Danskt flutningaskip freistar þess að sigla norður fyrir Rússland Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 15:21 Í farmi flutningaskipsins verður meðal annars frosinn fiskur og önnur kælivara. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Flutningaskip danska skipafélagsins Maersk ætlar að reyna að verða fyrsta flutningaskipið til að sigla um Norður-Íshafið norður fyrir Rússland. Ætlunin er að sigla frá Vladívostok í austanverðu Rússlandi og vestur til Sankti Pétursborgar. Venta Maersk á að flytja 3.600 flutningagáma og vonast stjórnendur félagsins til þess að það komist á áfangastað í seinni hluta september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum myndi það stytta siglingartímann um fjórtán daga. Skipið myndi annars þurfa að sigla suður fyrir Evrasíu og í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi. Tilgangur siglingarinnar er í og með að safna upplýsingum um norðurleiðina og hvort að hop hafíssins á norðurskautinu geri siglingar á norðurslóðum raunhæfar. Fram að þessu hafa skip aðeins getað siglt þar um í fylgd kjarnorkuknúinna ísbrjóta. „Eins og er sjáum við ekki Norður-Íshafsleiðina sem efnahagslegan valkost við núverandi kerfi okkar sem stjórnast af kröfum viðskiptavina okkar, viðskiptamynstri og þéttbýlismiðstöðvum,“ segir skipafélagið. Hafísinn á norðurskautinu hefur hopað mikið undanfarin ár og áratuga. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna var útbreiðsla hafsíssins þar 13,2% minni í júlí en meðaltal áranna 1981-2010. Það er níunda minnsta útbreiðslan á þessum árstíma frá upphafi gervihnattamælinga árið 1979. Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Flutningaskip danska skipafélagsins Maersk ætlar að reyna að verða fyrsta flutningaskipið til að sigla um Norður-Íshafið norður fyrir Rússland. Ætlunin er að sigla frá Vladívostok í austanverðu Rússlandi og vestur til Sankti Pétursborgar. Venta Maersk á að flytja 3.600 flutningagáma og vonast stjórnendur félagsins til þess að það komist á áfangastað í seinni hluta september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum myndi það stytta siglingartímann um fjórtán daga. Skipið myndi annars þurfa að sigla suður fyrir Evrasíu og í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi. Tilgangur siglingarinnar er í og með að safna upplýsingum um norðurleiðina og hvort að hop hafíssins á norðurskautinu geri siglingar á norðurslóðum raunhæfar. Fram að þessu hafa skip aðeins getað siglt þar um í fylgd kjarnorkuknúinna ísbrjóta. „Eins og er sjáum við ekki Norður-Íshafsleiðina sem efnahagslegan valkost við núverandi kerfi okkar sem stjórnast af kröfum viðskiptavina okkar, viðskiptamynstri og þéttbýlismiðstöðvum,“ segir skipafélagið. Hafísinn á norðurskautinu hefur hopað mikið undanfarin ár og áratuga. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna var útbreiðsla hafsíssins þar 13,2% minni í júlí en meðaltal áranna 1981-2010. Það er níunda minnsta útbreiðslan á þessum árstíma frá upphafi gervihnattamælinga árið 1979.
Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira