Krónískt ástand Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Reglulega skýtur upp kollinum brýn umræða um heilbrigðiskerfið. Umræðan snýst oft um fjármuni sem ríkið setur í málaflokkinn, um hver á að veita þjónustuna og greiða fyrir hana. Í fjölmiðlum má svo finna ógrynni frétta um langa biðlista, ómannlegt álag á starfsfólki Landspítalans og óásættanlega aðstöðu fyrir sjúklinga. Umræðan um hið svokallaða tvöfalda kerfi hefur líka verið hávær. Með nokkurri einföldun snýst hræðslan við hið tvöfalda kerfi um að ef einkareknar sjúkrastofnanir fá tilskilin leyfi og fjármuni frá hinu opinbera til þess að sinna ákveðinni þjónustu leiði það til þess að þeir sem hafa meira á milli handanna geti keypt sig fram fyrir biðlista eða keypt betri þjónustu. Vitaskuld er mikilvægt að þróunin verði ekki sú. Sú sem nú heldur um stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu, Svandís Svavarsdóttir, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á tvöföldu kerfi og vill að heilbrigðisþjónusta sé alfarið í höndum hins opinbera. Gott og vel. En þá þarf slíkt fyrirkomulag að virka. Staðreyndin er sú að langir biðlistar hafa myndast í ýmsar aðgerðir sem kalla má algengar og spítalinn annar ekki eftirspurn. Sjúklingar geta leitað til Sjúkratrygginga Íslands sem er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef meðferð er ekki í boði innan réttlætanlegs tíma á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjaðmaskipti í þessu samhengi. Einkaaðilar hafa óskað eftir að fá að framkvæma hluta þessara aðgerða á Klíníkinni í Ármúla. Yfirvöld neita hins vegar að semja við Klíníkina en kjósa þess í stað að greiða að fullu fyrir meðferð á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum sem engan skatt greiða á Íslandi, í sumum tilfellum rúmlega tvöfalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúla. Það er einkum tvennt við þetta fyrirkomulag Svandísar að athuga. Í fyrsta lagi stendur fólki sem á fyrir því þegar til boða að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðir á Klíníkinni án aðkomu ríkisins. Þannig að fólkið sem á fyrir því kemst fram fyrir röð eins og sakir standa. Í öðru lagi hefur Alþingi staðfest með lögum EES-tilskipun sem veitir ríkisborgurum svæðisins rétt á að sækja sér læknismeðferð innan EES-svæðisins eftir 90 daga á kostnað heimaríkis. Það er grafalvarlegt að sú þjónusta sé ekki veitt á Íslandi. Ef hið opinbera annar því ekki er sjálfsagt að ríkið semji við einkaaðila í heimalandinu. Það er ekki bara best fyrir sjúklinginn, heldur hagkvæmast fyrir ríkið. Á bak við tölur á biðlistum er fólk. Biðraðamenning í jafnvel einfaldar aðgerðir á Íslandi er krónískur sjúkdómur, líkt og aðstoðarmaður ráðherrans og fyrrverandi landlæknir orðaði eitt sinn svo vel. Kallað er eftir skynsamlegum lausnum úr heilbrigðisráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Reglulega skýtur upp kollinum brýn umræða um heilbrigðiskerfið. Umræðan snýst oft um fjármuni sem ríkið setur í málaflokkinn, um hver á að veita þjónustuna og greiða fyrir hana. Í fjölmiðlum má svo finna ógrynni frétta um langa biðlista, ómannlegt álag á starfsfólki Landspítalans og óásættanlega aðstöðu fyrir sjúklinga. Umræðan um hið svokallaða tvöfalda kerfi hefur líka verið hávær. Með nokkurri einföldun snýst hræðslan við hið tvöfalda kerfi um að ef einkareknar sjúkrastofnanir fá tilskilin leyfi og fjármuni frá hinu opinbera til þess að sinna ákveðinni þjónustu leiði það til þess að þeir sem hafa meira á milli handanna geti keypt sig fram fyrir biðlista eða keypt betri þjónustu. Vitaskuld er mikilvægt að þróunin verði ekki sú. Sú sem nú heldur um stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu, Svandís Svavarsdóttir, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á tvöföldu kerfi og vill að heilbrigðisþjónusta sé alfarið í höndum hins opinbera. Gott og vel. En þá þarf slíkt fyrirkomulag að virka. Staðreyndin er sú að langir biðlistar hafa myndast í ýmsar aðgerðir sem kalla má algengar og spítalinn annar ekki eftirspurn. Sjúklingar geta leitað til Sjúkratrygginga Íslands sem er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef meðferð er ekki í boði innan réttlætanlegs tíma á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjaðmaskipti í þessu samhengi. Einkaaðilar hafa óskað eftir að fá að framkvæma hluta þessara aðgerða á Klíníkinni í Ármúla. Yfirvöld neita hins vegar að semja við Klíníkina en kjósa þess í stað að greiða að fullu fyrir meðferð á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum sem engan skatt greiða á Íslandi, í sumum tilfellum rúmlega tvöfalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúla. Það er einkum tvennt við þetta fyrirkomulag Svandísar að athuga. Í fyrsta lagi stendur fólki sem á fyrir því þegar til boða að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðir á Klíníkinni án aðkomu ríkisins. Þannig að fólkið sem á fyrir því kemst fram fyrir röð eins og sakir standa. Í öðru lagi hefur Alþingi staðfest með lögum EES-tilskipun sem veitir ríkisborgurum svæðisins rétt á að sækja sér læknismeðferð innan EES-svæðisins eftir 90 daga á kostnað heimaríkis. Það er grafalvarlegt að sú þjónusta sé ekki veitt á Íslandi. Ef hið opinbera annar því ekki er sjálfsagt að ríkið semji við einkaaðila í heimalandinu. Það er ekki bara best fyrir sjúklinginn, heldur hagkvæmast fyrir ríkið. Á bak við tölur á biðlistum er fólk. Biðraðamenning í jafnvel einfaldar aðgerðir á Íslandi er krónískur sjúkdómur, líkt og aðstoðarmaður ráðherrans og fyrrverandi landlæknir orðaði eitt sinn svo vel. Kallað er eftir skynsamlegum lausnum úr heilbrigðisráðuneytinu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun