Hófleg áfengisneysla ekki einu sinni af hinu góða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 23:31 Áfengisneysla í hófi er ekki jafn holl og margir vilja meina, samkvæmt rannsókninni. Vísir/Getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. Samkvæmt rannsókninni dró áfengi 2,8 milljónir manna til dauða árið 2016 og var aðalorsök dauða og varanlegs skaða í aldursflokknum 15 til 49 ára en áfengi varð valdur að 20% dauðsfalla í þeim aldursflokki. Í rannsókninni segir meðal annars að „núverandi drykkjuvenjur muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu framtíðarinnar.“ Þá sagði einnig að áfengi væri veruleg orsök heilsutaps og styttingu lífslíkna, sér í lagi hjá karlmönnum. Rannsóknin studdist við tölur um áfengisneyslu og áhrif hennar á heilsuna frá 195 löndum á 26 ára tímabili, frá 1990 til 2016. 694 rannsóknir voru gerðar á drykkjuvenjum fólks og þá voru gerðar 592 úttektir á heilsu fólks, en þær úttektir náðu til 28 milljóna manna. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að áfengi er krabbameinsvaldur, þá sérstaklega hjá fólki yfir fimmtugt, en áður höfðu rannsóknir sýnt að eitt af hverjum þrettán brjóstakrabbameinstilfellum í Bretlandi væri til komið sökum áfengisneyslu. Þá sýndi rannsóknin fram á það að 27% dauðsfalla vegna krabbameins hjá konum og 18% hjá körlum, mætti rekja til áfengis. Samkvæmt rannsókninni drekkur þriðja hver manneskja á jörðinni áfengi, eða tæplega tveir og hálfur milljarður jarðarbúa. Fjórðungur kvenna neytir áfengis og rétt tæplega 40% karla. Danir eru hvað duglegastir í drykkju en þar drekka 95,3% kvenna og 97,1% karla, meðan Pakistan hefur fæsta karlkyns áfengisneytendur, eða 0,8%. Þá drekka einungis 0,3% kvenna í Bangladesh áfengi. Erlent Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. Samkvæmt rannsókninni dró áfengi 2,8 milljónir manna til dauða árið 2016 og var aðalorsök dauða og varanlegs skaða í aldursflokknum 15 til 49 ára en áfengi varð valdur að 20% dauðsfalla í þeim aldursflokki. Í rannsókninni segir meðal annars að „núverandi drykkjuvenjur muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu framtíðarinnar.“ Þá sagði einnig að áfengi væri veruleg orsök heilsutaps og styttingu lífslíkna, sér í lagi hjá karlmönnum. Rannsóknin studdist við tölur um áfengisneyslu og áhrif hennar á heilsuna frá 195 löndum á 26 ára tímabili, frá 1990 til 2016. 694 rannsóknir voru gerðar á drykkjuvenjum fólks og þá voru gerðar 592 úttektir á heilsu fólks, en þær úttektir náðu til 28 milljóna manna. Rannsóknin sýndi einnig fram á það að áfengi er krabbameinsvaldur, þá sérstaklega hjá fólki yfir fimmtugt, en áður höfðu rannsóknir sýnt að eitt af hverjum þrettán brjóstakrabbameinstilfellum í Bretlandi væri til komið sökum áfengisneyslu. Þá sýndi rannsóknin fram á það að 27% dauðsfalla vegna krabbameins hjá konum og 18% hjá körlum, mætti rekja til áfengis. Samkvæmt rannsókninni drekkur þriðja hver manneskja á jörðinni áfengi, eða tæplega tveir og hálfur milljarður jarðarbúa. Fjórðungur kvenna neytir áfengis og rétt tæplega 40% karla. Danir eru hvað duglegastir í drykkju en þar drekka 95,3% kvenna og 97,1% karla, meðan Pakistan hefur fæsta karlkyns áfengisneytendur, eða 0,8%. Þá drekka einungis 0,3% kvenna í Bangladesh áfengi.
Erlent Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira