Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 10:17 Staða Turnbull forsætisráðherra er talin hafa veikst eftir að hann lúffaði fyrir andófsmönnum í eigin flokki í orkumálum. Vísir/EPA Orkufrumvarp Malcolms Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sem hefði meðal annars falið í sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, verður ekki lagt fyrir ástralska þingið. Ástæðan er andstaða í Íhaldsflokki Turnbull sem hefur nauman meirihluta á þingi. Áætlun Turnbull í orkumálum hefði falið í sér að losun Ástrala yrði 26% minni árið 2030 en hún var árið 2005. New York Times segir að þau markmið hafi ekki verið sérlega metnaðarfull. Til samanburðar hefur Evrópusambandið einsett sér að draga úr losun um 40% frá því sem hún var árið 1990. Ekki reyndist hins vegar einhugur innan flokks Turnbull um loftslagsmarkmiðin. Sumir þingmenn eru taldir hafa verið tilbúnir til þess að sprengja stjórnina vegna þeirra. Turnbull ákvað því að falla frá þeim. „Í stjórnmálum verður maður að einbeita sér að því sem maður getur náð fram,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir forsætisráðherranum. Þrátt fyrir það segir BBC að Ástralía muni ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni sem landið skuldbatt sig til með Parísarsamkomulaginu.Sökuð um að vera sama um loftslagsaðgerðir Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar eru hins vegar ekki ánægðir og telja að áströlsk stjórnvöld geri ekki nóg til að berjast gegn loftslagsbreytingum sem hafa meðal annars valdið þurrkum og fölnun Kóralrifsins mikla. „Það eina sem þetta gerir er að staðfesta aftur að þau hafa engan áhuga á að gera neitt í loftslagsbreytingum eða Kóralrifinu mikla í rauninni,“ segir Jon Brodie, sérfræðingur í kóralrifjum hjá James Cook-háskóla. BBC segir að pólitísk framtíð Turnbull gæti verið í hættu. Skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn hans félli í kosningum og rætt er um uppreisn gegn honum í Íhaldsflokknum. Uppgjöf hans í orkumálum er talin hafa veikt stöðu hans. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Orkufrumvarp Malcolms Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sem hefði meðal annars falið í sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, verður ekki lagt fyrir ástralska þingið. Ástæðan er andstaða í Íhaldsflokki Turnbull sem hefur nauman meirihluta á þingi. Áætlun Turnbull í orkumálum hefði falið í sér að losun Ástrala yrði 26% minni árið 2030 en hún var árið 2005. New York Times segir að þau markmið hafi ekki verið sérlega metnaðarfull. Til samanburðar hefur Evrópusambandið einsett sér að draga úr losun um 40% frá því sem hún var árið 1990. Ekki reyndist hins vegar einhugur innan flokks Turnbull um loftslagsmarkmiðin. Sumir þingmenn eru taldir hafa verið tilbúnir til þess að sprengja stjórnina vegna þeirra. Turnbull ákvað því að falla frá þeim. „Í stjórnmálum verður maður að einbeita sér að því sem maður getur náð fram,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir forsætisráðherranum. Þrátt fyrir það segir BBC að Ástralía muni ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni sem landið skuldbatt sig til með Parísarsamkomulaginu.Sökuð um að vera sama um loftslagsaðgerðir Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar eru hins vegar ekki ánægðir og telja að áströlsk stjórnvöld geri ekki nóg til að berjast gegn loftslagsbreytingum sem hafa meðal annars valdið þurrkum og fölnun Kóralrifsins mikla. „Það eina sem þetta gerir er að staðfesta aftur að þau hafa engan áhuga á að gera neitt í loftslagsbreytingum eða Kóralrifinu mikla í rauninni,“ segir Jon Brodie, sérfræðingur í kóralrifjum hjá James Cook-háskóla. BBC segir að pólitísk framtíð Turnbull gæti verið í hættu. Skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn hans félli í kosningum og rætt er um uppreisn gegn honum í Íhaldsflokknum. Uppgjöf hans í orkumálum er talin hafa veikt stöðu hans.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum 2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. 15. apríl 2018 09:43
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00