Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 09:36 Fjölskyldur eiga skilið að vera saman, segir á kröfuspjaldi í mótmælum gegn innflytjendastefnu Trump forseta. Byrjað var að skilja að fjölskyldur eftir að ríkisstjórn hans ákvað að ákæra alla sem koma ólöglega til landsins. Vísir/EPA Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa komið rúmlega fimm hundruð börnum aftur í hendur foreldra sinna eftir að þau höfðu verið aðskilin við komuna til Bandaríkjanna. Enn eru þó rúmlega tvö þúsund börn í haldi bandarískra yfirvalda vegna stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að ákæra alla sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin að Mexíkó. Rúmlega 2.500 börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum frá því að nýja stefnan tók gildi í byrjun maí. Ráðuneytið sagði í gær að 522 hefði nú verið komið til foreldra sinna. Sextán til viðbótar verði skilið næsta sólahringinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (HHS) segist nú vinna með fleiri stofnunum að því að sameina fjölskyldur sem var sundrað vegna harðlínustefnu Trump um að sækja þá sem koma ólöglega inn í landið til saka. Ferli væri í gangi til að tryggja að foreldrar gætu komist að því hvar börnin væru og náð sambandi við þau. Flest börnin eru frá löndum Mið-Ameríku, fyrst og fremst Gvatemala, Hondúras og El Salvador. Heilbrigðisstofnunin segir að einhver hluti þeirra 2.000 barna sem enn eru í vörslu yfirvalda verði áfram í haldi ef ekki er hægt að staðfesta fjölskyldutengsl eða ef foreldrið er talið hættulegt. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Áhrifamáttur ljósmynda: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlku við landamærin Ljósmyndin sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur víða vakið athygli. 23. júní 2018 00:27 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa komið rúmlega fimm hundruð börnum aftur í hendur foreldra sinna eftir að þau höfðu verið aðskilin við komuna til Bandaríkjanna. Enn eru þó rúmlega tvö þúsund börn í haldi bandarískra yfirvalda vegna stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump forseta um að ákæra alla sem koma ólöglega yfir suðurlandamærin að Mexíkó. Rúmlega 2.500 börn hafa verið skilin frá foreldrum sínum frá því að nýja stefnan tók gildi í byrjun maí. Ráðuneytið sagði í gær að 522 hefði nú verið komið til foreldra sinna. Sextán til viðbótar verði skilið næsta sólahringinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (HHS) segist nú vinna með fleiri stofnunum að því að sameina fjölskyldur sem var sundrað vegna harðlínustefnu Trump um að sækja þá sem koma ólöglega inn í landið til saka. Ferli væri í gangi til að tryggja að foreldrar gætu komist að því hvar börnin væru og náð sambandi við þau. Flest börnin eru frá löndum Mið-Ameríku, fyrst og fremst Gvatemala, Hondúras og El Salvador. Heilbrigðisstofnunin segir að einhver hluti þeirra 2.000 barna sem enn eru í vörslu yfirvalda verði áfram í haldi ef ekki er hægt að staðfesta fjölskyldutengsl eða ef foreldrið er talið hættulegt.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Tengdar fréttir Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45 Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Áhrifamáttur ljósmynda: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlku við landamærin Ljósmyndin sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur víða vakið athygli. 23. júní 2018 00:27 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. 22. júní 2018 23:45
Óljóst hvenær fjölskyldur verða sameinaðar Bandarískar alríkisstofnanir vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga eftir tilskipun Trump forseta í vikunni. Ríkisstjórnir reynir að nota hugtakið um aðskilnað fjölskyldna sem vopn gegn innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 23. júní 2018 11:35
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Áhrifamáttur ljósmynda: Sagan á bak við ljósmyndina af lítilli stúlku við landamærin Ljósmyndin sem John Moore tók af stúlkunni og móður hennar við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur víða vakið athygli. 23. júní 2018 00:27