Á lífi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. júlí 2018 10:00 Það var líkt heimsbyggðin gæfi frá sér feginsandvarp þegar fréttir bárust af því að tólf fótboltadrengir og þjálfari þeirra sem lokuðust af inni í helli í Taílandi hefðu fundist á lífi eftir níu daga vist. Það má segja ýmislegt um mannkynið. Reyndar er það stundum ansi sjálfhverft og dyntótt og virðist jafnvel þrífast best á átökum, en það á vissulega líka sínar góðu hliðar. Þær hafa opinberast á síðustu dögum þegar fólk um allan heim sameinast í umhyggju fyrir drengjum sem hafa orðið að þola raunir sem ekki ætti að leggja á börn og enn sér ekki fyrir endann á. Fréttir um að drengirnir séu furðu brattir í aðstæðum sínum eru hughreystandi. Börn eru stórmerkilegar manneskjur og búa iðulega yfir meiri þrautseigju og útsjónarsemi en fullorðnir ætla þeim. Í erfiðum aðstæðum finnast ætíð einstaklingar sem stíga fram og eru reiðubúnir að sýna fórnfýsi. Það er til nokkuð sem heitir siðferðileg skylda, það er reyndar afar auðvelt að banda henni frá sér, en samt eru alltaf einhverjir sem hlýða kalli hennar. Það á við um læknana tvo í taílenska hernum sem buðust til að dvelja með drengjunum og þjálfara þeirra í ömurlegum aðstæðum. Enginn ætlast til slíkrar fórnar, hana er ekki nauðsynlegt að færa, en samt er hún í boði. Sá björgunarleiðangur sem nú er í undirbúningi á Taílandi er afar áhættusamur og þar eru einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikið erfiði og jafnvel setja líf sitt í hættu. Um allan heim fylgist fólki með gangi mála og lætur sig miklu varða að vel fari. Það er mikilsverður eiginleiki að geta fundið til með öðrum og sett sig í spor þeirra. Það er við fréttir eins og þessar sem sá eiginleiki verður áberandi í fari svo margra. Fólki stendur ekki á sama um örlög tólf drengja sem verða að komast heilu og höldnu til fjölskyldna sinna. Þannig höfum við á síðustu dögum séð náungakærleikann taka völd. Það er hughreystandi og eflir trú á hinu annars óútreiknanlega mannkyni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kannski eini ráðamaður þjóðarinnar sem með sanni má kallast hjartahreinn, lagði það til á dögunum að taílensku fótboltadrengirnir myndu leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Það er afar falleg hugsun á bak við þessa hugmynd sem er þó ekki raunhæf í stöðunni eins og hún er í dag. En þegar drengirnir eru komnir heim heilir á húfi (það má ekki leyfa annarri hugsun að komast að) þá munu þeir sem tök hafa á örugglega leggja sitt af mörkum til að gleðja þá. Drengirnir eiga eflaust sínar hetjur í boltanum sem gætu þar lagt sitt af mörkum, þó ekki væri nema með því að senda þeim skilaboð. Heimsókn til þeirra í eigin persónu væri þó enn betra framtak. Hugur heimsbyggðarinnar er hjá drengjunum í hellinum. Nú ríkir samkennd, umhyggja og ósk um að allt fari vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir í helli í Taílandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var líkt heimsbyggðin gæfi frá sér feginsandvarp þegar fréttir bárust af því að tólf fótboltadrengir og þjálfari þeirra sem lokuðust af inni í helli í Taílandi hefðu fundist á lífi eftir níu daga vist. Það má segja ýmislegt um mannkynið. Reyndar er það stundum ansi sjálfhverft og dyntótt og virðist jafnvel þrífast best á átökum, en það á vissulega líka sínar góðu hliðar. Þær hafa opinberast á síðustu dögum þegar fólk um allan heim sameinast í umhyggju fyrir drengjum sem hafa orðið að þola raunir sem ekki ætti að leggja á börn og enn sér ekki fyrir endann á. Fréttir um að drengirnir séu furðu brattir í aðstæðum sínum eru hughreystandi. Börn eru stórmerkilegar manneskjur og búa iðulega yfir meiri þrautseigju og útsjónarsemi en fullorðnir ætla þeim. Í erfiðum aðstæðum finnast ætíð einstaklingar sem stíga fram og eru reiðubúnir að sýna fórnfýsi. Það er til nokkuð sem heitir siðferðileg skylda, það er reyndar afar auðvelt að banda henni frá sér, en samt eru alltaf einhverjir sem hlýða kalli hennar. Það á við um læknana tvo í taílenska hernum sem buðust til að dvelja með drengjunum og þjálfara þeirra í ömurlegum aðstæðum. Enginn ætlast til slíkrar fórnar, hana er ekki nauðsynlegt að færa, en samt er hún í boði. Sá björgunarleiðangur sem nú er í undirbúningi á Taílandi er afar áhættusamur og þar eru einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikið erfiði og jafnvel setja líf sitt í hættu. Um allan heim fylgist fólki með gangi mála og lætur sig miklu varða að vel fari. Það er mikilsverður eiginleiki að geta fundið til með öðrum og sett sig í spor þeirra. Það er við fréttir eins og þessar sem sá eiginleiki verður áberandi í fari svo margra. Fólki stendur ekki á sama um örlög tólf drengja sem verða að komast heilu og höldnu til fjölskyldna sinna. Þannig höfum við á síðustu dögum séð náungakærleikann taka völd. Það er hughreystandi og eflir trú á hinu annars óútreiknanlega mannkyni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kannski eini ráðamaður þjóðarinnar sem með sanni má kallast hjartahreinn, lagði það til á dögunum að taílensku fótboltadrengirnir myndu leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Það er afar falleg hugsun á bak við þessa hugmynd sem er þó ekki raunhæf í stöðunni eins og hún er í dag. En þegar drengirnir eru komnir heim heilir á húfi (það má ekki leyfa annarri hugsun að komast að) þá munu þeir sem tök hafa á örugglega leggja sitt af mörkum til að gleðja þá. Drengirnir eiga eflaust sínar hetjur í boltanum sem gætu þar lagt sitt af mörkum, þó ekki væri nema með því að senda þeim skilaboð. Heimsókn til þeirra í eigin persónu væri þó enn betra framtak. Hugur heimsbyggðarinnar er hjá drengjunum í hellinum. Nú ríkir samkennd, umhyggja og ósk um að allt fari vel.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun