Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Atli Ísleifsson skrifar 2. ágúst 2018 14:57 Forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Vísir/Getty Lögregla í Stokkhólmi skaut í nótt tvítugan mann til bana í hverfinu Vasastan. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni, einhverfur og strokið að heiman um miðja nótt með leikfangabyssu. „Hann var yndislegur, ástríkasti maður heims,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins látna, í samtali við Aftonbladet. Hún segir lækna hafi greint son sinn á þann veg að hann væri með þroska á við þriggja ára barn. Aftonbladet segir frá því að Söderberg hafi síðast séð son sinn í gærkvöldi þegar hann nýtti sér flutningsþjónustu og fór frá heimili móður sinnar til föður síns. Um nóttina strauk hann hins vegar af heimili föður síns, en hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Faðir mannsins tilkynnti svo um hvarf hans í nótt, en þegar lögregla mætti fékk fjölskyldan þær fréttir að hann hafi verið skotinn til bana af lögreglu. „Við erum eyðilögð, við erum í áfalli. Ég trúi ekki að þetta sé satt,“ segir Katarina.Þrír sem skutu Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru það þrír lögreglumenn sem hleyptu af og hæfðu manninn við Norrbackagatan í Vasastan um klukkan 4 í nótt. Var hann sagður hafa verið „ógnandi“. Saksóknari hefur sömuleiðis staðfest að það hafi verið fleiri en einn lögreglumaður sem skaut, en maðurinn var með leikfangabyssu í hönd. „Það er auðvitað mjög óheppilegt að hann hafi af einhverri óskiljanlegri ástæðu haft hana með sér. En af hverju þarf að skjóta hann til bana, skjótið hann frekar í fótlegginn? Og þrír lögreglumenn? Menn verða ekki skotnir af plaststykki,“ segir Katarina.Forrannsókn hafin Móðir mannsins segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að segja frá sinni hlið málsins, þar sem útgáfa lögreglunnar hafi einungis verið í umræðunni. „Barn með Downs-heilkenni, og einhverfur. Hvernig gat hann verið ógnandi? Það er ekki möguleiki.“ Í frétt Expressen kemur fram að forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Norðurlönd Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira
Lögregla í Stokkhólmi skaut í nótt tvítugan mann til bana í hverfinu Vasastan. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni, einhverfur og strokið að heiman um miðja nótt með leikfangabyssu. „Hann var yndislegur, ástríkasti maður heims,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins látna, í samtali við Aftonbladet. Hún segir lækna hafi greint son sinn á þann veg að hann væri með þroska á við þriggja ára barn. Aftonbladet segir frá því að Söderberg hafi síðast séð son sinn í gærkvöldi þegar hann nýtti sér flutningsþjónustu og fór frá heimili móður sinnar til föður síns. Um nóttina strauk hann hins vegar af heimili föður síns, en hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Faðir mannsins tilkynnti svo um hvarf hans í nótt, en þegar lögregla mætti fékk fjölskyldan þær fréttir að hann hafi verið skotinn til bana af lögreglu. „Við erum eyðilögð, við erum í áfalli. Ég trúi ekki að þetta sé satt,“ segir Katarina.Þrír sem skutu Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru það þrír lögreglumenn sem hleyptu af og hæfðu manninn við Norrbackagatan í Vasastan um klukkan 4 í nótt. Var hann sagður hafa verið „ógnandi“. Saksóknari hefur sömuleiðis staðfest að það hafi verið fleiri en einn lögreglumaður sem skaut, en maðurinn var með leikfangabyssu í hönd. „Það er auðvitað mjög óheppilegt að hann hafi af einhverri óskiljanlegri ástæðu haft hana með sér. En af hverju þarf að skjóta hann til bana, skjótið hann frekar í fótlegginn? Og þrír lögreglumenn? Menn verða ekki skotnir af plaststykki,“ segir Katarina.Forrannsókn hafin Móðir mannsins segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að segja frá sinni hlið málsins, þar sem útgáfa lögreglunnar hafi einungis verið í umræðunni. „Barn með Downs-heilkenni, og einhverfur. Hvernig gat hann verið ógnandi? Það er ekki möguleiki.“ Í frétt Expressen kemur fram að forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi.
Norðurlönd Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira