Eins og vill gerast með skil fylgir þeim væta, en víða má búast við úrkomu í dag, einkum sunnan- og suðaustantil þar sem stefnir í talsverða rigningu fram yfir hádegi.
Hitinn í dag verður á bilinu 9 til 16 stig.
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að í kjölfar skilanna komi suðvestlæg átt og skúrir um landið sunnan- og vestanvert en undir kvöld ætti að létta til norðaustanlands.
Það stefnir svo í stífa suðvestanátt með skúrum á morgun. Þó verður bjart norðaustanlands en á sunnudaginn á búast við vestlægri átt. Áfram verður væta um allt vestanvert landið.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðvestlæg átt, víða 10-15 m/s, og rigning eða skúrir, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á A-landi.
Á sunnudag:
Vestan strekkingur S-lands, annars hægari. Væta um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu A-lands. Hiti 7 til 12 stig.
Á mánudag:
Suðlæg átt og fer að rigna S- og V-lands þegar líður á daginn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt og væta með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 7 til 13 stig.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt og skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og kólnar í veðri. Rofar til sunnan heiða og hiti 8 til 13 stig.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu víða, einkum V-lands, og hlýnar í veðri.