Aðalgönguleiðin upp Esjuna öruggari eftir að að björg voru látin falla niður Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. september 2018 19:49 Fjórum stórum björgum sem ógnað hafa aðalgönguleiðinni um Esjuna var velt niður snemma í morgun. Aðgerðin sýndi hversu áríðandi var orðið að velta steinunum af stað. Eldsnemma í morgun voru fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu verkfræðistofu mættir við rætur Esjunnar en klukkan sjö var fjallinu lokað fyrir umferð á meðan unnið var að því að koma fjórum stórum björgum niður sem hafa þótt hættuleg í fjallinu. Leggja þurfti á sig þó nokkra göngu upp á topp fjallsins þar sem björgin voru og taka þurfti með búnað og tæki til þess að losa björgin frá ef þess þyrfti en auk þess til að tryggja öryggi þeirra sem þar voru. Björgin fjögur hafa ógnað aðalgönguleiðinni upp Esjuna meðal annars að Steini, sem er þekktasti áningarstaður fjallsins. Fyrsta bjargið sem var látið falla var jafnframt það stærsta.Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Stærsti stuðullinn hefur nú verið einhverjir tveir og hálfur til þrír metrar á hæð og svona meter á kant og lagðist bara þarna fallega niður“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur sem stýrði aðgerðum á toppi Esjunnar. Hvert bjargið á fætur öðru og aðrir steinar voru svo losaðir frá. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þetta voru svona þrír, fjórir staðir sem við fórum inn á og svo brotnaði þetta í fleiri bita þegar þetta var að rúlla fram af. En í öllum aðalatriðum að þá fór það sem við ætluðum að taka,“ sagði Jón. Þá sást best þegar björgin fóru niður hlíðina og sprungu í smærri steina hversu mikil þörf var á því að ráðast í þessar aðgerðir en allir steinarnir fóru yfir aðal gönguleiðina sem staðfesti þá hættu sem var fyrir hendi.Er þá búið að tryggja gönguleiðina? „Nú er allavega búið að fara yfir þetta, meðfram keðjunum og á svona þessum helstu stöðum og taka þessa mest áberandi steina í brutu,“ segir Jón.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Vísir/jóhann K. JóhannssonFramkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir útivistarfólk sem beið hafa verið óþolinmótt. „Við fórum að átta okkur betur á þessu með vorinu hversu tæpir steinarnir voru orðnir, sumir hverjir. Þannig að það var ekkert annað í stöðinni enn að gera þetta, sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Esjan Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira
Fjórum stórum björgum sem ógnað hafa aðalgönguleiðinni um Esjuna var velt niður snemma í morgun. Aðgerðin sýndi hversu áríðandi var orðið að velta steinunum af stað. Eldsnemma í morgun voru fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu verkfræðistofu mættir við rætur Esjunnar en klukkan sjö var fjallinu lokað fyrir umferð á meðan unnið var að því að koma fjórum stórum björgum niður sem hafa þótt hættuleg í fjallinu. Leggja þurfti á sig þó nokkra göngu upp á topp fjallsins þar sem björgin voru og taka þurfti með búnað og tæki til þess að losa björgin frá ef þess þyrfti en auk þess til að tryggja öryggi þeirra sem þar voru. Björgin fjögur hafa ógnað aðalgönguleiðinni upp Esjuna meðal annars að Steini, sem er þekktasti áningarstaður fjallsins. Fyrsta bjargið sem var látið falla var jafnframt það stærsta.Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Stærsti stuðullinn hefur nú verið einhverjir tveir og hálfur til þrír metrar á hæð og svona meter á kant og lagðist bara þarna fallega niður“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur sem stýrði aðgerðum á toppi Esjunnar. Hvert bjargið á fætur öðru og aðrir steinar voru svo losaðir frá. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þetta voru svona þrír, fjórir staðir sem við fórum inn á og svo brotnaði þetta í fleiri bita þegar þetta var að rúlla fram af. En í öllum aðalatriðum að þá fór það sem við ætluðum að taka,“ sagði Jón. Þá sást best þegar björgin fóru niður hlíðina og sprungu í smærri steina hversu mikil þörf var á því að ráðast í þessar aðgerðir en allir steinarnir fóru yfir aðal gönguleiðina sem staðfesti þá hættu sem var fyrir hendi.Er þá búið að tryggja gönguleiðina? „Nú er allavega búið að fara yfir þetta, meðfram keðjunum og á svona þessum helstu stöðum og taka þessa mest áberandi steina í brutu,“ segir Jón.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Vísir/jóhann K. JóhannssonFramkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir útivistarfólk sem beið hafa verið óþolinmótt. „Við fórum að átta okkur betur á þessu með vorinu hversu tæpir steinarnir voru orðnir, sumir hverjir. Þannig að það var ekkert annað í stöðinni enn að gera þetta, sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Esjan Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira
Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48