Beint í berjamó á síðustu dögum sumarsins Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Sveinn Rúnar Hauksson fer á hverju ári í berjamó. Hann segir að víða sé ber að finna en líklega sé langmest af þeim á Austfjörðum. Sveinn Rúnar Hauksson Enn er örlítið eftir af sumri þó það styttist óðum í endalok. Það er snjallt að loka sumrinu með skemmtilegri ferð í berjamó. Víða eru góðir staðir fyrir berjatínslu en spurningin er sú hvar sprettan sé best í ár. Hver er betri til að svara því en Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og áhugamaður um ber og berjatínslu? „Ef fólk ætlar í berjamó og vill ná að fylla fötur sínar eða jafnvel frystikistu þá eru Austfirðir líklega besti staðurinn. Sprettan kemur þar vel undan sumri og fólk byrjaði í raun að tína þar fyrir mánaðamótin síðastliðnu,“ segir Sveinn Rúnar sem sjálfur var á Ströndum í berjatínslu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. „En ég hef ekki séð eitt ber í Borgarfirðinum, ekki grænjaxla eða neitt. Ég var í Þórsmörk um daginn og tíndi upp í mig eitt og eitt og tíndi alls 12 ber. Þau smökkuðust ágætlega, en voru þó lítil. Þau komust allavega vel fyrir í lófanum.“Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður.Einnig gott á Norðausturlandi Horfur eru ekki sérlega góðar hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni en aldrei að vita hvað náttúran hefur fram að færa. Góðir staðir fyrir tínslu hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni eru meðal annars Heiðmörk, svæðið í kringum Rauðavatn, í grennd við Nesjavallaleiðina, Mosfellsdalurinn og heiðarnar beggja vegna vegarins, Kjósin, Esjurætur og Hvalfjörðurinn. „Það er að rætast úr þessu hérna á Ströndum sýnist mér. Það er líka býsna gott á Norðausturlandi. Ég fékk líka fréttir af Tröllaskaga og frægu berjakistunni sem Böggvisstaðafjall er ofan Dalvíkur. Þar eru komin falleg ber en þó ekki alveg þroskuð orðin. Þannig að ég held að það þurfi að bíða örlítið en það er hins vegar ekkert of fljótt að fara af stað núna. Það er að minnsta kosti allt klárt fyrir austan,“ bætir Sveinn Rúnar við. Bláberjasulta á tvo vegu Bláberjasulta sykurlaus 700 g bláber 1 dl hlynsíróp eða kókospálmasykur 1 tsk. vanilluduft Hreinsið og skolið berin. Maukið allt í blandara. Setjið blönduna í pott og sjóðið í um 10 mínútur. Hellið í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Bláberjasulta með sykri 500 g bláber 350 g strásykur 2 tsk. vatn Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í um það bil 10 mínútur. Hellið svo blöndunni því næst í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Enn er örlítið eftir af sumri þó það styttist óðum í endalok. Það er snjallt að loka sumrinu með skemmtilegri ferð í berjamó. Víða eru góðir staðir fyrir berjatínslu en spurningin er sú hvar sprettan sé best í ár. Hver er betri til að svara því en Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og áhugamaður um ber og berjatínslu? „Ef fólk ætlar í berjamó og vill ná að fylla fötur sínar eða jafnvel frystikistu þá eru Austfirðir líklega besti staðurinn. Sprettan kemur þar vel undan sumri og fólk byrjaði í raun að tína þar fyrir mánaðamótin síðastliðnu,“ segir Sveinn Rúnar sem sjálfur var á Ströndum í berjatínslu þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. „En ég hef ekki séð eitt ber í Borgarfirðinum, ekki grænjaxla eða neitt. Ég var í Þórsmörk um daginn og tíndi upp í mig eitt og eitt og tíndi alls 12 ber. Þau smökkuðust ágætlega, en voru þó lítil. Þau komust allavega vel fyrir í lófanum.“Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður.Einnig gott á Norðausturlandi Horfur eru ekki sérlega góðar hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni en aldrei að vita hvað náttúran hefur fram að færa. Góðir staðir fyrir tínslu hér á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni eru meðal annars Heiðmörk, svæðið í kringum Rauðavatn, í grennd við Nesjavallaleiðina, Mosfellsdalurinn og heiðarnar beggja vegna vegarins, Kjósin, Esjurætur og Hvalfjörðurinn. „Það er að rætast úr þessu hérna á Ströndum sýnist mér. Það er líka býsna gott á Norðausturlandi. Ég fékk líka fréttir af Tröllaskaga og frægu berjakistunni sem Böggvisstaðafjall er ofan Dalvíkur. Þar eru komin falleg ber en þó ekki alveg þroskuð orðin. Þannig að ég held að það þurfi að bíða örlítið en það er hins vegar ekkert of fljótt að fara af stað núna. Það er að minnsta kosti allt klárt fyrir austan,“ bætir Sveinn Rúnar við. Bláberjasulta á tvo vegu Bláberjasulta sykurlaus 700 g bláber 1 dl hlynsíróp eða kókospálmasykur 1 tsk. vanilluduft Hreinsið og skolið berin. Maukið allt í blandara. Setjið blönduna í pott og sjóðið í um 10 mínútur. Hellið í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli. Bláberjasulta með sykri 500 g bláber 350 g strásykur 2 tsk. vatn Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í um það bil 10 mínútur. Hellið svo blöndunni því næst í hreinar glerkrukkur og geymið í kæli.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira