjónarvottar að atburðinum báru að Dagur hefði haft hníf sem hann beitti gegn mönnunum tveimur. Auk kröfu ákæruvaldsins um að Dagur verði dæmdur til refsingar, eru gerðar einkaréttarlegar kröfur á hendur Degi. Miskabótakröfur foreldra Klevis fyrir sonarmissinn nema samtals 20 milljónum króna og gerir móðir hans einnig kröfu um 870 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við andlát sonar síns. Elio Hasani, sem einnig hlaut áverka við árásina, gerir einnig kröfu um að Dagur greiði honum rúmar 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Aðalmeðferð verður framhaldið eftir hádegi í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49 Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49
Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels