Hvað skal gera við þá dauðu? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Að hrófla við hinum dauðu er ekki á allra færi. Jóhann beri fékk að kenna á því þegar hann ætlaði að fá uppvakning til að hrekja ástkonu sína út en vakti móður sína sáluga í misgripum. Var hún óhress með kvennamál Jóa síns svo hún draugaðist í honum og hrakti landshorna á milli. Ekki á ég von á því að spænska ríkisstjórnin þekki þessa sögu úr Heimsljósi Laxness en hún stendur einmitt í stórræðum við harðstjóra að handan. Í Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, er stærsta fjöldagröf Spánar. Þar hvíla rúmlega þrjátíu þúsund hermenn frá báðum sveitum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni. Yfir öllu gnæfir svo 150 metra hár kross en í miðjum dalnum, í kapellu einni, hvílir síðan Franco í gröf sem Napóleón væri fullsæmdur af. Hann var einræðisherra og gantaðist eitt sinn með það að hann skrifaði undir þúsund aftökuplögg meðan hann fékk sér morgunkaffi. Ríkisstjórnin telur lítinn sóma að minnisvarða þessum í lýðræðisríki og enn síður við hæfi að harðstjórinn hvíli innan um fórnarlömb sín sem sumir segja, eins og Baltasar Garzón lögmaður, að hvíli þar í óþökk aðstandenda. Nú á því að grafa karlinn upp og færa hann úr dalnum. Mig langar ekki að tala um uppvakningana sem ekki koma að handan að þessu sinni heldur úr röðum stjórnmálamanna á hægri vængnum sem allt í einu er svo annt um foringjann. Mér verður hins vegar hugsað til jarðneskra leifa skáldsins Federico García Lorca sem liggja einhvers staðar í auðninni. Andi hans situr hins vegar í hásæti spænska hjartans. Hvíldarstaðurinn, hversu mikilfenglegur eða tilkomulítill sem hann er, getur nefnilega engu breytt um það hver þú varst og til hvers þú komst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Tengdar fréttir Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Að hrófla við hinum dauðu er ekki á allra færi. Jóhann beri fékk að kenna á því þegar hann ætlaði að fá uppvakning til að hrekja ástkonu sína út en vakti móður sína sáluga í misgripum. Var hún óhress með kvennamál Jóa síns svo hún draugaðist í honum og hrakti landshorna á milli. Ekki á ég von á því að spænska ríkisstjórnin þekki þessa sögu úr Heimsljósi Laxness en hún stendur einmitt í stórræðum við harðstjóra að handan. Í Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, er stærsta fjöldagröf Spánar. Þar hvíla rúmlega þrjátíu þúsund hermenn frá báðum sveitum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni. Yfir öllu gnæfir svo 150 metra hár kross en í miðjum dalnum, í kapellu einni, hvílir síðan Franco í gröf sem Napóleón væri fullsæmdur af. Hann var einræðisherra og gantaðist eitt sinn með það að hann skrifaði undir þúsund aftökuplögg meðan hann fékk sér morgunkaffi. Ríkisstjórnin telur lítinn sóma að minnisvarða þessum í lýðræðisríki og enn síður við hæfi að harðstjórinn hvíli innan um fórnarlömb sín sem sumir segja, eins og Baltasar Garzón lögmaður, að hvíli þar í óþökk aðstandenda. Nú á því að grafa karlinn upp og færa hann úr dalnum. Mig langar ekki að tala um uppvakningana sem ekki koma að handan að þessu sinni heldur úr röðum stjórnmálamanna á hægri vængnum sem allt í einu er svo annt um foringjann. Mér verður hins vegar hugsað til jarðneskra leifa skáldsins Federico García Lorca sem liggja einhvers staðar í auðninni. Andi hans situr hins vegar í hásæti spænska hjartans. Hvíldarstaðurinn, hversu mikilfenglegur eða tilkomulítill sem hann er, getur nefnilega engu breytt um það hver þú varst og til hvers þú komst.
Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun