Fyrstu tvö árin liðu hratt að sögn forsetans Tómas G. skrifar 25. júní 2018 06:00 Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fagna 2016. FrÉttablaðið/ANTON BRINK „Það er einstakur heiður að gegna þessu embætti, eins og fyrri forsetar geta líka vitnað um. Þessi tvö ár hafa liðið hratt, margt drifið á dagana og þannig verður það eflaust áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við blaðið. Tilefnið er að í dag eru tvö ár síðan hann var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta. Hann var miðpunktur kosningabaráttunnar eftir að hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí 2016, enda mældist hann ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni. „Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og okkur hjónin hér á Bessastöðum, og sjálfur sendi ég góðar kveðjur til strákanna okkar austur í Rússlandi.“Stefanía Óskarsdóttir.vísirÁ þessum tveimur árum sem Guðni hefur verið í embætti hefur ekki farið fram hjá neinum að forsetinn hefur ástríðu fyrir íþróttum. Greinilegt er að hugur hans er hjá strákunum okkar fyrir leikinn stóra á morgun. „Ef maður gerir sitt besta geta draumar ræst, og hvernig sem fer getur maður þó alltaf verið sáttur við sjálfan sig,“ segir forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að Guðni hafi verið farsæll og notið hylli í embætti og sér í lagi í fjölmiðlum fyrir að vera alþýðlegur. Greinilegt sé að mjög sé sóst eftir að fá Guðna til að koma hingað og þangað. Á hinu pólitíska sviði hafi hann ekki lent í neinum erfiðleikum. „Guðni var auðvitað strax í eldlínunni og reyndi á hann við stjórnarmyndunarviðræður 2016 og síðan aftur 2017. Þjóðin var ánægð með hann í því hlutverki og hvernig hann tókst á við það verkefni,“ segir Stefanía og nefnir tvö mál sem Guðni hefur beitt sér fyrir hvað varðar stjórnmálin innanlands. „Það er málið í kringum uppreist æru þegar hann skrifaði undir eins og formið gerir ráð fyrir og síðan þessi skipun dómara í landsrétt þegar hann óskaði eftir skýringu á staðfestingu dómara í landsrétt,“ segir Stefanía. Þessi tvö mál hafi reynt á eldri og nýrri túlkun á hlutverki forsetaembættisins. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Það er einstakur heiður að gegna þessu embætti, eins og fyrri forsetar geta líka vitnað um. Þessi tvö ár hafa liðið hratt, margt drifið á dagana og þannig verður það eflaust áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við blaðið. Tilefnið er að í dag eru tvö ár síðan hann var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta. Hann var miðpunktur kosningabaráttunnar eftir að hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí 2016, enda mældist hann ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni. „Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og okkur hjónin hér á Bessastöðum, og sjálfur sendi ég góðar kveðjur til strákanna okkar austur í Rússlandi.“Stefanía Óskarsdóttir.vísirÁ þessum tveimur árum sem Guðni hefur verið í embætti hefur ekki farið fram hjá neinum að forsetinn hefur ástríðu fyrir íþróttum. Greinilegt er að hugur hans er hjá strákunum okkar fyrir leikinn stóra á morgun. „Ef maður gerir sitt besta geta draumar ræst, og hvernig sem fer getur maður þó alltaf verið sáttur við sjálfan sig,“ segir forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að Guðni hafi verið farsæll og notið hylli í embætti og sér í lagi í fjölmiðlum fyrir að vera alþýðlegur. Greinilegt sé að mjög sé sóst eftir að fá Guðna til að koma hingað og þangað. Á hinu pólitíska sviði hafi hann ekki lent í neinum erfiðleikum. „Guðni var auðvitað strax í eldlínunni og reyndi á hann við stjórnarmyndunarviðræður 2016 og síðan aftur 2017. Þjóðin var ánægð með hann í því hlutverki og hvernig hann tókst á við það verkefni,“ segir Stefanía og nefnir tvö mál sem Guðni hefur beitt sér fyrir hvað varðar stjórnmálin innanlands. „Það er málið í kringum uppreist æru þegar hann skrifaði undir eins og formið gerir ráð fyrir og síðan þessi skipun dómara í landsrétt þegar hann óskaði eftir skýringu á staðfestingu dómara í landsrétt,“ segir Stefanía. Þessi tvö mál hafi reynt á eldri og nýrri túlkun á hlutverki forsetaembættisins.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57
Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26