Það er fallegur og hlýr föstudagur framundan ef marka má hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Það segir að það verði yfirleitt skýjað um sunnan- og vestanvert landið, og sums staðar smá rigning, en búast má við að hitinn verði á milli 9 og 14 stig.
Suðaustanáttinni fylgir þó dálítill vindur með suður-og vesturströndinni þar sem er spá 10 til 15 metrum á sekúndum og allt upp í 18 metra á sekúndu í vindstrengjum við fjöll.
Vindurinn verður hægari inn til landsins sem og norðan og austan til og þá er spáð léttskýjuðu veðri norðanlands með allt að 18 stiga hita.
Veðurhorfur í dag og næstu daga:
Suðaustlæg átt, víða 5-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum með suður- og vesturströndinni. Skýjað að mestu og úrkomulítið, en bjartviðri norðanlands. Fer að rigna sunnantil í kvöld.
Austlæg átt 8-15 á morgun, og dálítil rigning um vestanvert landið en samfelldari rigning á Suðausturlandi. Skýjað með köflum og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir annað kvöld.
Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Á laugardag:
Suðaustan og austan 8-13 m/s, en hægari norðvestanlands. Rigning með köflum um sunnan- og vestanvert landið, en skýjað og úrkomulítið norðaustantil. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Á sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og rigning eða skúrir, en þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hiti 8 til 14 stig.
Á mánudag:
Vestlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning eða súld í flestum landshlutm. Hiti 7 til 12 stig.
Á þriðjudag:
Hæg vestlæg átt og víða dálítil væta, en yfirleitt þurrt inn til landsins. Hiti breytist lítið.
Tveggja stafa hitatölur víða um land
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
