15 þúsund krónur urðu að 650 þúsund Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Deila um öryggishliðið og gjaldið sem tengist því hefur staðið í fjögur ár. Vísir Félagið Einn á móti X ehf. þarf að greiða frístundabyggðinni Ásum 15 þúsund krónur vegna uppsetningar á öryggishliði að frístundabyggðinni. Deila um gjaldið hefur staðið í tæp fjögur ár. Frístundabyggðin er í landi Fells í Bláskógabyggð en eigandi jarðarinnar lagði veg um jörðina. Í ágúst var sent út fundarboð til félagsmanna í Ásum en tilefni fundarins var að taka ákvörðun um uppsetningu hliðs við þjóðveginn og að húsunum. Var það samþykkt. Eigandi Eins á móti, sem og eigendur jarðarinnar Fells, vildu ekki una uppsetningu hliðsins. Meðal annars ætluðu eigendur jarðarinnar sér að fjarlægja hliðið yrði það sett upp. Hliðið var engu að síður sett upp en Einn á móti vildi ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu þess. Málið var höfðað til innheimtu kostnaðarhluta hans. Byggði Einn á móti meðal annars á því að hliðið takmarkaði notkun hans á lóð sinni og að félagið hefði ekki haft heimild til að setja hliðið upp. Þá bryti það á stjórnarskrárvörðum rétti hans til að standa utan félaga að skikka hann til aðildar í Ásum en svo er gert í lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Hliðið er þannig hannað að hægt er að opna það með því að hringja í símanúmer. Einn á móti hafði ekki kosið að nota það númer og það því talið standa honum næst að falast eftir númerinu. Þá hafði hann tekið þátt í öllum aðgerðum félagsins og greitt gjöld þess og því ekki skyndilega hægt að byggja á réttinum til að standa utan þess. Ákvörðunin um uppsetninguna var talin lögmæt. Auk krónanna 15 þúsund fyrir uppsetninguna þarf Einn á móti að greiða 650 þúsund í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Félagið Einn á móti X ehf. þarf að greiða frístundabyggðinni Ásum 15 þúsund krónur vegna uppsetningar á öryggishliði að frístundabyggðinni. Deila um gjaldið hefur staðið í tæp fjögur ár. Frístundabyggðin er í landi Fells í Bláskógabyggð en eigandi jarðarinnar lagði veg um jörðina. Í ágúst var sent út fundarboð til félagsmanna í Ásum en tilefni fundarins var að taka ákvörðun um uppsetningu hliðs við þjóðveginn og að húsunum. Var það samþykkt. Eigandi Eins á móti, sem og eigendur jarðarinnar Fells, vildu ekki una uppsetningu hliðsins. Meðal annars ætluðu eigendur jarðarinnar sér að fjarlægja hliðið yrði það sett upp. Hliðið var engu að síður sett upp en Einn á móti vildi ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu þess. Málið var höfðað til innheimtu kostnaðarhluta hans. Byggði Einn á móti meðal annars á því að hliðið takmarkaði notkun hans á lóð sinni og að félagið hefði ekki haft heimild til að setja hliðið upp. Þá bryti það á stjórnarskrárvörðum rétti hans til að standa utan félaga að skikka hann til aðildar í Ásum en svo er gert í lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Hliðið er þannig hannað að hægt er að opna það með því að hringja í símanúmer. Einn á móti hafði ekki kosið að nota það númer og það því talið standa honum næst að falast eftir númerinu. Þá hafði hann tekið þátt í öllum aðgerðum félagsins og greitt gjöld þess og því ekki skyndilega hægt að byggja á réttinum til að standa utan þess. Ákvörðunin um uppsetninguna var talin lögmæt. Auk krónanna 15 þúsund fyrir uppsetninguna þarf Einn á móti að greiða 650 þúsund í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira