Ótímabær umræða um fyrirgefningu, iðrun og yfirbót Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 5. september 2018 07:00 Heimspekingurinn Kathryn Norlock setur fram femíníska kenningu um fyrirgefninguna í bókinni „Forgiveness from a feminist perspective“. Kyn er lykilhugtak þegar kemur að því að rýna í hugtakið „fyrirgefning“ og Norlock færir fyrir því rök að það sé rík tilhneiging til að ætlast til fyrirgefningar af hendi kvenna, en mun síður karla, og að sáttfýsi og fúsleikinn til að fyrirgefa sé iðulega tengdur kvenleikanum. Þá bendir Norlock á að fyrirgefninguna verði alltaf að skoða út frá tengslum þeirra sem fyrirgefa og er fyrirgefið og að hefð sé fyrir því að horfa á fyrirgefninguna með augum heimspekingsins Kants, sem gerði ráð fyrir því að hún ætti sér stað á milli jafningja. Fyrirgefningin er hins vegar alltaf háð samhengi og valdatengslum og þar komum við aftur að kyninu þar sem sambönd okkar og valdastaða eru verulega háð því af hvaða kyni við erum. Það er því gagnslítið að ræða um fyrirgefninguna í tengslalausu tómarúmi. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði, hefur einmitt skrifað áhugaverða grein, „Að fyrirgefa ekki – gildi gremjunnar fyrir einstaklinga og samfélög“, þar sem hún bendir annars vegar á að sumt sé einfaldlega ófyrirgefanlegt og að í kristninni sé það aðeins Guð sem geti mögulega fyrirgefið hið ófyrirgefanlega. Hin kristna sýn er sú að það sé bara sá sem valdið hefur sem getur fyrirgefið. Það samrýmist því hvorki kristinni siðfræði né femínískri sýn á fyrirgefninguna að látið sé í veðri vaka að þolendur kynferðisofbeldis skuldi gerendum fyrirgefningu, eða nokkuð annað. Því vakti það talsverða undrun og jafnvel gremju, sem er víst ekki mjög dömuleg tilfinning, að lesa greinina „Nauðgunarmenningin“ eftir Bjarna Karlsson, prest og MA í kynlífssiðfræði, sem birtist í Fréttablaðinu 30. ágúst. Greinin fer ágætlega af stað og fjallar um stöðu kvenna og valdaleysi í samfélaginu, í samhengi við yfirráð karla, og leiðist svo út í umfjöllun um #metoo-byltinguna. Bjarni skriplar þó heldur betur á skötunni þegar hann endar greinina á því að fordæma það að fjallað sé um kynferðisbrotamenn í fjölmiðlum og kallar eftir því að samfélagið kunni skil á „iðrun, yfirbót og fyrirgefningu“ og segir svo að samfélag manna muni „ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.“ Það er ekki alveg ljóst af skrifum Bjarna hverjir það eru sem eiga að iðrast, sýna yfirbót og fyrirgefa en svo virðist sem að það séu jafnvel blaðamenn og aðrir sem halda umræðu um kynferðisofbeldi og gerendur þess á lofti. Þetta er vægast sagt furðulegt niðurlag greinar sem hefst á umræðu um hvað allt sé að opnast, nú megi ræða kynferðisbrot og skila skömminni, bæði konur og karlar. En hvað svo? Má ekki tala um gerendur þessa sama ofbeldis nema þeir séu af lægri stéttum? Eigum við að hafa jafnvel enn meira umburðarlyndi þegar kemur að fólki sem treyst hefur verið fyrir valdi og ábyrgð yfir öðru fólki af stofnunum samfélagsins?Kristín I. ?Pálsdóttir f.h. ráðs ?RótarinnarForréttindablinda Það er ansi langt í að réttlætinu sé fullnægt gagnvart þolendum kynferðisofbeldis á Íslandi, og ótal gögn staðfesta það. Nægir þar að benda á tölfræði um sakfellingar í kynferðisbrotamálum, rannsóknir á forréttindablindu dómara, og annarra starfsmanna réttarkerfisins, og nýleg dæmi um sýknudóma sem ofbjóða réttlætistilfinningu þorra landsmanna. Ofbeldismenn axla alla jafna ekki ábyrgð á gjörðum sínum né játa sekt sína. Fátítt er að heyra um iðrun þeirra eða yfirbót. Aðeins eitt dæmi kemur t.d. upp í hugann um mann sem viðurkenndi að hafa nauðgað og þar sem slíkt er svo sjaldgæft vakti það heimsathygli. Á meðan staða mála er þannig að það komist í heimsfréttir ef kynferðisbrotamaður axlar ábyrgð á gjörðum sínum ættum við alls ekki að vera að ræða um fyrirgefninguna í þessu samhengi og það er spurning hvað hún á almennt mikið erindi í umræðu um kynferðisofbeldi. Til er saga um mann sem stolið var af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Yfirskrift Bjarna á grein sinni, „Nauðgunarmenningin“, kallar á nauðsyn þess að við beinum sjónum að þeim sem nauðga. Annars munum við búa við óbreytt ástand og þá var til lítils af stað farið með #MeToo. Þegar fólk hefur brotið gegn ákveðnum siðferðislegum viðmiðum samfélagsins er hreinlega ekki aftur snúið, það á ekki aftur erindi inn á ákveðin svið og þarf að haga lífi sínu í takt við það. Það fer best á því að styðja fólk í því að skilja að gjörðir hafa afleiðingar og ekki bara lagalegar. Ákveðnar brýr hafa brotnað og verða ekki aftur færar einstaklingum sem gerst hafa sekir um „hið ófyrirgefanlega“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heimspekingurinn Kathryn Norlock setur fram femíníska kenningu um fyrirgefninguna í bókinni „Forgiveness from a feminist perspective“. Kyn er lykilhugtak þegar kemur að því að rýna í hugtakið „fyrirgefning“ og Norlock færir fyrir því rök að það sé rík tilhneiging til að ætlast til fyrirgefningar af hendi kvenna, en mun síður karla, og að sáttfýsi og fúsleikinn til að fyrirgefa sé iðulega tengdur kvenleikanum. Þá bendir Norlock á að fyrirgefninguna verði alltaf að skoða út frá tengslum þeirra sem fyrirgefa og er fyrirgefið og að hefð sé fyrir því að horfa á fyrirgefninguna með augum heimspekingsins Kants, sem gerði ráð fyrir því að hún ætti sér stað á milli jafningja. Fyrirgefningin er hins vegar alltaf háð samhengi og valdatengslum og þar komum við aftur að kyninu þar sem sambönd okkar og valdastaða eru verulega háð því af hvaða kyni við erum. Það er því gagnslítið að ræða um fyrirgefninguna í tengslalausu tómarúmi. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði, hefur einmitt skrifað áhugaverða grein, „Að fyrirgefa ekki – gildi gremjunnar fyrir einstaklinga og samfélög“, þar sem hún bendir annars vegar á að sumt sé einfaldlega ófyrirgefanlegt og að í kristninni sé það aðeins Guð sem geti mögulega fyrirgefið hið ófyrirgefanlega. Hin kristna sýn er sú að það sé bara sá sem valdið hefur sem getur fyrirgefið. Það samrýmist því hvorki kristinni siðfræði né femínískri sýn á fyrirgefninguna að látið sé í veðri vaka að þolendur kynferðisofbeldis skuldi gerendum fyrirgefningu, eða nokkuð annað. Því vakti það talsverða undrun og jafnvel gremju, sem er víst ekki mjög dömuleg tilfinning, að lesa greinina „Nauðgunarmenningin“ eftir Bjarna Karlsson, prest og MA í kynlífssiðfræði, sem birtist í Fréttablaðinu 30. ágúst. Greinin fer ágætlega af stað og fjallar um stöðu kvenna og valdaleysi í samfélaginu, í samhengi við yfirráð karla, og leiðist svo út í umfjöllun um #metoo-byltinguna. Bjarni skriplar þó heldur betur á skötunni þegar hann endar greinina á því að fordæma það að fjallað sé um kynferðisbrotamenn í fjölmiðlum og kallar eftir því að samfélagið kunni skil á „iðrun, yfirbót og fyrirgefningu“ og segir svo að samfélag manna muni „ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.“ Það er ekki alveg ljóst af skrifum Bjarna hverjir það eru sem eiga að iðrast, sýna yfirbót og fyrirgefa en svo virðist sem að það séu jafnvel blaðamenn og aðrir sem halda umræðu um kynferðisofbeldi og gerendur þess á lofti. Þetta er vægast sagt furðulegt niðurlag greinar sem hefst á umræðu um hvað allt sé að opnast, nú megi ræða kynferðisbrot og skila skömminni, bæði konur og karlar. En hvað svo? Má ekki tala um gerendur þessa sama ofbeldis nema þeir séu af lægri stéttum? Eigum við að hafa jafnvel enn meira umburðarlyndi þegar kemur að fólki sem treyst hefur verið fyrir valdi og ábyrgð yfir öðru fólki af stofnunum samfélagsins?Kristín I. ?Pálsdóttir f.h. ráðs ?RótarinnarForréttindablinda Það er ansi langt í að réttlætinu sé fullnægt gagnvart þolendum kynferðisofbeldis á Íslandi, og ótal gögn staðfesta það. Nægir þar að benda á tölfræði um sakfellingar í kynferðisbrotamálum, rannsóknir á forréttindablindu dómara, og annarra starfsmanna réttarkerfisins, og nýleg dæmi um sýknudóma sem ofbjóða réttlætistilfinningu þorra landsmanna. Ofbeldismenn axla alla jafna ekki ábyrgð á gjörðum sínum né játa sekt sína. Fátítt er að heyra um iðrun þeirra eða yfirbót. Aðeins eitt dæmi kemur t.d. upp í hugann um mann sem viðurkenndi að hafa nauðgað og þar sem slíkt er svo sjaldgæft vakti það heimsathygli. Á meðan staða mála er þannig að það komist í heimsfréttir ef kynferðisbrotamaður axlar ábyrgð á gjörðum sínum ættum við alls ekki að vera að ræða um fyrirgefninguna í þessu samhengi og það er spurning hvað hún á almennt mikið erindi í umræðu um kynferðisofbeldi. Til er saga um mann sem stolið var af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Yfirskrift Bjarna á grein sinni, „Nauðgunarmenningin“, kallar á nauðsyn þess að við beinum sjónum að þeim sem nauðga. Annars munum við búa við óbreytt ástand og þá var til lítils af stað farið með #MeToo. Þegar fólk hefur brotið gegn ákveðnum siðferðislegum viðmiðum samfélagsins er hreinlega ekki aftur snúið, það á ekki aftur erindi inn á ákveðin svið og þarf að haga lífi sínu í takt við það. Það fer best á því að styðja fólk í því að skilja að gjörðir hafa afleiðingar og ekki bara lagalegar. Ákveðnar brýr hafa brotnað og verða ekki aftur færar einstaklingum sem gerst hafa sekir um „hið ófyrirgefanlega“.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar