Börnin 128 Katrín Atladóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Í haust munu 128 börn í Reykjavík ekki fá þau leikskólapláss sem hafði verið lofað. Þá á eftir að ráða starfsfólk í 84 stöðugildi. Ástandið er vissulega betra en á síðasta ári og því ber að fagna. Staðreyndin er þó sú að um 9% barna sem var lofað plássi komast ekki að. Það er óásættanleg staða. Líklega dugir foreldrum þessara barna skammt að vita að staðan hafi batnað. Foreldrar munu því þurfa að gera aðrar ráðstafanir, með hjálp vina og vandamanna eða hreinlega með því að fresta endurkomu á vinnumarkað. Hluti þessara barna er hjá dagforeldrum eða í ungbarnaleikskólum ef þau eru það lánsöm að halda plássum sínum, sem losna þá ekki fyrir önnur börn sem bíða eftir að komast að. Foreldrar þeirra þurfa þá einnig að gera ráðstafanir, mögulega að vera heima við lengur en til stóð. Í mörgum tilfellum þýðir þetta umtalsvert tekjutap eða kostnað við dýrari úrræði. Staðan bitnar því miður helst á tekjulægri foreldrum.Jafnréttismál Rannsóknir sýna að barneignir hafa jákvæð áhrif á laun karla en neikvæð á laun kvenna. Mæður barna eru mun lengur frá vinnumarkaði en karlar eftir barneignir. Konur eru því, enn sem komið er, mun líklegri til að vera heima með börnin komist þau ekki að í dagvistun. Lengri fjarvera frá vinnumarkaði hefur einnig áhrif á starfsframa. Skilvirkt kerfi dagvistunar er því ekki síst jafnréttismál. Það er því mikilvægur þáttur í að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði að Reykvíkingar hafi greiðan og tímanlegan aðgang að dagvistun. Þá má ekki gleyma hversu mikilvægt það er fyrir börnin sjálf að komast tímanlega í leikskóla, fyrsta skólastigið, að fá þá örvun sem felst í því að eyða deginum með fagfólki, hafa aðgang að góðum útisvæðum og vera innan um börn á sama aldri. Árangur hefur náðst en það þarf að gera miklu betur. Það gengur ekki að 9% barna fái ekki leikskólaplássin sín, að líf þessara fjölskyldna og aðstandenda sé í ákveðnu uppnámi. Að líf þeirra sem bíða eftir plássum hjá dagforeldrum og í ungbarnaleikskólum riðlist líka með þeim afleiðingum, meðal annars, að tækifæri kvenna á vinnumarkaði skerðist. Þetta er langtímaverkefni sem þarf samt að vinnast hratt og það þarf að halda áfram vel á spöðunum. Við megum aldrei sofa á verðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í haust munu 128 börn í Reykjavík ekki fá þau leikskólapláss sem hafði verið lofað. Þá á eftir að ráða starfsfólk í 84 stöðugildi. Ástandið er vissulega betra en á síðasta ári og því ber að fagna. Staðreyndin er þó sú að um 9% barna sem var lofað plássi komast ekki að. Það er óásættanleg staða. Líklega dugir foreldrum þessara barna skammt að vita að staðan hafi batnað. Foreldrar munu því þurfa að gera aðrar ráðstafanir, með hjálp vina og vandamanna eða hreinlega með því að fresta endurkomu á vinnumarkað. Hluti þessara barna er hjá dagforeldrum eða í ungbarnaleikskólum ef þau eru það lánsöm að halda plássum sínum, sem losna þá ekki fyrir önnur börn sem bíða eftir að komast að. Foreldrar þeirra þurfa þá einnig að gera ráðstafanir, mögulega að vera heima við lengur en til stóð. Í mörgum tilfellum þýðir þetta umtalsvert tekjutap eða kostnað við dýrari úrræði. Staðan bitnar því miður helst á tekjulægri foreldrum.Jafnréttismál Rannsóknir sýna að barneignir hafa jákvæð áhrif á laun karla en neikvæð á laun kvenna. Mæður barna eru mun lengur frá vinnumarkaði en karlar eftir barneignir. Konur eru því, enn sem komið er, mun líklegri til að vera heima með börnin komist þau ekki að í dagvistun. Lengri fjarvera frá vinnumarkaði hefur einnig áhrif á starfsframa. Skilvirkt kerfi dagvistunar er því ekki síst jafnréttismál. Það er því mikilvægur þáttur í að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði að Reykvíkingar hafi greiðan og tímanlegan aðgang að dagvistun. Þá má ekki gleyma hversu mikilvægt það er fyrir börnin sjálf að komast tímanlega í leikskóla, fyrsta skólastigið, að fá þá örvun sem felst í því að eyða deginum með fagfólki, hafa aðgang að góðum útisvæðum og vera innan um börn á sama aldri. Árangur hefur náðst en það þarf að gera miklu betur. Það gengur ekki að 9% barna fái ekki leikskólaplássin sín, að líf þessara fjölskyldna og aðstandenda sé í ákveðnu uppnámi. Að líf þeirra sem bíða eftir plássum hjá dagforeldrum og í ungbarnaleikskólum riðlist líka með þeim afleiðingum, meðal annars, að tækifæri kvenna á vinnumarkaði skerðist. Þetta er langtímaverkefni sem þarf samt að vinnast hratt og það þarf að halda áfram vel á spöðunum. Við megum aldrei sofa á verðinum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun