Um austanvert landið verður hægari vindur og léttir til norðaustan- og austanlands með deginum, en síðdegis má búast við lítils háttar rigningu eða súld á Suðausturlandi. Hiti 8 til 13 stig í dag, en allt að 16 stiga hiti norðanlands.
Áframhaldandi suðaustanátt á morgun, víða 10-15 m/s og dálítil væta um sunnanvert landið en hægari norðanlands og léttskýjað.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Suðaustan 10-18 m/s sunnan- og vestan til, en annars hægari. Skýjað og lítils háttar rigning, en bjartviðri fyrir norðan- og austanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á laugardag:
Suðaustan, 5-13 m/s, hvassast með Suðurströndinni. Rigning sunnan- og vestanlands, en léttskýjað norðaustantil. Hiti víða 9 til 17 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Á sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt, 3-8 og víða dálítil rigning, en úrkomulítið syðst um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðvestlæg átt og rigning eða súld um norðanvert landið en skýjað með köflum og stöku skúrir sunnanlands. Hiti 6 til 11 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir vestalæga átt og lítilsháttar rigningu norðan- og vestanlands en léttskýjað á Suðausturlandi. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast suðaustantil.