Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 20:03 Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að fylgst sé með málinu og að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.Skjáskot/Stöð 2Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup arfaeyðinum sem fyrirtækið býr til. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um virka eiturefnið glýfosfat en Roundop inniheldur það. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á eiturefnum hér á landi og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að þau muni fylgjast náið með þessu máli. „Okkur er þetta kunnugt. Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum verið að skoða er það virka efnið glýfosfat sem dómstólar í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun um að dæma út af. Þetta kemur nokkuð á óvart því hafa ber í huga að það var bara í nóvember á síðasta ári sem að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framlengdi notkun á þessu efni, glýfosfat, sem er í Roundup og fjöldamörgum öðrum illgresiseyðum, um fimm ár,” segir Kristín.Bíða eftir viðbrögðum frá Evrópu 30% þeirra efna sem eru hér á markaði og eru notuð til að eyða illgresi innihalda þetta efni. Umhverfisstofnun mun ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli og bíða og sjá hvaða viðbrögð koma frá Evrópu. „Okkar ráðlegging er bara mjög einföld í þessum málum eins og öðrum er varða illgresiseyða eða önnur efni. Bara minna, minna, minna. Við eigum að nota eins lítið af þessum efnum og mögulegt er,” segir hún að lokum. Dómsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að fylgst sé með málinu og að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.Skjáskot/Stöð 2Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup arfaeyðinum sem fyrirtækið býr til. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um virka eiturefnið glýfosfat en Roundop inniheldur það. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á eiturefnum hér á landi og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að þau muni fylgjast náið með þessu máli. „Okkur er þetta kunnugt. Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum verið að skoða er það virka efnið glýfosfat sem dómstólar í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun um að dæma út af. Þetta kemur nokkuð á óvart því hafa ber í huga að það var bara í nóvember á síðasta ári sem að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framlengdi notkun á þessu efni, glýfosfat, sem er í Roundup og fjöldamörgum öðrum illgresiseyðum, um fimm ár,” segir Kristín.Bíða eftir viðbrögðum frá Evrópu 30% þeirra efna sem eru hér á markaði og eru notuð til að eyða illgresi innihalda þetta efni. Umhverfisstofnun mun ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli og bíða og sjá hvaða viðbrögð koma frá Evrópu. „Okkar ráðlegging er bara mjög einföld í þessum málum eins og öðrum er varða illgresiseyða eða önnur efni. Bara minna, minna, minna. Við eigum að nota eins lítið af þessum efnum og mögulegt er,” segir hún að lokum.
Dómsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48