Jón Steinar sýknaður í meiðyrðamáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:06 Jón Steinar í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, höfðaði gegn honum. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli í bók þess síðarnefnda sem kom út í fyrra. Hann byggði málið á því að fullyrðingar Jóns Steinars í bókinni um að dómarar við Hæstarétt, þar á meðal hann sjálfur, hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, vini Jóns Steinars til fjölda ára, hafi verið ærumeiðandi. Stefnan var tekin fyrir í byrjun mánaðarins. Lögmaður Benedikts, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði fullyrðingar Jóns Steinars hafa beinst persónulega að Benedikt og að í þeim hafi falist staðhæfing um saknæmt athæfi. Hann krafðist ómerkingar á fimm ummælum um dómsmorð og tveggja milljóna króna í bætur. Lögmaður Jóns Steinars, Gestur Jónsson, lagði áherslu á að ekki mætti þagga niður í honum sem hæfasta gagnrýnanda íslensks dómskerfis. Sem slíkur nyti hann rýmra tjáningarfrelsis en flestir aðrir til að tjá sig um störf Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Baldri, sem hafði verið ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þegar efnahagshrunið dundi á, vegna innherjasvika árið 2011. Jón Steinar var þá hæstaréttardómari sjálfur en lét af störfum ári síðar. Jón Steinar fjallaði um mál Baldurs í bók sinni „Með lognið í fangið“ sem kom út í fyrra og fullyrti að hæstaréttardómararnir hefðu fellt dóm sem þeir vissu eða hlytu að hafa vitað að stæðist ekki hlutlausa dómaframkvæmd. Sagði hann dóminn yfir Baldri falla vel að skilgreiningunni á dómsmorði.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tengdar fréttir Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00 Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, höfðaði gegn honum. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli í bók þess síðarnefnda sem kom út í fyrra. Hann byggði málið á því að fullyrðingar Jóns Steinars í bókinni um að dómarar við Hæstarétt, þar á meðal hann sjálfur, hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, vini Jóns Steinars til fjölda ára, hafi verið ærumeiðandi. Stefnan var tekin fyrir í byrjun mánaðarins. Lögmaður Benedikts, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði fullyrðingar Jóns Steinars hafa beinst persónulega að Benedikt og að í þeim hafi falist staðhæfing um saknæmt athæfi. Hann krafðist ómerkingar á fimm ummælum um dómsmorð og tveggja milljóna króna í bætur. Lögmaður Jóns Steinars, Gestur Jónsson, lagði áherslu á að ekki mætti þagga niður í honum sem hæfasta gagnrýnanda íslensks dómskerfis. Sem slíkur nyti hann rýmra tjáningarfrelsis en flestir aðrir til að tjá sig um störf Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Baldri, sem hafði verið ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þegar efnahagshrunið dundi á, vegna innherjasvika árið 2011. Jón Steinar var þá hæstaréttardómari sjálfur en lét af störfum ári síðar. Jón Steinar fjallaði um mál Baldurs í bók sinni „Með lognið í fangið“ sem kom út í fyrra og fullyrti að hæstaréttardómararnir hefðu fellt dóm sem þeir vissu eða hlytu að hafa vitað að stæðist ekki hlutlausa dómaframkvæmd. Sagði hann dóminn yfir Baldri falla vel að skilgreiningunni á dómsmorði.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tengdar fréttir Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00 Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00
Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30