Vantar karla í ráð borgarinnar til að jafnréttislögum sé framfylgt Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Fimmtán konur voru kosnar til setu í borgarstjórn í maí VISIR/STÖÐ2 Í þremur af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar sitja fimm konur og tveir karlar. Lög um jafna stöðu kvenna og karla kveða á um að hlutfall í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélaga eigi að vera sem jafnast. Oddviti Vinstri grænna í borginni telur mikilvægt að allir flokkar í borgarstjórn leggist yfir málið að loknu sumarfríi. „Auðvitað á hlutfall kynja í ráðum og nefndum að vera sem jafnast eins og lög gera ráð fyrir. Staðan er hins vegar sú að eftir kosningar eru konur í meirihluta í borgarstjórn. Svo að borgarfulltrúar uppfylli starfsskyldur sínar þurfa þeir að taka að sér ríflega tvö ráð þannig að í mörgum tilfellum eru konurnar orðnar fleiri þó víða sé líka jafnt,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti VG. „Á síðasta kjörtímabili pössuðum við upp á þetta og skiptum út til að jafna kynjahlutföll eins og við gátum. Nú er þetta aðeins flóknara í ljósi fjölgunar borgarfulltrúa og breytts vinnufyrirkomulags þannig að ég held að borgarstjórn þurfi að skoða þetta í heild þegar hún kemur úr sumarfríi. Það er á ábyrgð allra flokka að uppfylla jafnstöðulögin svo fremi því verði við komið.“ Ráðin sem um ræðir, þar sem farið á svig við jafnréttislög, eru mannréttinda- og lýðræðisráð, umhverfis- og heilbrigðisráð og velferðarráð. Jafnari skipting er í íþrótta- og tómstundaráði, skipulags- og samgönguráði og skóla- og frístundaráði. Í lögum um jafna stöðu karla og kvenna segir að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Jafnréttisstofa annast eftirlit með að lögum þessum sé framfylgt. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Í þremur af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar sitja fimm konur og tveir karlar. Lög um jafna stöðu kvenna og karla kveða á um að hlutfall í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélaga eigi að vera sem jafnast. Oddviti Vinstri grænna í borginni telur mikilvægt að allir flokkar í borgarstjórn leggist yfir málið að loknu sumarfríi. „Auðvitað á hlutfall kynja í ráðum og nefndum að vera sem jafnast eins og lög gera ráð fyrir. Staðan er hins vegar sú að eftir kosningar eru konur í meirihluta í borgarstjórn. Svo að borgarfulltrúar uppfylli starfsskyldur sínar þurfa þeir að taka að sér ríflega tvö ráð þannig að í mörgum tilfellum eru konurnar orðnar fleiri þó víða sé líka jafnt,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti VG. „Á síðasta kjörtímabili pössuðum við upp á þetta og skiptum út til að jafna kynjahlutföll eins og við gátum. Nú er þetta aðeins flóknara í ljósi fjölgunar borgarfulltrúa og breytts vinnufyrirkomulags þannig að ég held að borgarstjórn þurfi að skoða þetta í heild þegar hún kemur úr sumarfríi. Það er á ábyrgð allra flokka að uppfylla jafnstöðulögin svo fremi því verði við komið.“ Ráðin sem um ræðir, þar sem farið á svig við jafnréttislög, eru mannréttinda- og lýðræðisráð, umhverfis- og heilbrigðisráð og velferðarráð. Jafnari skipting er í íþrótta- og tómstundaráði, skipulags- og samgönguráði og skóla- og frístundaráði. Í lögum um jafna stöðu karla og kvenna segir að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Jafnréttisstofa annast eftirlit með að lögum þessum sé framfylgt.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45
Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03