Körfubolti

Stórkostlegum ferli Ginobili lokið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ginobili í leik með Spurs á síðustu leiktíð sinni hjá félaginu.
Ginobili í leik með Spurs á síðustu leiktíð sinni hjá félaginu. vísir/getty
Körfuknattleiksmaðurinn Manu Ginoboli er búinn að leggja skóna á hilluna eftir sextán ára NBA-feril. Hann tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í kvöld.

Ginobili er orðinn 41 árs en hann samdi við San Antonio Spurs árið 2002. Hann spilaði allan sinn NBA-feril með Spurs og er goðsögn hjá félaginu.

Á tíma sínum hjá Spurs varð Ginobili fjórum sinnum NBA-meistari, síðast árið 2014 er liðið vann Miami Heit, 4-1, í úrslitaleiknum. Einnig vann hann titilinn 2003, 2005 og 2007.

Ferill Ginobili í NBA er glæsilegur en fyrir utan fjóra meistaratitla þá hefur hann tvisvar verið valinn í lið ársins, 2005 og 2011.

Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í sögu Spurs en hann er einnig í öðru sæti yfir þá sem hefur flest fráköst, þriðja sæti í stoðsendingum og í fyrsta sæti yfir þá sem hefur stolið flestum boltum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×