Körfubolti

Tryggvi Snær spilaði ekkert í lokaleikjum Raptors

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær fékk lítið að spreyta sig í sumardeildinni
Tryggvi Snær fékk lítið að spreyta sig í sumardeildinni mynd/raptors
Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason kom ekkert við sögu þegar Toronto Raptors steinlá fyrir Cleveland Cavaliers í sumardeild NBA í nótt, 68-82.

Var þetta þar með síðasti leikur Raptors í sumardeildinni í ár en Cavaliers fer í undanúrslit þar sem liðið mætir Los Angeles Lakers.

Tryggvi Snær vermdi varamannabekkinn allan tímann líkt og hann gerði í framlengdum leik gegn Charlotte Hornets á laugardag.

Tryggvi kom því aðeins við sögu í einum leik í sumardeildinni en hann spilaði fjórar mínútur í tapi gegn Minnesota Timberwolves sem var annar leikur Raptors.

Óvíst er hvað Tryggvi gerir nú varðandi NBA drauminn en hann á enn möguleika á að komast inn í deildina þó hann hafi ekki verið valinn í nýliðavalinu á dögunum. Tryggvi er samningsbundinn spænska stórliðinu Valencia.



NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×