Copley í stjórn Steinhoff Ritstjórn Markaðarins skrifar 22. ágúst 2018 06:39 Paul Copley í Kastljósinu. RÚV Paul Copley, forstjóri Kaupþings, mun hafa nóg fyrir stafni á næstunni en hann var í liðinni viku skipaður í stjórn Steinhoff, suðurafríska smásölurisans sem hefur riðað til falls á undanförnum mánuðum vegna bókhaldshneykslis. Copley, sem tók við starfi forstjóra Kaupþings í apríl 2016, er sérfræðingur í endurskipulagningu fyrirtækja og var meðal annars einn af lykilmönnum í skiptum á slitabúi Lehman Brothers í Bretlandi, en gjaldþrot bankans er stærsta gjaldþrot fjármálasögunnar. Hans bíður það vandasama verk að endurheimta tiltrú fjárfesta á suðurafríska félaginu en félagið hefur fallið um 95 prósent í virði eftir að efasemdir vöknuðu um bókhald þess. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.vísir/valliLíklegt að Eggert hreppi hnossiðAfar líklegt er talið að Eggert Þór Kristófersson, sem hefur gegnt starfi forstjóra N1 frá byrjun árs 2015, verði ráðinn forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar. N1 tekur við rekstri smásölukeðjunnar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, í byrjun næsta mánaðar og verður í kjölfarið boðað til hluthafafundar þar sem kjörin verður stjórn sameinaðs félags. Eitt fyrsta verk Eggerts Þórs verður að selja þrjár bensínstöðvar Dælunnar, eins og Samkeppniseftirlitið gerði kröfu um, en að sögn kunnugra er þó nokkur áhugi á að kaupa stöðvarnar sem hafa skilað góðri afkomu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsinsBláa lónið brátt það verðmætastaLíkur eru á því að Bláa lónið verði brátt verð- mætasta ferða- þjónustufyrirtæki landsins. Fyrir ári var markaðsvirði félagsins um 38 milljarðar króna en til samanburðar var virði Icelandair Group á sama tíma næstum tvöfalt hærra. Virði flugfélagsins er hins vegar nú komið í 44 milljarða á meðan telja má líklegt að virði Bláa lónsins sé meira en 40 milljarðar en afkoma félagsins, sem Grímur Sæmundsen stýrir, hefur haldið áfram að batna undanfarið. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Paul Copley, forstjóri Kaupþings, mun hafa nóg fyrir stafni á næstunni en hann var í liðinni viku skipaður í stjórn Steinhoff, suðurafríska smásölurisans sem hefur riðað til falls á undanförnum mánuðum vegna bókhaldshneykslis. Copley, sem tók við starfi forstjóra Kaupþings í apríl 2016, er sérfræðingur í endurskipulagningu fyrirtækja og var meðal annars einn af lykilmönnum í skiptum á slitabúi Lehman Brothers í Bretlandi, en gjaldþrot bankans er stærsta gjaldþrot fjármálasögunnar. Hans bíður það vandasama verk að endurheimta tiltrú fjárfesta á suðurafríska félaginu en félagið hefur fallið um 95 prósent í virði eftir að efasemdir vöknuðu um bókhald þess. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.vísir/valliLíklegt að Eggert hreppi hnossiðAfar líklegt er talið að Eggert Þór Kristófersson, sem hefur gegnt starfi forstjóra N1 frá byrjun árs 2015, verði ráðinn forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar. N1 tekur við rekstri smásölukeðjunnar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, í byrjun næsta mánaðar og verður í kjölfarið boðað til hluthafafundar þar sem kjörin verður stjórn sameinaðs félags. Eitt fyrsta verk Eggerts Þórs verður að selja þrjár bensínstöðvar Dælunnar, eins og Samkeppniseftirlitið gerði kröfu um, en að sögn kunnugra er þó nokkur áhugi á að kaupa stöðvarnar sem hafa skilað góðri afkomu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsinsBláa lónið brátt það verðmætastaLíkur eru á því að Bláa lónið verði brátt verð- mætasta ferða- þjónustufyrirtæki landsins. Fyrir ári var markaðsvirði félagsins um 38 milljarðar króna en til samanburðar var virði Icelandair Group á sama tíma næstum tvöfalt hærra. Virði flugfélagsins er hins vegar nú komið í 44 milljarða á meðan telja má líklegt að virði Bláa lónsins sé meira en 40 milljarðar en afkoma félagsins, sem Grímur Sæmundsen stýrir, hefur haldið áfram að batna undanfarið.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira