Gömul NBA-stjarna rekin fyrir að gagnrýna Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 16:00 Bruce Bowen. Vísir/Getty Bruce Bowen er gömul hetja úr NBA-meistaraliði San Antonio Spurs sem hefur verið að lýsa leikjum Los Angeles Clippers liðsins. En ekki lengur. Los Angeles Clippers sá til þess að Bruce Bowen var sagt upp störfum og er ástæðan er gagnrýni hans á Kawhi Leonard, fyrrum leikmann San Antonio Spurs. Aðalástæðan fyrir viðkvæmni Clippers er að félagið ætlar sér að ná í Kawhi Leonard næsta sumar. Kawhi Leonard fór til Toronto Raptors frá Spurs og klárar þar lokaár samningsins. Hann er síðan með lausan samning næsta sumar og þá ætlar Los Angeles Clippers að reyna að tæla hann til sín. Bruce Bowen var mjög ósáttur við það að Kawhi Leonard vildi fara frá San Antonio Spurs og gerði lítið úr afsökunum leikmannsins sem hann kallaði væl og vitleysu.Two months after Bruce Bowen ranted about Kawhi Leonard's "excuses," the Clippers stepped in https://t.co/mttPhNfNYq — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2018 Bowen vann í raun fyrir Fox Sports West en ekki fyrir Los Angeles Clippers en Clippers pressaði á það að hann yrði rekinn sem varð svo raunin. Bandarísku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að benda á það. Það eru mörg félög sem munu keppa um undirskrift Kawhi Leonard næsta sumar og nágrannar Clippers í Los Angeles Lakers eru eitt af þeim liðum. Kawhi Leonard er frábær leikmaður, einstakur varnarmaður sem var orðinn aðalstjarnan í San Antonio Spurs. Hann meiddist hins vegar illa í úrslitakeppninni 2017 og spilaði lítið á síðasta tímabili. Allt fór síðan upp í háaloft á milli hans og Spurs. Bowen blandaði sér í umræðuna en það kostaði hann líka starfið.The 2019 free agency chase is underway: In aftermath of critical comments about Kawhi Leonard, Bruce Bowen won’t return as TV game analyst for the Los Angeles Clippers. Story on ESPN. https://t.co/0kRmwpStBi — Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 13, 2018 Bruce Bowen var frábær varnarmaður og þriggja stiga skytta hjá San Antonio Spurs og var í þremur meistaraliðum Spurs árin 2003, 2005 og 2007. Bowen var meðal annars átta sinnum kosinn í fyrsta eða annað varnarlið ársins og treyja hans númer 12 hangir í loftinu í San Antonio Spurs höllinni. Jú, hann er Spurs-maður í gegn. NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Bruce Bowen er gömul hetja úr NBA-meistaraliði San Antonio Spurs sem hefur verið að lýsa leikjum Los Angeles Clippers liðsins. En ekki lengur. Los Angeles Clippers sá til þess að Bruce Bowen var sagt upp störfum og er ástæðan er gagnrýni hans á Kawhi Leonard, fyrrum leikmann San Antonio Spurs. Aðalástæðan fyrir viðkvæmni Clippers er að félagið ætlar sér að ná í Kawhi Leonard næsta sumar. Kawhi Leonard fór til Toronto Raptors frá Spurs og klárar þar lokaár samningsins. Hann er síðan með lausan samning næsta sumar og þá ætlar Los Angeles Clippers að reyna að tæla hann til sín. Bruce Bowen var mjög ósáttur við það að Kawhi Leonard vildi fara frá San Antonio Spurs og gerði lítið úr afsökunum leikmannsins sem hann kallaði væl og vitleysu.Two months after Bruce Bowen ranted about Kawhi Leonard's "excuses," the Clippers stepped in https://t.co/mttPhNfNYq — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2018 Bowen vann í raun fyrir Fox Sports West en ekki fyrir Los Angeles Clippers en Clippers pressaði á það að hann yrði rekinn sem varð svo raunin. Bandarísku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að benda á það. Það eru mörg félög sem munu keppa um undirskrift Kawhi Leonard næsta sumar og nágrannar Clippers í Los Angeles Lakers eru eitt af þeim liðum. Kawhi Leonard er frábær leikmaður, einstakur varnarmaður sem var orðinn aðalstjarnan í San Antonio Spurs. Hann meiddist hins vegar illa í úrslitakeppninni 2017 og spilaði lítið á síðasta tímabili. Allt fór síðan upp í háaloft á milli hans og Spurs. Bowen blandaði sér í umræðuna en það kostaði hann líka starfið.The 2019 free agency chase is underway: In aftermath of critical comments about Kawhi Leonard, Bruce Bowen won’t return as TV game analyst for the Los Angeles Clippers. Story on ESPN. https://t.co/0kRmwpStBi — Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 13, 2018 Bruce Bowen var frábær varnarmaður og þriggja stiga skytta hjá San Antonio Spurs og var í þremur meistaraliðum Spurs árin 2003, 2005 og 2007. Bowen var meðal annars átta sinnum kosinn í fyrsta eða annað varnarlið ársins og treyja hans númer 12 hangir í loftinu í San Antonio Spurs höllinni. Jú, hann er Spurs-maður í gegn.
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira