Minning um Bjarna Braga Þorvaldur Gylfason skrifar 12. júlí 2018 07:00 Reykjavík – Þeir gátu verið skemmilegir kaffitímarnir í Framkvæmdastofnun ríkisins í gamla daga. Þetta var á vinstristjórnarárunum 1971-1974, Ólafur Jóhannesson var forsætisráðherra og Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson, gamlar kempur að vestan og austan, sátu með honum í ríkisstjórn ásamt öðrum. Morgunblaðið hafði allt á hornum sér og þá einnig þessa voðalegu stofnun við Rauðarárstíginn í Reykjavík sem annaðist m.a. áætlanagerð og hagskýrslugerð fyrir ríkisstjórnina. Þar var ég í tvígang sumarmaður á námsárum mínum í útlöndum eins og ég hafði áður verið í Seðlabankanum til að læra á reipin eins og enskir sjómenn myndu segja. Þarna störfuðu margir ungir og vaskir hagfræðingar sem of langt yrði upp að telja hér og áttu eftir að verða hagstofustjórar, ráðherrar, ráðuneytisstjórar o.fl. Reyndastur í hópnum og geislandi af glaðværð frá morgni til kvölds var Bjarni Bragi Jónsson. Ég vissi að hann var lífsglaður að lundarfari því eldri sonur hans, Jón Bragi Bjarnason, efnafræðingur og síðar prófessor, var vinur okkar Vilmundar bróður míns, glaðvær alvörumaður í góðum hlutföllum. Þeir feðgar, Bjarni Bragi og Jón Bragi, báru hvor af öðrum. Hvernig var það nú aftur þetta lag eftir Schubert? átti Bjarni Bragi til að spyrja yfir eftirmiðdagskaffinu á Rauðarárstígnum og syngja síðan lagið. Svona eiga hagfræðingar að vera, hugsaði ég. Hann söng í Pólífónkórnum um langt árabil. Hann vann stundum lengi fram eftir nema hann tæki vinnuna með sér heim. Á einni slíkri vakt þegar hann sat við vinnu sína í Efnahagsstofnun eftir lokun hringdi síminn, hann svaraði og þar var þá kona í öngum sínum, hún þurfti að láta hreinsa kápuna sína fyrir morgundaginn og var búin að hringja í allar hinar efnalaugarnar.Umbrot eftir 1960 Áður en ég kynntist honum fyrst í Framkvæmdastofnun ríkisins hafði Bjarni Bragi starfað í Framkvæmdabanka Íslands með dr. Benjamín Eiríkssyni, fyrsta íslenzka hagfræðingnum sem lauk doktorsprófi utan Þýzkalands, og í Efnahagsstofnun með Jónasi Haralz og hafði verið forstjóri hennar um skeið. Bjarni hafði stundað framhaldsnám í hagfræði í Cambridge-háskóla á Englandi og starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OCED) í París. Hann var eftir því víðsýnn og lagði margt gott og gagnlegt til þeirrar líflegu umræðu sem fram fór fyrir opnum tjöldum árin eftir myndun viðreisnarstjórnarinnar 1960. Umræðuefnið var frekari frívæðing efnahagslífsins og hugsanleg þátttaka Íslands í efnahagssamvinnu Evrópuþjóða sem voru þá smám saman að rífa sig upp úr rústum heimsstyrjaldarinnar. Þarna voru lögð frumdrög að inngöngu Íslands í EFTA 1970 og á Evrópska efnahagssvæðið (EES) 1994. Bjarni Bragi tók strax 1962 að lýsa þeirri skoðun að bezta leiðin til að stýra fiskveiðum við Ísland og stuðla að heilbrigðu sambýli sjávarútvegs og annarra atvinnuvega væri með veiðigjaldi sem hann kallaði auðlindaskatt eins og þá tíðkaðist. Þetta voru þau ár þegar skattar þóttu eðlilegur fylgifiskur eða jafnvel forsenda nauðsynlegrar uppbyggingar eftir stríð, m.a. til að efla almannatryggingar og aðra innviði. Síðar var bent á að orðið „gjald“ á betur við hér en „skattur“ þar eð gjald er bein greiðsla fyrir veitta þjónustu, t.d. réttinn til að veiða lax eða þorsk, en skattur er greiddur óbeint fyrir opinbera þjónustu. Eigandi laxveiðár eða leiguíbúðar leggur ekki skatt heldur gjald á gesti sína. Bjarni Bragi flutti sögufrægt erindi um málið á 22. ársfundi norrænna hagfræðinga í Reykjavík 1975. Seðlabanki Íslands birti ritgerð hans um málið í Fjármálatíðindum bæði á dönsku og íslenzku síðar sama ár ásamt lofsamlegum ummælum tveggja norrænna hagfræðinga, Norðmanns og Svía. Bjarni skildi að boðskap sem þennan flytur maður ekki einu sinni heldur aftur og aftur. Hann lét sitt ekki eftir liggja. Margir aðrir embættismenn og hagfræðingar utan stjórnsýslunnar tóku undir sjónarmið hans, sjónarmið sem yfirgnæfandi hluti (83%) kjósenda gerði að sínu sjónarmiði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 með því að lýsa stuðningi við stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Rödd hans mun óma áfram Að loknu verki í Framkvæmdastofnun flutti Bjarni Bragi starfsvettvang sinn í Seðlabankann þar sem hann var fyrst hagfræðingur bankans, síðan aðstoðarbankastjóri og loks hagfræðilegur ráðunautur bankastjórnar. Seðlabankinn gerði sjónarmið Bjarna Braga og margra annarra hagfræðinga bankans í auðlindamálinu ekki að sínu sjónarmiði, a.m.k. ekki opinskátt, enda þótt vel útfært veiðigjald hefði gert bankanum auðveldara fyrir í viðureigninni við þráláta verðbólgu með því að styrkja ríkisfjármálin. Stöðugt verðlag er annað tveggja lögbundinna markmiða Seðlabankans; hitt er stöðugt fjármálakerfi. Seðlabankinn hefði náð betri árangri hefði hann fylgt ráðum Bjarna Braga Jónssonar í fiskveiðistjórnarmálinu. Rödd Bjarna Braga mun óma áfram þótt hann sé nú fallinn frá tæplega níræður að aldri. Við sem yngri erum kunnum mörg að meta stuðning hans við baráttuna fyrir hagkvæmara, betra og réttlátara efnahagslífi um landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Þeir gátu verið skemmilegir kaffitímarnir í Framkvæmdastofnun ríkisins í gamla daga. Þetta var á vinstristjórnarárunum 1971-1974, Ólafur Jóhannesson var forsætisráðherra og Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson, gamlar kempur að vestan og austan, sátu með honum í ríkisstjórn ásamt öðrum. Morgunblaðið hafði allt á hornum sér og þá einnig þessa voðalegu stofnun við Rauðarárstíginn í Reykjavík sem annaðist m.a. áætlanagerð og hagskýrslugerð fyrir ríkisstjórnina. Þar var ég í tvígang sumarmaður á námsárum mínum í útlöndum eins og ég hafði áður verið í Seðlabankanum til að læra á reipin eins og enskir sjómenn myndu segja. Þarna störfuðu margir ungir og vaskir hagfræðingar sem of langt yrði upp að telja hér og áttu eftir að verða hagstofustjórar, ráðherrar, ráðuneytisstjórar o.fl. Reyndastur í hópnum og geislandi af glaðværð frá morgni til kvölds var Bjarni Bragi Jónsson. Ég vissi að hann var lífsglaður að lundarfari því eldri sonur hans, Jón Bragi Bjarnason, efnafræðingur og síðar prófessor, var vinur okkar Vilmundar bróður míns, glaðvær alvörumaður í góðum hlutföllum. Þeir feðgar, Bjarni Bragi og Jón Bragi, báru hvor af öðrum. Hvernig var það nú aftur þetta lag eftir Schubert? átti Bjarni Bragi til að spyrja yfir eftirmiðdagskaffinu á Rauðarárstígnum og syngja síðan lagið. Svona eiga hagfræðingar að vera, hugsaði ég. Hann söng í Pólífónkórnum um langt árabil. Hann vann stundum lengi fram eftir nema hann tæki vinnuna með sér heim. Á einni slíkri vakt þegar hann sat við vinnu sína í Efnahagsstofnun eftir lokun hringdi síminn, hann svaraði og þar var þá kona í öngum sínum, hún þurfti að láta hreinsa kápuna sína fyrir morgundaginn og var búin að hringja í allar hinar efnalaugarnar.Umbrot eftir 1960 Áður en ég kynntist honum fyrst í Framkvæmdastofnun ríkisins hafði Bjarni Bragi starfað í Framkvæmdabanka Íslands með dr. Benjamín Eiríkssyni, fyrsta íslenzka hagfræðingnum sem lauk doktorsprófi utan Þýzkalands, og í Efnahagsstofnun með Jónasi Haralz og hafði verið forstjóri hennar um skeið. Bjarni hafði stundað framhaldsnám í hagfræði í Cambridge-háskóla á Englandi og starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OCED) í París. Hann var eftir því víðsýnn og lagði margt gott og gagnlegt til þeirrar líflegu umræðu sem fram fór fyrir opnum tjöldum árin eftir myndun viðreisnarstjórnarinnar 1960. Umræðuefnið var frekari frívæðing efnahagslífsins og hugsanleg þátttaka Íslands í efnahagssamvinnu Evrópuþjóða sem voru þá smám saman að rífa sig upp úr rústum heimsstyrjaldarinnar. Þarna voru lögð frumdrög að inngöngu Íslands í EFTA 1970 og á Evrópska efnahagssvæðið (EES) 1994. Bjarni Bragi tók strax 1962 að lýsa þeirri skoðun að bezta leiðin til að stýra fiskveiðum við Ísland og stuðla að heilbrigðu sambýli sjávarútvegs og annarra atvinnuvega væri með veiðigjaldi sem hann kallaði auðlindaskatt eins og þá tíðkaðist. Þetta voru þau ár þegar skattar þóttu eðlilegur fylgifiskur eða jafnvel forsenda nauðsynlegrar uppbyggingar eftir stríð, m.a. til að efla almannatryggingar og aðra innviði. Síðar var bent á að orðið „gjald“ á betur við hér en „skattur“ þar eð gjald er bein greiðsla fyrir veitta þjónustu, t.d. réttinn til að veiða lax eða þorsk, en skattur er greiddur óbeint fyrir opinbera þjónustu. Eigandi laxveiðár eða leiguíbúðar leggur ekki skatt heldur gjald á gesti sína. Bjarni Bragi flutti sögufrægt erindi um málið á 22. ársfundi norrænna hagfræðinga í Reykjavík 1975. Seðlabanki Íslands birti ritgerð hans um málið í Fjármálatíðindum bæði á dönsku og íslenzku síðar sama ár ásamt lofsamlegum ummælum tveggja norrænna hagfræðinga, Norðmanns og Svía. Bjarni skildi að boðskap sem þennan flytur maður ekki einu sinni heldur aftur og aftur. Hann lét sitt ekki eftir liggja. Margir aðrir embættismenn og hagfræðingar utan stjórnsýslunnar tóku undir sjónarmið hans, sjónarmið sem yfirgnæfandi hluti (83%) kjósenda gerði að sínu sjónarmiði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 með því að lýsa stuðningi við stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Rödd hans mun óma áfram Að loknu verki í Framkvæmdastofnun flutti Bjarni Bragi starfsvettvang sinn í Seðlabankann þar sem hann var fyrst hagfræðingur bankans, síðan aðstoðarbankastjóri og loks hagfræðilegur ráðunautur bankastjórnar. Seðlabankinn gerði sjónarmið Bjarna Braga og margra annarra hagfræðinga bankans í auðlindamálinu ekki að sínu sjónarmiði, a.m.k. ekki opinskátt, enda þótt vel útfært veiðigjald hefði gert bankanum auðveldara fyrir í viðureigninni við þráláta verðbólgu með því að styrkja ríkisfjármálin. Stöðugt verðlag er annað tveggja lögbundinna markmiða Seðlabankans; hitt er stöðugt fjármálakerfi. Seðlabankinn hefði náð betri árangri hefði hann fylgt ráðum Bjarna Braga Jónssonar í fiskveiðistjórnarmálinu. Rödd Bjarna Braga mun óma áfram þótt hann sé nú fallinn frá tæplega níræður að aldri. Við sem yngri erum kunnum mörg að meta stuðning hans við baráttuna fyrir hagkvæmara, betra og réttlátara efnahagslífi um landið.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun